Fimmtudagur, 04. ágúst 2022 11:36 |
Ráðherra Umhverfis-,orku- og loftslagsmála hefur veitt félaginu undanþágu til að geta haldið Íslandsmeistaramótið í Skeet á svæði félagsins á Álfsnesi. Eingöngu verður opið til æfinga fyrir keppendur á mótinu. Opinber æfingadagur verður þó frábrugðinn alþjóðlegu reglunum því ekki verður leyft að skjóta á föstudeginum 12.ágúst. Æfingadagurinn verður því fimmtudaginn 11.ágúst í staðinn. Samkvæmt undanþágunni geta keppendur æft mánudaginn 8.ágúst og fimmtudaginn 11.ágúst á tímanum 10-21, þriðjudaginn 9.ágúst og miðvikudaginn 10.ágúst kl.10-19. Keppnisdagana 13.og14.ágúst er heimilt að skjóta frá kl.10:00 til kl. 19:00. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.
Við minnum keppendur á Íslandsmótinu að skrá sig tímanlega hjá sínu félagi en skráningarfresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 7.ágúst 2022.
|