Fréttir 2007 Skoða sem PDF skjal

30. des. 07.  Opna Kópavogsmótinu lauk með sigri Ásgeirs Sigurgeirssonar úr SR.
Mótið var haldið með rafrænum búnaði og er það í fyrsta sinn sem notaður slíkur búnaður á Íslandi. Ásgeir sigraði á mótinu í loftskammbyssu með 569 stig, en Guðmundur Kr. Gíslason SR varð annar með 540 stig. Í þriðja sæti var Tómas Viderö SFK með 539 stig. Í loftriffli sigraði Arnfinnur Jónsson SFK  með 547 stig og Guðmundur Helgi Christensen varð annar með 546 stig. Nánar um
úrslit hérna.
Nokkrar myndir frá mótinu

29. des. 07.   Staða keppenda í loftbyssugreinum  STÍ, tímabilið 2006-2007.
Staða keppenda er hér.

24. des 07.  GLEÐILEG JÓL !
Stjórn félagsins óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins gleðilegra jóla !

23. des 07.   Loftbyssumót haldið með rafrænum búnaði í fyrsta sinn á Íslandi !
Opna Kópavogsmótið í Loftbyssugreinunum verður haldið Laugardaginn 29.desember 2007 og hefst það kl. 10:00. Mótið er haldið í aðstöðu SFK í Digranesi. Á mótinu verður í fyrsta skipti á Íslandi keppt með tölvustýrðum skotskífum í loftbyssu. Sú tækni  er nú að yfirtaka öll skotmót í heiminum í dag. Líklegt er að keppt verði í þremur riðlum, kl. 10:00, 12:00 og 14:00. Ef svo fer, má reikna með að mótinu ljúki kl. 16:00. Þar sem mótið er viðurkennt af STÍ til flokka og meta, þurfa skráningar að hafa borist til STÍ og SFK í síðasta lagi að kvöldi Jóladags 25.des. Við minnum á skráningafrest félaga SR sem er viku fyrirvari. Sjá á "Mótaskráning" hér til vinstri.

18. des. 07.  Lokað í Egilshöll fram yfir jól !
Egilshöllin verður lokuð framyfir jól vegna þrifa og frágangs eftir vatnsflóðin í síðustu viku. Næsta opnun verður auglýst hér á síðunni þegar hún liggur fyrir.

 18. des. 07.  Starfsleyfið fyrir Álfsnesið á leiðinni ?
Starfsleyfið fyrir Álfsnesið er nú í vinnslu hjá borginni og væntum við frétta af þeim málum uppúr áramótunum. Áfram er unnið að endurbyggingu félagsheimilisins og eins er jarðvegsflutningunum loksins að ljúka.

12. des 07.  LOKAÐ Í EGILSHÖLL ÞESSA VIKU !
Lokað verður fyrir æfingar út vikuna vegna vatnslekans. Opnað verður á mánudag.

11. des 07. LOKAÐ Í EGILSHÖLL Í DAG OG Á MORGUN.
Vegna vatnsleka í æfingaaðstöðu félagsins í Egilshöll verður lokað í kvöld og á morgun. Ekki er ljóst hve mikið tjón hefur orðið, en skoðunarmenn m.a. frá tryggingafélagi hafa skoðað svæðið.

_GKG6401.JPG_GKG6412.JPG8. des. 07.  Landsmót STÍ í Loftbyssugreinum í dag.
Ásgeir Sigurgeirsson sigrar með yfirburðum á enn einu mótinu í Loftskammbyssu karla. Ásgeir sigraði með 9 stiga forskoti, 567 stig, en Guðmundur Kr. Gíslason varð í öðru sæti með 558 stig og Hannes Tómasson varð í þriðja sæti með 557 stig. Ásgeir, Guðmundur og Hannes eru allir í Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar um útslitin.

Myndirnar hér til vinstri eru af Ásgeiri á mótsstað.

30. nóv. 07 
Frístundakort ÍTR fyrir unglinga hjá SR.
Kynnið ykkur Frístundakort ÍTR, með því að smella á kortið, sem er styrkur til æfinga ungmenna í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ÍTR.

25. nóv. 07.  Landsmót STÍ í Staðlaðri Skammbyssu.
Karl Kristinsson úr SR sigraði á 495 stigum. Úrslit mótsins.

24. nóv. 07. Landsmót STÍ í riffli, 60 skotum liggjandi.
Arnfinnur Jónsson sigraði í karlaflokki með 585 stig sem er aðeins 2 stigum frá Ólympíulágmarki. Í unglingaflokki sigraði Skúli Sigvaldason með 579 stig sem er hans besti árangur. Úrslit í heild sinni eru
á úrslitasíðunni og eins eru nokkrar myndir frá mótinu hérna.

17. nóv. 07. Landsmót STÍ í loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll um helgina.
Þá er landsmótinu lokið og urðu helstu úrslit þau að í karlaflokki sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 568 stig en Guðmundur Kr. Gíslason varð annar með 550 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir bæði í loftskammbyssu sem og loftriffli. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 560 stig.
Úrslit í heild sinni eru á úrslitasíðu STÍ. Einnig eru komnar nýjar myndir frá mótinu hérna

1. nóv. 07. Starfsleyfi enn ekki komið á Álfsnesi.
Enn hefur Umhverfissvið ekki gefið út starfsleyfi til handa Skotfélagi Reykjavíkur á Álfsnesi. Stjórn félagsins hefur óskað eftir fundi í næstu viku um málið og mun stjórnin fara fram á að starfsleyfi verði gefið út umsvifalaust, enda verður búið að ganga frá mengunarvörnum við haglavellina samkvæmt kröfum Heilbrigðissviðs. Félagið hefur undanfarið fengið undanþágu til að halda námskeið vegna skotvopnaleyfa og ekki verður séð hvernig á að mismuna félagsfólki Skotfélags Reykjavíkur lengur með því að banna því að stunda skotfimi á svæðinu. Einnig hefur hljóðmengun verið nefnd sem ástæða fyrir seinkun starfsleyfis þrátt fyrir að svæðið hjá SR hafi verið hljóðmælt árið 2003, þ.e. áður en framkvæmdir hófust við gerð svæðisins. Hljóðmanir verða reistar við haglavellina til að draga úr hljóðburði yfir Kollafjörð, þrátt fyrir að allar hljóðmælingar sýna að hljóð frá völlunum er undir umhverfishávaða norðan Kollafjarðar.  Nágrannar félagsins, Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis (SKOTREYN) er aftur á móti með starfsleyfi og heldur svæði sínu opnu flestar helgar og ekki verður séð hvernig útgáfa starfsleyfis til SR verður dregin lengur í ljósi þess að þegar er stunduð skotfimi við hlið svæðis SR.

30. okt 07.  EGILSHÖLL
Lokað verður í kvöld  vegna tónleika Andrea Bocelli

23. okt. 07. Mótaskrá STÍ í kúlugreinum ( Innigreinum ) fyrir veturinn 2007 - 2008 er komin út.
Mótaskrá STÍ fyrir veturinn 2007 - 2008 er hér !

23. okt. 07.  Fyrsta mót tímabilsins í Loftbyssugreinum.
Fyrsta mót vetrarins var haldið hjá Skotfélagi Reykjavíkur í Egilshöllinni sl laugardag.  Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði í loftskammbyssu með 560 stig en Guðmundur H.Christensen einnig úr SR sigraði í keppni með loftriffli, aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu. Nánar um úrslitin hér.

3. okt. 07.  Nýjar öryggisreglur á æfingasvæðum félagsins hafa tekið gildi.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að taka í gildi nýjar öryggisreglur fyrir öll æfingasvæði félagsins. Nýju reglurnar grundvallast á almennri skynsemi í ungengni um byssur og meðhöndlun þeirra. Einnig er tekið á nokkrum atriðum sem varða ábyrgð einstaklinga á æfingasvæðum félagsins, sem jafnframt geta varðað tryggingar og skotvopnaleyfi. Einnig hefur stjórnin ákveðið að láta framleiða félagsskirteini sem send verða félagsfólki með greitt árgjald um leið og þau verða tilbúin. Öryggisreglurnar hafa þegar tekið gildi og er skotstjórum félagsins skylt að framfylgja þeim.
Nýju öryggisreglurnar eru hér og einnig undir " Lög og Reglur ".

26. sept. 07  Opnað verður í Egilshöll 2. okt. nk.
Opið verður frá mánudögum til fimmtudaga frá kl.: 19:00 til 21:00, nema fimmtudaga til kl 22:00. Opnað verður fyrir æfingar á laugardögum 1. nóvember og verður opið frá kl.: 10:00 til 13:00.
Stjórn félagsins minnir á að æfingaaðstaðan er opin fyrir alla þá sem áhuga hafa á skotfimi með loftbyssum og cal.22 rifflum, hvort sem fólk er félagsbundið eða ekki. Fólki sem á þessa " venjulegu .22 riffla " er sérstaklega bent á að nýta sér aðstöðuna  til æfinga í vetur. Sérstakir byrjendatímar eru á fimmtudögum. Nánari upplýsingar um æfingatíma eru hér og allar nánari upplýsingar fást hjá æfingastjóra á æfingatímum.

19. sept 07.   Staðan óbreytt á Álfsnesi.
Enn er unnið er við að keyra efni á mengunarvarna-svæðið við haglavellina og í hljóðmanir til að draga úr væntanlegum hávaða frá svæðinu. Nokkrar kvartanir hafa borist vegna skothvella á nokkrum stöðum við Esjuna, en nú er kappkostað að gera allt sem hægt er til að draga úr hljóðmengun frá svæðinu, m.a. verða reistar hljóðmanir framan við haglavellina, sem munu draga úr að hljóð berist yfrir Kollafjörðinn. Ef engar tafir verða á keyrslunni, má búast við að það taki a.m.k. tvær vikur að klára efnisflutningana. Óljóst er hvenær starfsleyfi verður gefið út fyrir svæðið.

9. sept. 07.  Opnun svæðisins á Álfsnesi enn óljós.
Félagið hefur fengið undanþágur hjá heilbrigðisyfirvöldum undanfarna laugardaga til að halda skotvopnanámskeið og Íslandsmótið í Skeet.  Ekki hefur fengis undanþága til námskeiðahalds á sunnudögum, en þó fékkst leyfi til að halda Íslandsmótið á laugardag og sunnudag á dögunum. Eingöngu hefur fengist leyfi til að halda námskeiðin milli kl. 10:00 og 15:00 á laugardögum.
Aðal ástæða þess að svæðið verður ekki opnað á næstunni er hljóðmengun frá svæðinu. Farið verður í að hanna manir fyrir framan haglavellina til að draga úr hljóðmengun frá völlunum. Það verk verður unnið af verkfræðingum í samráði við stjórn félagsins. Ef tilraunir með hljóðmanir reynast vel og duga til að draga úr hljóðmengun er líklegt að starfsleyfi fáist fljótlega. Talið er að manir dragi úr hljóði frá haglavöllunum um a.m.k. 15 desibel, en bráðabirgða tilraunir hafa þegar verið gerðar við þær manir sem eru núþegar á svæðinu og virðast manirnar draga verulega úr hljóði út á Kollafjörðinn og draga  einnig úr bergmáli við Esjuna, sem virðist vera mesta vandamálið. Þess skal getið að svæðið var hljóðmælt árið 2003 af heilbrigðisyfirvöldum, þ.e. áður en framkvæmdir hófust og gerðu heilbrigðisyfirvöld engar athugasemdir við staðsetningu svæðisins þá.

2. sept 07  Myndir frá nokkrum mótum í sumar.
Linkur á mydnasíðu.

27. ágúst 07.  Formaður SÍH óskar félaginu til hamingju með nýja og glæsilega aðstöðu á Álfsnesi.
Ferdinad Hansen, formaður Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar afhendir formanni Skotfélags Reykjavíkur, Hilmari Ragnarssyni, veglega gjöf í tilefni opnunar svæðisins. Ferdinad óskaði félaginu velfarnaðar á nýju svæði við þetta tækifæri.
Mikil ánægja var meðal mótsgesta og keppenda með skotsvæði félagsins og þykir aðstaðan til keppni og æfinga í haglabyssugreinum til fyrirmyndar. Stjórn félagsins þakkar hlýhug mótsgesta og prúðmannlega framkomu keppenda á mótinu um helgina. Eins og sjá má af myndum er félagsaðstaðan ekki enn fullkláruð, en stefnt er á að hún verði tilbúin fyrir áramót. Nú er hafin keyrsla jarðvegs í mengunarsævðið fyrir framan haglavellina eftir stutt hlé vegna íslandsmótsins og eins og fram hefur komið hefur svæðinu verið lokað aftur fyrir æfingar, en undanþága fékkst hjá heilbrigðisyfirvöldum til að halda mótið um helgina.  Opnun svæðisins fer að mestu eftir framkvæmdarhraða við mengunarvarnir og mun opnunin verða tilkynnt hér á síðunni þegar nær dregur.
Hafnfirðingar komu, sáu og sigruðu á Íslandsmótinu um helgina, en þeir lönduðu fimm Ísl.m. titlum af sjö mögulegum. Fórir keppendur kepptu fyrir SR á mótinu að þessu sinni, þeir Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Alfreð Karl Alfreðsson og Bragi Þór Jónsson. Árangur keppenda SR verður að teljast góður, en Halldór skaut 93 dúfur af 125 mögulegum fyrir finale, Guðmundur Kr. skaut 101, Alfreð Karl 102 og Bragi Þór 103 dúfur. Bragi Þór hafnaði í fjórða sæti með samtals 126 dúfur eftir glæsilegan finale, þar sem hann skaut 23 dúfur af 25 mögulegum, en sigurvegari mótsins skaut  samtals þremur dúfum fleiri, eða 129 dúfur.  Líklegt verður að teljast að SR - menn láti til sín taka á næsta tímabili í haglagreinum eftir að æfingar hefjast á ný á næstu mánuðum eftir sjö ára aðstöðuleysi.

26. ágúst 07.  Íslandsmótinu í Skeet 2007 lauk í dag með sigri Bjarna Viðari Jónssyni úr SÍH.
Seinni hluti mótsins fór fram í dag við góð skilyrði, björtu veðri og 14 stiga hita. Bjarni Viðar Jónsson úr SÍH varð Íslandsmeistari efir bráðabana við Örn Vandimarsson úr SÍH. 
Hákon Juhlin Þorsteinsson úr SÍH, varð Íslandsmeistari unglinga og A-lið SÍH varð Íslandsmeistari í liðakeppni.  Nánar um úrslit mótsins

25. ágúst 07.  Fyrri degi í Íslandsmótinu í Skeet er lokið.
Mótið gekk mjög vel í dag þrátt fyrir töluverðan vind.  Á morgun, 26. ágúst hefst seinni dagurinn kl.: 10::00 með fyrrsta riðli dagsins og lýkur mótinu kl.: 14:45 með úrslitakeppni ( finale ) sex efstu keppenda á mótinu. Skorið úr úrslitakeppninni legst við heildar árangur keppenda og sigrar sá sem skorar flest stig úr fimm umferðurm auk úrslitahringsins. Á morgun er útlit fyrir spennandi dag þar sem nokkrir efstu keppendurnir í mótinu eru nokkur jafnir að stigum.
Bjarni V.Jónsson er efstur á mótinu með 65 stig af 75 mögulegum. Á hæla hans með 63 stig er Örn Valdimarsson og svo í því þriðja jafnir að stigum með 62 stig þeir Alfreð Karl Alfreðsson og Sigurþór Jóhannesson. Veðrið hefur aðeins verið að hrella skotmenn en í dag hefur verið hvöss norðvestan átt 10-14 m/sek en bjart og rigningarlaust og 13 stiga hiti. Á morgun er spáð norðlægri vindátt, minni vindi, frekar björtu og um 12 stiga hita. 

24. ágúst 07.  Riðlaskipting og tímatafla fyrir Íslandsmótið í Skeet á Álfsnesi 25 - 26 ágúst.
Tímatafla

21. ágúst 07.  Æfingatímar á haglavelli félagsins fyrir Íslandsmeistaramótið í SKEET !
Haglavellir félagsins verða opnir fimmtudag kl.: 17:00 til 21:00 og föstudag kl.: 15:00 til 21:00.
Athugið að æfingatímarnir eru eingöngu fyrir skráða keppendur í Íslandsmótið í Skeet !

18. ágúst 07.  Íslandsmótið í SKEET verður haldið hjá Skotfélagi Reykjavíkur á Álfsnesi.
Heilbrigðisyfirvöld í Reykjavík hafa gefið undanþágu til að halda íslandsmótið í Skeet um næstu helgi. Nokkrir æfingadagar fyrir mót er einnig heimilaðir, en svæðinu verður lokað aftur eftir mótið, eða þar til uppfyllingu á blýmengunarsvæði er lokið.

6. ágúst 07.  Opnun svæðisins á Álfsnesi óljós.
Margar fyrirspurnir um opnun svæðisins hafa borist stjórn félagsins að undanförnu. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með fréttum hér á síðunni sl. misseri hefur það ekki verið í valdi stjórnar hvenær svæðiði verði opnað. Það vita allir sem fylgst hafa með hér á síðunni hvernig staða félagsins er gagnvart borgaryfirvöldum og hvernig stjórn félagsins hefur þurft að semja við Framkvæmdasvið borgarinnar um allar framkvæmdir sem unnar hafa verið á svæinu hverju sinni. Fjármögnun svæðisins hefur verið í höndum Framkvæmdasviðs borgarinnar og félaginu hefur verið úthlutað ákveðini upphæð fyrir hvert ár. Framkvæmdir hafa síðan ráðist af fjármagni hverju sinni og nú þegar liðið er á seinnihluta ársins 2007 er loks farið að sjá fyrir endan á framkvæmdum á svæðinu. Félagsmenn hafa sýnt ómetanlega biðlund við gerð svæðisins, enda eru flestir félagsmenn sem hafa skilning á þeim gríðarlega kostnaði sem fylgir slíkri framkvæmd, sem skotsvæðið er. Þegar upp verður staðið verður skotsvæðið á Álfsnesi löglegt til mótahalda á alþjóðamælikvarða og væntanlega munu félagsmenn verða stoltir af svæði sínu til framtíðar. Á svæðinu er áætlað að halda alþjóðamót á næstu misserum í riffil- og haglabyssugreinum, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni. Það er tiltölulega fljótlegt að reisa skotvöll til æfinga fyrir almenning og þá sem vilja stilla riffla til veiða eða æfinga fyrir fuglaveiðar með haglabyssum. En svæði félagsins, sem verður opnað á næstunni, er fyrst og fremst íþróttasvæði, sem þarf að uppfylla ströngustu skilyrði Alþjóðaskotsambandsins, ISSF, til að það sé löglegt til mótahalds á alþjóðamælikvarða og þess vegna m.a. tekur það tíma og aukin kostnað, sem er langt umfram þann kostnað sem þarf fyrir skotsvæði sem þarf ekki að uppfylla þessi skilyrði og eru einungis til æfinga fyrir veiðimenn. Svæðið sem Skotfélag Reykjavíkur er að reisa er eins og áður sagði fyrst og fremst fyrir íþróttaiðkunn, en á svæðið verða allir velkomnir til æfinga hvort sem það er til íþróttaæfinga, æfinga fyrir veiði með haglabyssum, rifflum eða til tómstundaskotfimi. Skotfélag Reykjavíkur mun kappkosta að veita öllum þeim sem með byssur fara á einn eða annan hátt aðstöðu til æfinga á svæðinu. Stjórn félagsins biður áhugafólk um skotfimi ýmiskonar að sína biðlund um opnun svæðisins, en opnunardagssetningin er ekki alfarið í höndum stjórnar, en þar koma m.a. heilbrigðisyfirvöld til með að ákveða dagssetningu m.a. vegna mengunarvarna ofl. Síðast en ekki síst ræðst opnun svæðisins af fjármögnun á lokafrágangi svæðisins, sem Framkvæmdasvið Reykjavíkur mun ákveða í samráði við stjórn félagsins.

1. ágúst 07.  Grasið sprettur á Álfsnesi.
Sáningi í svæðið virðist hafa tekis vel og eftir vætuna undanfarið hefur grasið tekið kipp er það komið vel á veg.
Engar nánari fréttir eru af opnun svæðisins, en eftir helgi verður haft samband við heilbrigðisyfirvöld um starfsleyfi svæðisins og mun þá koma í ljós hvenær starfsemi mun hefjast á svæðinu.
 


28. júlí 07.
Nokkrar myndir af skotsvæði félagsins á Álfsnesi í dag !
Allar manir á svæðinu eru fullkláraðar og keyrsla í mengunarvarnir við haglavellina er hafin á ný eftir nokkurt hlé.
  
 

24. júlí 07.  Skotsvæði félagsins á Álfsnesi opnað í águst !
Lokið er við að sá grasfræi í allar manirnar á svæðinu, en eftir er að sá í mengunarklæðninguna við haglavellina.
Efnisflutningur í mengunarklæðninguna fyrir neðan haglavellina gengur hægt vegna efniskskorts, en von til að úr rætist næstu daga að sögn Framkvæmdsviðs Rvk. Gríðarlegt magn er þegar komið á svæðið, en sá verktaki sem átti að keyra mesta magnið inná svæðið hefur ekki getað hafið gröft á byggingasvæði sínu vegna dráttar á byggingaleyfi. Viðgerð og smíði á félagsheimilunum gengur vel og battarnir á riffilvöllin eru í smíðum. Reiknað er með að svæðið verði opnað í águst ef ekki verða frekari tafir,  en félagið þarf að fullnægja kröfum heilbrigðiseftirlitsins um mengunarvarnir vegna væntanlegrar blýmengunar áður en starfsleyfi fæst.

15. júlí 07.  Lokafrágangur á jarðvegsvinnu er hafin á skotsvæði félagsins á Álfsnesi.
 Unnið er við að klára frágang mana með jarðýtu og gröfu. Verkið mun taka nokkra dag og verður sáð í manirnar jafnóðum og þær klárast. Á föstudag var sáð í manirnar umhverfis riffilbanan. Ætlunin er að vökva grasfræið með tankbíl næstu daga, en rigningu er ekki spáð fyrr en næsta fimmtudag. Viðgerð félagshúsana gengur eftir áætlun og er verið að reisa tengibygginguna. Búið er að jafna riffilbanan og um helgina var byrjað á að jafna jarðveg og manir umhverfis haglavellina. Nokkrar tafir hafa orðið á keyrslu í svæðið framan við haglavellina, en búist er við að sú vinna fari á fulla ferð í næstu viku. Uppsetning batta á riffilvöllinn mun hefjast fljótlega, en nokkrar tafir hafa orðið á þeirri framkvæmd. Skotsvæðið mun ekki verða opnað fyrr en heilbrigðisyfirvöld hafa tekið svæðið út og gefið starfsleyfi. Tímasetning opnunar fer m.a. eftir því hve hratt  framkvæmdir við keyrsluna á jarðvegi við haglavellina gengur. Nokkur brögð hafa verið á því að menn hafa farið inn á svæðið til að stunda skotæfingar, en öll meðferð skotvoppna er stranglega bönnuð á svæðinu þar til svæðið verður opnað. Stjórn félagsins hefur óskað eftir því við lögreglu að vakta svæðið og er það nú vaktað allan sólarhringinn.

7. júlí 07.  Skotsvæðið Álfsnesi.
Keyrsla á jarðvegi gengur ágætlega í svæðið, en reiknað er með að uþb. helmingur sé komin af þeim jarðvegi sem þarf til að klæða svæðið sem á að taka við höglunum við haglavellina. Á næstu dögum bætist enn einn aðili í keyrsluna, sem væntalega mun auka afköstin til muna. Ekki er hæt að segja til um hvenær þessari framkvæmd lýkur. Nokkrar tafir hafa orðið á framkvæmdum við uppsetningu batta á riffilvellinum vegna anna hjá þeim sem vinna verkið, en verið er að afla efnis í battana og einnig er verið að ljúka við að ganga frá mönum umhverfis riffilbanan. Verið er að reisa tengibyggingu við félagsheimilið, en verklok við viðgerðir á húsakosti félagsins eru áætluð í lok ágúst.

19. júní 07.  Skotsvæðið á Álfsnesi.
Á fundi á föstudaginn með Heilbrigðiseftirliti og Umhverfis-og Tæknisviði var ákveðið að fylla hlíðina fyrir framan skeet vellina með jarðvegi sem hægt yrði að skipta út þegar blýmagn yrði komið á hættumörk, samkvæmt mælingum sem yrðu gerðar á nokkurra ára fresti. Um gríðarlegt efnismagn er að ræða og mun það taka einhvern tíma að keyra þessu á staðinn og jafna því út með stórvirkum jarðvinnuvélum. Aksturinn hófst í morgun og eru 10-12 trailerar í stanlausum akstri með efni á staðinn. Einnig er vinna við félagsheimilin í fullum gangi. Svæðið verður ekki opnað fyrr en jarðvegsframkvæmdum lýkur og heilbrigðisyfirvöld gefa starfsleyfi.
Myndirnar hér að neðan voru teknar á Álfsnesi í dag.

12. júní 07.  Biðstaða á Álfsnesi.
Heilbrigðiseftirlit Rvk. framkvæmdi hljóðmælingar á svæðinu í dag og verður skotsvæði félagsins ekki opnað fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr þeim mælingum. Árið 2003 voru framkvæmdar hljóðmælingar á svæðinu og engar athugasemdir gerðar við hávaða á þeim tíma. Á dögunum var félaginu bannað að opna haglavellina vegna blýmengunar og nú hefur verið ákveðið að keyra mold yfir það svæði þar sem höglin lenda og sá í það með grasfræi. Með þessu móti verður hægt að hreinsa blýhögl úr yfirborði jarðvegsins þegar þörf er á. Um er að ræða uþb 100þús rúmmetra af jarðvegi og er reiknað með að það taki tvær vikur að keyra í svæðið. Ekki verður hafist handa við að keyra í svæðið fyrr en eftir næstu helgi.

8. júní 07.  Frá Smáþjóðaleikunum í Mónakó, fréttin er af vef STÍ í dag.
Myndir frá Smáþjóðaleikunum í Mónakó dagana 4. - 9.júní 2007. Steinar Einarsson formaður STÍ var fararstjóri skotmanna, Jón S. Ólason þjálfari skammbyssuliðsins, Ásgeir Sigurgeirsson hlaut gullið í loftskammbyssu, Þorsteinn Guðjónsson lenti í 5.sæti í sömu grein, Jórunn Harðardóttir hlaut bronsverðlaun í loftskammbyssu kvenna og Kristína Sigurðardóttir hafnaði í 8.sæti. Í loftriffli lenti Jórunn Harðardóttir í 10.sæti. Í loftriffli karla endaði Guðmundur Helgi Christensen í 7.sæti og Arnfinnur Jónsson í 11.sæti.
Hér að neðan má sjá Ásgeir með Forseta Íslands eftir sigurinn, mynd af Ásgeiri í skotstöðu í úrlsitunum, frá verðlaunaafhendingunni í karla og kvennaflokki þar sem Jórunn tók við bronsinu og svo að lokum mynd af hópnum í heild sinni
.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

7. júní 07.  Ásgeir með GULLIÐ og Jórunn með BRONSIÐ og NÝTT ÍSLANDSMET í dag á Smáþjóðaleikunum í Mónakó !
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur vann gullið í Loftskammbyssu Karla á Smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Ásgeir, sem var í fyrsta sæti fyrir úrslit, skaut samtals 95,6 stig í úrslitunum og var samtals með 659,6 stig í fyrsta sæti.
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur vann bronsið í Loftskammbyssu Kvenna. Jóunn, sem var í öðru sæti fyrir úrslit, skaut samtals 94,3 stig í úrslitunum og var samtals með 459,3 stig í þriðjasæti.
Þess ber að geta að karlakeppnin er 60 skot og 10 skot í úrslitum, en kvennakeppnin er 40 skot og 10 skot í úrslitum. Hvert skot í forkeppninni, bæði í karla- og kvennakeppninni, gefur mest 10 stig og í úrslitum gefur hvert skot mest 10,9 stig.
Stórglæsilegur árangur hjá okkar fólki í dag og við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Myndirnar til vinstri eru af Ásgeiri og Jórunni.

Nánari fréttir verða birtar á vef STÍ um leið og þær berast.
  Fylgist einnig með úrslitum frá Mónakó hér.

6. júní 07.  Frá Smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag.
Guðmundur Helgi Christensen komst í úrslit og hafnaði að lokum í sjöunda sæti á 559+96,7= 655,7 stigum , aðeins tveimur stigum frá Íslandsmeti sínu. Arnfinnur Jónsson endaði sína keppni á 530 stigum en komst ekki í úrslit. Fínn árangur hjá okkar fólki í dag. Á morgun er svo keppt í Loftskammbyssu og fylgjumst við með tölunum þaðan jafnharðan og þær berast.
Jórunn skaut 90 stig í síðustu hrinu og endaði á 374 stigum og hafnaði í 10.sæti og komst ekki í úrslit en 8 efstu keppa þar. Guðmundur Helgi og Arnfinnur keppa svo í Loftriffli kl.14 í dag. fréttin er af vef STÍ.

5. júní 07.  Landsmótinu á Álfsnesi frestað um óákveðinn tíma.
Landsmóti í Skeet sem halda átti á velli Skotfélags Reykjavíkur þann 2.júní og frestað var um viku, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um að veita ekki undanþágu til mótsins.

4. júní 07. Keppendur héldu utan í gær til Mónakó.
Í gær héldu keppendur íslands í loftbyssugreinum utan til keppni á Smáþjóðaleikana í Mónakó.  Keppt verður í Loftriffli á miðvikudaginn og í Loftskammbyssu á fimmtudaginn. Í loftskammbyssu keppa Ásgeir Sigurgeirsson, Þorsteinn Þór Guðjónsson, Kristína Sigurðardóttir og Jórunn Harðardóttir. Í loftriffli keppa Guðmundur Helgi Christensen, Arnfinnur Jónsson og Jórunn Harðardóttir.

3. júní 07. Riffilvöllurinn á Álfsnesi.
Enn er ekki búið að klára manirnar umhverfis riffilvöllinn, en það hefur dregist á langinn vegna bleytu og einnig vegna þess að ýtan er einnig i öðrum verkefnum. Reiknað er með að ýtan komi á svæðið í næstu viku og vonandi tekst að klára manirnar í þeirri törn undir sáningu, en áætlað er að sá í allt svæðið um miðjan mánuðinn. Nú eftir helgi er stefnt að því að klára battana á 100 metra færinu og bakstoppið á sama færi, en félagið hefur fengið lánaða gröfu í það verk. Einng verður sett upp kúlugildra á bitana sem standa útúr skýlinu til að lágmarka möguleikan á að kúlur fari upp fyrir manirnar á vellinum. Síðar verður sett um kúlugildra út á riffilbanan, sem er nokkursskonar hlið sem skotmenn skjóta í gegnum til að tryggja að kúlur fari ekki útúr vellinum. Þetta er dýrt mannvirki og ekki víst hvenær hægt verður að ráðast í það verk.  Nokkur girðingavinna er eftir, m.a. til hliðana við skýlið til að loka fyrir umferð inn á skotbanan. 18 skotborð eru tilbúin inni í skýlinu og verið er að leita að heppilegum stólum við þau.  Nokkur smáverk eru eftir í skýlinu, en þau koma ekki til með að tefja að skýlið verði opnað.  Ætlunin er að opna riffilvöllinn um leið og 100 metra battinn er kominn upp með bakstoppinu og girðingin komin á sinn stað. Síðan verður haldið áfram að setja upp batta og bakstopp á m.a. 200- og 300 metra færin. Það skal tekið fram að félagið hefur fengið bráðabirgða-starfsleyfi vegna skotiðkunnar hjá lögreglu, en Heilbrigðiseftirlitið hefur gert kröfur um nokkur atriði varðandi riffilbanan sem félagið mun uppfylla.

2. júní 07.  Ásgeir Sigurgeirsson lýkur keppnistímabilinu á að jafna Íslandsmet !
Ásgeir hefur verið að bæta skor sitt um 1 stig í hverju móti, sem hann hefur tekið þátt í undanfarið og er hann til alls líklegur á næstu misserum.
Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum var haldið 30. maí í Egilshöllinni. Þar bar hæst árangur Ásgeirs Sigurgeirssonar í loftskammbyssu, 576 stig, en það er jöfnun á gildandi Íslandsmeti sem Ólafur Jakobsson setti árið 1993. Þetta lofar góðu hjá honum fyrir smáþjóðaleikana sem verða í Mónakó dagana 4.-9.júní en Ásgeir er þar meðal keppenda ásamt öðrum landsliðsmönnum okkar einsog sjá má í frétt okkar frá 30.apríl hér að neðan. Annars eru úrslit mótsins eru hérna.

2. júní 07. Stutt saga um Skotfélagið sem sögð var í útvarpinu.
"
Þannig var háttur á hafður á skotsvæði Skotfélags Reykjvíkur við Skothúsveg að hlaðin var steinvarða við enda skotbrautarinnar og var skotmarki úr timbri  stillt upp við hana. Guðmundur sem var utangarðsmaður í Reykjavík á þessum tíma hafði þann starfa að standa á bak við vörðuna þegar skotæfingar voru haldnar. þegar hlé var gert á skothríðinni fór Guðmundur fram fyrir vörðuna og benti með flaggi á hvar skotin höfðu hitt í skífuna og af þessu fékk hann viðurnefnið vísir. Þar sem timbur skotskífur entust illa var síðar tekin í notkun skotskífa úr stáli og sagði Guðmundur Vísir starfi sínu lausu fljótlega eftir það".

2. júní 07.  Svar stjórnar SR vegna lokunar Skeetvalla félagsins.
Bréfið var sent til stjórnsýslunnar í Reykjavík og íþróttayfirvalda m.a.

Þá er það orðið ljóst að Reykjavíkurborg veitir Reykjavíkurborg ekki leyfi til að nota nýtt haglabyssusvæði sem hefur verið að rísa á undanförnum 5 árum eða frá því að lokað var á starfsemi Skotfélags Reykjavíkur í Grafarholti.

Krafan um að hægt sé að skipta um jarðveg á haglavöllunum gerir það að verkum að viðbótarkostnaður við þá aðgerð mun verða á bilinu 20-25 milljónir ! (magnið af jarðvegi sem keyra þarf á svæðið er á bilinu 150-200þús rúmmetrar)  Telja verður að það sé aðgerð sem muni seint hljóta samþykki innan stjórnsýslunnar, þannig að enn og aftur á að draga Skotfélag Reykjavíkur á asnaeyrunum og hindra það í að opna svæði sitt.

 Tillaga okkar um lausn er að einfaldast sé að leyfa skotfimi ofaní urðina, þar sem hvort eð er nánast ekkert líf er, nema hvað rottur og minkar eru þar á víð og dreif, og síðan eftir einhver 10-15 ár verði fundin leið til að hylja það svæði eða hreinsa, með það í huga að þá verði komin lausn á því hvernig koma skal slíkum jarðvegi til varanlegrar geymslu eða eyðingar, en slíkt er ekki hægt hér á landi sem stendur.

 Reyndar er það álitamál hvaða skaða blý í jarðvegi sem er á Álfsnesinu hafi og margir á þeirri skoðun að þar sem það sé staðbundið í urð og grjóti og engin hætta á að það berist í neysluvatn, sé því vel fyrir komið í slíkri geymslu. Heyrst hefur að meginástæðan sé að orðið BLÝ sé neikvætt í umhverfisumræðunni og því beri að hindra notkun þess sem við mest getum.

Sem dæmi má nefna að jarðvegur sá sem skafinn var ofan af gamla svæði Skotfélagsins í Grafarholti, er í nokkrum opnum gámum á geymslusvæðinu í Hafnarfirði og hefur verið þar óhreyfður síðan haustið 2000.

Komið hefur í ljós að embætti Borgarverkfræðings vissi af þessari kröfu Heilbrigðiseftirlits þegar árið 2003 þegar fyrir lá að setja ætti upp skotsvæðið á Álfsnesinu. Þrátt fyrir það var skotvöllum hnikað til svo koma mætti fyrir vélhjólabraut á sama svæði og við það færðust allir skotvellirnir nær sjó og þar með var svæði það sem hefði getað verið fyrir framan haglavellina og auðhreinsanlegt væri, orðið að óhreinsanlegri urð. Munar þar um 100 metrum sýnist okkur og því fór sem fór.

Reyndar er með ólíkindum að nú rétt áður en átti að fara að prufukeyra svæðið vakna einhverjir í kerfinu við vondan draum og setja málið í þennan hnút sem orðinn er.  

1. júní 07.  SR er bannað að halda Landsmóti í Skeet á Álfsnesi sem halda átti á morgun 2. júní !
Heilbrigðiseftirlit bannar félaginu að halda mótið á morgun vegna blýmengunar. Sjá tölvupóst sem barst félaginu eftir hádegið í dag hér að neðan.  Stjórn félagsins mun kynna niðurstöðu málsins við fyrsta tækifæri.

"Erindi ykkar vegna bráðabirgðaleyfis fyrir landsmót STÍ um helgina hefur nú verið lagt fyrir yfirstjórn Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og telur hún að ekki sé hægt að veita undanþágu fyrir notkun á haglabyssuskotvelli nema tryggt sé að blýhögl berist ekki í jarðveg sem ekki er hægt að hreinsa skv. kröfum í starfsleyfi.  Til að undanþága verði veitt þyrftu að koma til aðgerðir til að hindra að blýhögl berist í jarðveg neðan við skotæfingasvæðið.

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar getur því ekki veit Skotfélagi Reykjavíkur undanþágu frá notkun á haglabyssuskotæfingasvæði í Álfsnesi fyrir umrætt landsmót og æfingar tengdar því, miðað við aðstæður eins og þær eru í dag.

Frekari upplýsingar um þennan úrskurð sviðsins má fá hjá Erni Sigurðssyni sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar eða Árnýju Sigurðardóttur skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlit og vöktunar hjá Umhverfissviði, í Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða í síma 411 8500. "

3. júní 07. Riffilvöllurinn á Álfsnesi.
Enn er ekki búið að klára manirnar umhverfis riffilvöllinn, en það hefur dregist á langinn vegna bleytu og einnig vegna þess að ýtan er einnig i öðrum verkefnum. Reiknað er með að ýtan komi á svæðið í næstu viku og vonandi tekst að klára manirnar í þeirri törn undir sáningu, en áætlað er að sá í allt svæðið um miðjan mánuðinn. Nú eftir helgi er stefnt að því að klára battana á 100 metra færinu og bakstoppið á sama færi, en félagið hefur fengið lánaða gröfu í það verk. Einng verður sett upp kúlugildra á bitana sem standa útúr skýlinu til að lágmarka möguleikan á að kúlur fari upp fyrir manirnar á vellinum. Síðar verður sett um kúlugildra út á riffilbanan, sem er nokkursskonar hlið sem skotmenn skjóta í gegnum til að tryggja að kúlur fari ekki útúr vellinum. Þetta er dýrt mannvirki og ekki víst hvenær hægt verður að ráðast í það verk.  Nokkur girðingavinna er eftir, m.a. til hliðana við skýlið til að loka fyrir umferð inn á skotbanan. 18 skotborð eru tilbúin inni í skýlinu og verið er að leita að heppilegum stólum við þau.  Nokkur smáverk eru eftir í skýlinu, en þau koma ekki til með að tefja að skýlið verði opnað.  Ætlunin er að opna riffilvöllinn um leið og 100 metra battinn er kominn upp með bakstoppinu og girðingin komin á sinn stað. Síðan verður haldið áfram að setja upp batta og bakstopp á m.a. 200- og 300 metra færin. Það skal tekið fram að félagið hefur fengið bráðabirgða-starfsleyfi vegna skotiðkunnar hjá lögreglu, en Heilbrigðiseftirlitið hefur gert kröfur um nokkur atriði varðandi riffilbanan sem félagið mun uppfylla.

2. júní 07.  Ásgeir Sigurgeirsson lýkur keppnistímabilinu á að jafna Íslandsmet !
Ásgeir hefur verið að bæta skor sitt um 1 stig í hverju móti, sem hann hefur tekið þátt í undanfarið og er hann til alls líklegur á næstu misserum.
Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum var haldið 30. maí í Egilshöllinni. Þar bar hæst árangur Ásgeirs Sigurgeirssonar í loftskammbyssu, 576 stig, en það er jöfnun á gildandi Íslandsmeti sem Ólafur Jakobsson setti árið 1993. Þetta lofar góðu hjá honum fyrir smáþjóðaleikana sem verða í Mónakó dagana 4.-9.júní en Ásgeir er þar meðal keppenda ásamt öðrum landsliðsmönnum okkar einsog sjá má í frétt okkar frá 30.apríl hér að neðan. Annars eru úrslit mótsins eru hérna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. júní 07. Stutt saga um Skotfélagið sem sögð var í útvarpinu.
"
Þannig var háttur á hafður á skotsvæði Skotfélags Reykjvíkur við Skothúsveg að hlaðin var steinvarða við enda skotbrautarinnar og var skotmarki úr timbri  stillt upp við hana. Guðmundur sem var utangarðsmaður í Reykjavík á þessum tíma hafði þann starfa að standa á bak við vörðuna þegar skotæfingar voru haldnar. þegar hlé var gert á skothríðinni fór Guðmundur fram fyrir vörðuna og benti með flaggi á hvar skotin höfðu hitt í skífuna og af þessu fékk hann viðurnefnið vísir. Þar sem timbur skotskífur entust illa var síðar tekin í notkun skotskífa úr stáli og sagði Guðmundur Vísir starfi sínu lausu fljótlega eftir það".

2. júní 07.  Svar stjórnar SR vegna lokunar Skeetvalla félagsins.
Bréfið var sent til stjórnsýslunnar í Reykjavík og íþróttayfirvalda m.a.

Þá er það orðið ljóst að Reykjavíkurborg veitir Reykjavíkurborg ekki leyfi til að nota nýtt haglabyssusvæði sem hefur verið að rísa á undanförnum 5 árum eða frá því að lokað var á starfsemi Skotfélags Reykjavíkur í Grafarholti.

Krafan um að hægt sé að skipta um jarðveg á haglavöllunum gerir það að verkum að viðbótarkostnaður við þá aðgerð mun verða á bilinu 20-25 milljónir ! (magnið af jarðvegi sem keyra þarf á svæðið er á bilinu 150-200þús rúmmetrar)  Telja verður að það sé aðgerð sem muni seint hljóta samþykki innan stjórnsýslunnar, þannig að enn og aftur á að draga Skotfélag Reykjavíkur á asnaeyrunum og hindra það í að opna svæði sitt.

 Tillaga okkar um lausn er að einfaldast sé að leyfa skotfimi ofaní urðina, þar sem hvort eð er nánast ekkert líf er, nema hvað rottur og minkar eru þar á víð og dreif, og síðan eftir einhver 10-15 ár verði fundin leið til að hylja það svæði eða hreinsa, með það í huga að þá verði komin lausn á því hvernig koma skal slíkum jarðvegi til varanlegrar geymslu eða eyðingar, en slíkt er ekki hægt hér á landi sem stendur.

 Reyndar er það álitamál hvaða skaða blý í jarðvegi sem er á Álfsnesinu hafi og margir á þeirri skoðun að þar sem það sé staðbundið í urð og grjóti og engin hætta á að það berist í neysluvatn, sé því vel fyrir komið í slíkri geymslu. Heyrst hefur að meginástæðan sé að orðið BLÝ sé neikvætt í umhverfisumræðunni og því beri að hindra notkun þess sem við mest getum.

Sem dæmi má nefna að jarðvegur sá sem skafinn var ofan af gamla svæði Skotfélagsins í Grafarholti, er í nokkrum opnum gámum á geymslusvæðinu í Hafnarfirði og hefur verið þar óhreyfður síðan haustið 2000.

Komið hefur í ljós að embætti Borgarverkfræðings vissi af þessari kröfu Heilbrigðiseftirlits þegar árið 2003 þegar fyrir lá að setja ætti upp skotsvæðið á Álfsnesinu. Þrátt fyrir það var skotvöllum hnikað til svo koma mætti fyrir vélhjólabraut á sama svæði og við það færðust allir skotvellirnir nær sjó og þar með var svæði það sem hefði getað verið fyrir framan haglavellina og auðhreinsanlegt væri, orðið að óhreinsanlegri urð. Munar þar um 100 metrum sýnist okkur og því fór sem fór.

Reyndar er með ólíkindum að nú rétt áður en átti að fara að prufukeyra svæðið vakna einhverjir í kerfinu við vondan draum og setja málið í þennan hnút sem orðinn er.  

1. júní 07.  SR er bannað að halda Landsmóti í Skeet á Álfsnesi sem halda átti á morgun 2. júní !
Heilbrigðiseftirlit bannar félaginu að halda mótið á morgun vegna blýmengunar. Sjá tölvupóst sem barst félaginu eftir hádegið í dag hér að neðan.  Stjórn félagsins mun kynna niðurstöðu málsins við fyrsta tækifæri.

"Erindi ykkar vegna bráðabirgðaleyfis fyrir landsmót STÍ um helgina hefur nú verið lagt fyrir yfirstjórn Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og telur hún að ekki sé hægt að veita undanþágu fyrir notkun á haglabyssuskotvelli nema tryggt sé að blýhögl berist ekki í jarðveg sem ekki er hægt að hreinsa skv. kröfum í starfsleyfi.  Til að undanþága verði veitt þyrftu að koma til aðgerðir til að hindra að blýhögl berist í jarðveg neðan við skotæfingasvæðið.

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar getur því ekki veit Skotfélagi Reykjavíkur undanþágu frá notkun á haglabyssuskotæfingasvæði í Álfsnesi fyrir umrætt landsmót og æfingar tengdar því, miðað við aðstæður eins og þær eru í dag.

Frekari upplýsingar um þennan úrskurð sviðsins má fá hjá Erni Sigurðssyni sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar eða Árnýju Sigurðardóttur skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlit og vöktunar hjá Umhverfissviði, í Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða í síma 411 8500. "

28. maí. 07  Reykjavíkurmótið færist yfir á miðvikudag 30 maí. ATH !   BREYTTA DAGSSETNINGU !
Reykjavíkurmótið í Loftskammbyssu - muna skráningu á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Reykjavíkurmótið í Loftskammbyssu og loftriffli verður haldið í Egilshöllinni miðvikudaginn 30.maí og hefst það kl.18. Skráningar þurfa að berast Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. sem allra fyrst.

22. maí 07.   Kastvélar á haglavellina á Álfsnesi voru fluttar á svæðið í dag.
Kastvélar á haglavellina voru fluttar á svæðið í dag og unnið er við að setja þær niður. Verið er að gera allt klárt fyrir mótið 2. júní og stefnt er að því að opna tvo skeetvelli á næstu dögum til æfinga fyrir keppendur.

18. maí. 07.  Æfingum í Egilshöll er lokið í sumar.
Formlegum æfingum í Egilshöll er lokið í sumar og hefjast þær aftur að hausti. Nú er stefnt á að opna svæðið á Álfsnesi á næstunni og verður m.a. haldið mót í Skeet 2. júní nk. Stutt er í að riffilvöllurinn verður opnaður til almennra æfinga, en opnun svæðisins verður auglýst hér á síðunni.

10. maí 07.  Skotsvæðið á Álfsnesi verður opnað á næstunni !
Framkvæmdirnar á Álfsnesi eru stöðugt í gangi og er nú verið að klára frágang á kastturnunum á skeet völlunum á velli 1 og 2. Rafverktakarnir hafa ekki enn komist í lagnavinnuna en reynt verður að hraða lögnum í velli 1 og 2 svo hægt verði að tengja vélarnar fyrir landsmótið í skeet um næstu mánaðamót. Skotmarkasmíðin á riffilbananum hefst um helgina en enn á eftir að ýta úr moldarhaugum á riffilbananum, sem hefur ekki verið hægt vegna mikillar bleytu sem liggur í honum. Vonast er til að úr rætist á næstu dögum. Vegurinn inná svæðið hefur verið lagfærður með nýju malarlagi og verður hann valtaður innan skamms.Viðgerðir á félagshúsunum og smíði viðbyggingarinnar er hafin og er stefnt að því að því verki ljúki í byrjun júlí. Hlið inná svæðið verður sett upp eftir helgina og svæðinu læst.

 
10. maí 07. Loftskammbyssu - mót á Akranesi 23. maí nk. - muna skráningu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Akranesmeistaramót í loftskammbyssu og loftriffli verður haldið í íþróttahúsinu Vesturgötu á Akranesi miðvikudaginn 23. maí 2007 og hefst kl 18:00 ( komi til þess að skipta þurfi í riðla hefst keppni kl 17 og væri gott að vita hverjir geta byrjað þá ) Mótið er opið öllum og verða veitt verðlaun fyrir annarsvegar heildarmótið ( Einstaklings og liðakeppni skv reglum STÍ ) og hinsvegar einstaklingskeppni fyrir þá sem keppa undir merkjum Í.A.  Hlýtur sá og sú sem hæst eru í þeim hópi titilinn Akranesmeistari 2007. Keppt verður með final. Skráningar berist á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   ( skráningarfrestur skv.  reglum STÍ )
 
10. maí 07.  Reykjavíkurmótið í Loftskammbyssu - muna skráningu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Reykjavíkurmótið í Loftskammbyssu og loftriffli verður haldið í Egilshöllinni þriðjudaginn 29.maí og hefst það kl.18. Skráningar þurfa að berast Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. sem allra fyrst.
 
8. maí 07. Minningarmótið um Hans Christensen í Egilshöll.
Christensenmótið var haldið í Egilshöllinni
í kvöld og voru mættir til leiks allir bestu skotmenn landsins. Í loftskammbyssu kepptu 15 manns og í loftriffli voru 8 keppendur eða alls 23 keppendur. Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssunni á frábæru skori, 574 stigum sem er langt yfir ÓL lágmarki og aðeins 2 stigum frá gildandi Íslandsmeti. Jórunn Harðardóttir sigraði í loftriffli, aðeins einu stigi á undan maka sínum, Guðmundi Helga Christensen. Unglingarnir okkar, Perla og Íris voru einnig að gera góða hluti og að bæta Íslandmetin sín. Úrslitin eru svo nánar á úrslitasíðunni hjá STÍ.
Stjórn félagsins þakkar fjölskyldu Hans fyrir glæsilegt mót og frábærar veitingar.

30. apríl 07.  Landslið Íslands í loftbyssugreinum til Mónakó 4. júní.
Landslið okkar hefur valið til keppni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Mónakó dagana 4.-9.júní. Aðeins er keppt í loftbyssugreinunum að þessu sinni en búast hefði mátt við milliríkjadeilum ef skotið hefði verið á lengra færi en 10 metrum. Í loftskammbyssu keppa Ásgeir Sigurgeirsson, Þorsteinn Þór Guðjónsson, Kristína Sigurðardóttir óg Jórunn Harðardóttir. Í loftriffli keppa Guðmundur Helgi Christensen, Arnfinnur Jónsson og Jórunn Harðardóttir. Fararstjórn er skipuð þeim Jóni S. Ólasyni og Steinari Einarssyni. Frétt af vef STÍ.

22. apríl 07.  Íslandsmeistaramótið í Loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll í gær þar sem sett voru glæsileg íslandsmet.
Ný íslandsmet voru sett í mótinu. Guðmundur Helgi Christensen setti nýtt íslandsmet í Loftriffli karla með finale, Jórunn Harðardóttir setti nýtt íslandsmet í Loftriffli kvenna með og án finale, og Íris Einarsdóttir setti nýtt íslandsmet unglinga með og án finale í Loftriffli.
Ásgeir Sigurgeirsson varð íslandsmeistari í Loftskammbyssu karla, en hann sigraði með nokkrum yfirburðum á mótinu. Ásgeir er nýlega komin uppúr unglingaflokki og er heldur betur farinn að láta til sín taka á mótum. Hann hefur þegar náð Ól - lágmarki, sem er 563 stig og enn staðfestir hann árangur sinn frá Evrópumótinnu í Frakklandi 16. mars sl. þar sem hann skaut 572 stig. Með árangri Ásgeirs hafa möguleikar Íslendinga opnast á að senda keppanda á Ól í Peking á næsta ári í loftskammbyssu.
Jórunn Harðardóttir er íslandsmeistari í Loftskammbyssu og Loftriffli kvenna, Guðmundur Helgi Christensen er íslandsmeistari í Loftriffli karla og Íris Einarsdóttir er íslandsmeistari unglinga. Allir þessir keppendur eru úr Skotfélagi Reykjavíkur. Myndin hér til vinstri er af Írisi Einarsdóttur nýkrýndum íslandsmeistara unglinga í loftriffli, en myndin er tekin af henni við æfingar í Egilshöll á dögunum.  Nánar um úrslitin.

Árangur og skor keppenda á mótum undanfarið hefur verið á stöðugri uppleið eins og skorin á íslandsmótinu sýna. Það er ljóst að með tilkomu aðstöðunnar í Egilshöll hefur æfingaraðstaðna gert gæfumunin í árangri keppenda eftir margra ára aðstöðuleysi félagsins. Undanfarið hefur töluverð aukning á ástundun verið í Egilshöllinni og fjöldi nýrra félaga gengið í lið félagsins. Það var áhyggjuefni stjórnarmanna að það tæki mörg ár að byggja upp íþróttina eftir að opnað var í Egilshöll og er það er því framar björtustu vonum hvað ótrúleg fjölgun hefur orðið í loftbyssugreinum undanfarin misseri. Þeir félagsmenn sem hafa unnið ómælda sjálfboðavinnu við að koma starfsemini í gang og unnið við að halda æfingar og mót. eiga heiður skilið fyrir þá vinnu.

17. apríl 07.  Íslandsmót í loftbyssugreinum verður haldið næstkomandi laugardag í Egilshöll.
Keppt verður i riffli - og skammbyssugreinum. Mótið hefst kl.: 10:00 laugardaginn 21. apríl.

17. apríl 07.  Framkvæmdir við skotsvæði félagsins ganga vel.
Verið er að fullklára veginn inn á svæðið, skotturnarnir eru komnir á haglavelli nr. 1 og nr. 2. Verið er að undirbúa skotskýlið undir opnun, m.a. er verið að undirbúa smíði batta ofl. Nánar verður greint frá áætlaðri opnun svæðisins á næstunni. Myndirnar hér að neðan voru teknar á haglavöllum félagsins í dag.
 

17. apríl 07.  Íslandsmót í skammbyssugreinum 14. og 15. april sl.
Íslandsmótin í Sport Skammbyssu og Staðlaðri Skammbyssu fóru fram um helgina. Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð íslandsmeistari í þeim báðum en í kvennaflokki varð Guðbjörg Elva Jónasardóttir íslandsmeistari í Stðalaðri Skammbyssu en Kristína Sigurðardóttir úr Íþróttafélaginu Leiftra varð meistari í Sport Skammbyssu eftir harða keppni við Guðbjörgu.  Fresta varð Íslandsmóti í Þríþraut. fréttin er af vef STÍ. Nánar um úrslit.

16. apríl 07.  Æfingar í Egilshöll fyrir Íslandsmót í skammbyssu - og riffilgreinum 14. - 15 . apríl.
Meðf myndir af Írisi Erlings við æfingar í loftriffli og Guðbjörgu Elvu Jónasardóttur nýkrýnd Íslandsmeistari í Staðlaðri skammbyssu kvenna en hún kom gagngert til Íslands frá Noregi þar sem hún býr til keppni fyrir SR.
 


16. apríl 07.
 Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 11. apríl sl.  
Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum, en fundargerðin verður birt á næstunni hér á síðunni samkvæmt lögum félagsins.

3. apríl 07.  Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður haldin miðvikudaginn 11 apríl nk.
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður haldinn Miðvikudaginn 11. apríl 2007 kl.19:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, aðalbyggingu í sal E, á 3.hæð. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.

2. apríl 07.  Páskamóti SR sem halda átti á Álfsnesi hefur verið frestað !
Vegna vanefnda verktaka verður félagið að aflýsa Páskamótinu í Skeet sem halda átti laugardaginn 7.apríl 2007.
Kveðja stjórnin.

31. mars 07.  100 metra Running Target samþykkt á þingi STÍ í dag.
Running Target riffilgreinin, sem fyrirhugað er að setja upp á skotvelli félagsins á Álfsnesi, var samþykkt á þingi Skotsambandsins í dag. Greinin er þar með orðin viðurkend keppnisgrein STÍ , en hún er skotin með rifflum á 100 metra færi á hreyfanlegt skotmark. Sjá nánar um reglur í Running Target hér.  og fréttir af þingi Skotsambandsins.

24. mars 07. Frétt frá Skotíþróttasambandi Íslands 17. mars sl.
Í gær tóku keppendur frá okkur þátt í Evrópumeistaramótinu í Skotfimi sem haldið er í Deuville í Frakklandi þessa dagana. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti í Loftskammbyssu karla og náði þar 572 stigum af 600 mögulegum og hafnaði í 34.sæti af 79 keppendum, sem er afar góður árangur því flestir bestu skotmenn heims eru frá Evrópu.
Með þessum árangri hefur Ásgeir náð Ólympíulágmarkinu sem er 563 stig og mun Skotsambandið sækja það stíft að hann öðlist þátttökurétt í Peking á næsta ári.

Þess má einnig geta að Íslandsmetið er 576 stig og heimsmetið 593 stig.
Ásgeir er aðeins 21 árs gamall og því árangurinn enn athyglisverðari fyrir bragðið því í þessari grein eru menn oftast á toppnum komnir á fertugsaldurinn.

Jórunn Harðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti í Loftriffli kvenna en lenti í neðsta sæti með 569 stig sem þó er ekki nema 6 stigum frá Ólympíulágmarki í hennar grein og því árangurinn ágætur.

Nánar er fjallað um okkar fólk á heimasíðu Skotsambandsins, www.sti.is/frettir.htm

23. mars 07. Opnun skotsvæðisins á Álfsnesi á næsta leiti ?
Reiknað er með að svæðið verði opnað á vordögum, en nú er verið að vinna í ýmsum frágangsverkefnum s.s. verið er að klára örgyggismanir á svæðinu, unnið er við rafmagnslagnir, öryggismerkingar, verið er að klára smíði hliðs sem sett verður upp næstu daga, smíði skotborða í riffilhús eru á lokastigi og skotturnar verða settir niður með vélum á næstu vikum á haglavellina.  þá er verið að undirbúa aðgangskerfi inn á svæðið og einnig er verið að undirbúa vinnu við viðgerðir á félagsheimilinu á svæðinu, en húsin þarfnast verulegra viðgerða. Markmið stjórnar er að opna svæðið eins fljótt  í vor og mögulegt er, en ekki er hægt að gefa út ákveðna dagssetningu um opnunardag að svo stöddu.

28. feb. 07. Nokkrar myndir frá skotsvæði félagsins á Álfsnesi.
Myndirnar hér að neðan voru teknar um sl. helgi. Framkvæmdum miðar vel áfram, en verið er að leggja lokahöndina á vatns- og raflagnir inn á svæðið. Einnig er verið að vinna við manir og klæða þær með mold og undirbúa fyrir sáningu í vor. Smíði skotborða fyrir skotskýli er hafin og annar frágangur í skotskýli er langt á veg komin.
Smíði turna fyrir haglavelli er á lokastigi og væntanlega verða þeir settir upp fljótlega. 

19. feb. 07. Steypuvinnu við haglavelli lokið.
Klárað var að steypa síðasta haglavöllin í dag og næsta verkefni verður að setja skotturnana á vellina, tengja rafmagn í þá og setja upp kastvélar.

14. feb. 07.  Staða framkvæmda á Álfsnesi.
Framkvæmdir á riffilvelli eru að komast á lokastig, en ýmis frágangur er eftir til að hægt verði að opna svæðið. Enn er eftir að steypa síðasta haglavöllin, en beðið er eftir rétta veðurfarinu til að klára þá vinnu. Staða framkvæmda er í grófum dráttum sem hér segir:

Byggingu skotskýlis er lokið og læsingar fara í einhvern næstu daga. Smíði og hönnun riffilborða er í höndum riffilnefndar og er á lokastigi, en aflað verður tilboða í smíði 18 skotborða á næstu dögum. Riffilbaninn er grófkláraður en fara þarf í fínsköfun þegar frost er horfið úr jörð. Verið er að leita tilboða í að sá grasi í allt svæðið, bæði riffil- og haglasvæðið.

Malarflutningar í bílaplan eru búnir og ýtuvinna er í gangi og er langt komin og verið er að leita tilboða í smíði hliðs fyrir svæðið.

Steypuvinnan við haglavellina hefur verið stopp undanfarið, en beðið er eftir hagstæðu veðurfari til að klára þá steypuvinnu sem eftir er.
Unnið er við að gera félaginu tilboð í smíði 4 skeet húsa og væntanlega smíði húss fyrir Nordisk Trap vélar.

Verið er að gera tilboð í smíði tengibyggingar við félagsheimilin og einnig í lagfæringu húsanna, breytingar á gluggum
og hurðum. Undirbúningur er hafin við að ljúka við inntak fyrir vatn og salernisaðstöðu

Unnið er með ýtu við að klára lagningu rafmagnsídráttarröra. Ætti það verk að klárast fyrir vikulokin ef frostið minnkar og rafvirki ætti að geta byrjað ídrátt innan skamms.

26. jan. 07. Styttist í opnun skotsvæðisins á Álfsnesi !
Framkvæmdir á Álfsnesi mjakast áfram og er riffilskýlið að taka á sig lokamyndina. Hlerarnir komnir á og klæðning að utanverðu á lokastigi. Búið er að móta allan riffilbanann og eru nú komin undirlög á allar helstu vegalengdir, 50-100-200-300 metra, þannig að þá verður hægt að setja upp batta á þessi færi. Smíði á riffilborðum er í burðarliðnum og er riffilnefndin að skoða ýmsa kosti í því sambandi. Múrarameistarinn ætlaði að reyna að steypa á morgun, föstudag, síðasta haglavöllinn og verður þá hægt að flytja turnana á vellina en verið er að klæða þá að utan. Gröftur og lögn á rafmagnsrörum hófst í dag og er stefnt að því að öll rör verði komin niður undir lok næstu viku. Allt er þetta þó háð veðri og vindum og eins hvernig gengur að fá iðnaðarmenn til starfa. Hér fylgja nokkrar ljósmyndir frá svæðinu í dag.

18. jan. 07.  Framkvæmdir á Álfsnesi.
Unnið er að gróffrágangi á riffilbana með vegagerð útá 300 metrana. Bílaplönin eru að verða akfær þó blautt verði í veðri, s.s.komnir uppúr drullusvaðinu. Hlerarnir í riffilhúsið eru komnir uppeftir og nokkrir þegar komnir í.  Haglavellirnir bíða lokasteypu en ekki hefur verið hægt að steypa í á annan mánuð. Þurfum nokkra hlýindadaga til að klára þá. Vinna við að grafa niður rafmagnsrörin hefst væntanlega í næstu viku nema veður hamli.
Nokkrar myndir sem teknar voru á Álfsnesi  í dag.

AddThis Social Bookmark Button