Laugardagur, 26. janúar 2013 18:35 |
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á föstudag og laugardag á IWK í Munchen. Þetta er talið sterkasta mót sem er haldið utan mótaraða ISSF (Alþjóða Skotíþróttasambandsins) og ESC. Ásgeir tók þátt í tveimur mótum. Fyrra mótið var á föstudag og það síðara í dag laugardag.
Í dag skaut Ásgeir sig inn í úrslit með 583. stigum og endaði í 6. Sæti. Frábær árangur hjá honum. Hann lenti í 19. sæti með 577 stig í fyrra mótinu sem haldið var á föstudaginn.
|