Miðvikudagur, 05. maí 2021 14:18 |
Síða 1 af 2 Samningur Skotfélags Reykjavíkur (SR), elsta íþróttafélags landsins, og Reykjavíkurborgar um aðstöðu á Álfsnesi er nú runninn út. Við höfum óskað eftir framlengingu til næstu ára og að svæðið komist inná framtíðarskipulag Reykjavíkurborgar.
Á Álfsnesi er útiaðstaða félagsins þar sem æfingar og innlendar og alþjóðlegar keppnir eru haldnar, auk þess svæðið hefur verið notað til verklega skotprófa vegna hreindýraprófa Umhverfisstofnunar og skotvopnanámskeiða Ríkislögreglustjóra. Mikill fjöldi félagsmanna auk utanfélagsmanna notar svæðið að staðaldri og eru félagsmenn SR í fremsta flokki afreksíþróttafólks í skotfimi á landinu og hafa keppt á Ólympíuleikum, Heimsmeistara-, Heimsbikar- og Evrópumeistaramótum á síðustu árum.
|