Fimmtudagur, 27. maí 2021 10:26 |
Hér er smá innlegg í umræðuna um mikla og stöðuga hávaðamengun frá starfsemi SR á Álfsnesi. Umrædd hávaðamengun er talin það mikil að hún flæmi fuglalíf í burtu frá svæðum hinum megin við Kollafjörð. Ef svo er hvernig má það vera að við erum í vandræðum vegna ásóknar fugla í að verpa á skotvöllum okkar eins og sést á myndinni í viðhenginu? Á SKEET-velli nr. 2 hefur tjaldapar gert sér hreiður og var verpt í það á tímabilinu 14:00 til 15:00 síðastliðinn mánudag. Það var í miðjum opnunartíma þess dags.
|