Fuglalífið er frekar dræmt á skotsvæðinu okkar á Álfsnesi. Fuglar finna öryggi af nálægð skotíþrótta en vargurinn heldur sig frá svæðinu þegar skotæfingar standa yfir. Þeir forðast skothvellina sem þeir eru stöðugt að forðast á athafnasvæði SORPU, þar sem meindýravarnir eru stöðugt að skjóta á þá til að halda þeim frá opnu sorpi. Við gleðjumst samt yfir þeim fáu hugrökku fuglum sem heiðra okkur með návist sinni og reyna varp á svæðinu.