Fréttir 2008 Skoða sem PDF skjal

15.nóv. 08. Loftbyssumót í Egilshöll 15. nóv.
Fréttin er tekin af vef STÍ.
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssu á Landsmótinu í dag með 572 stig sem er heilum 9 stigum yfir Ólympíulágmarki ! Í öðru sæti varð fyrrum Íslandsmethafi Ólafur Jakobsson með 558 stig, greinilega engu gleymt og í þriðja sæti varð Jórunn Harðardóttir. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen á nýju Íslandsmeti, 568 stig ! Nánar á úrslitásíðunni.

25.okt. 08. Fyrsta Loftbyssumót STÍ fór fram í Egilshöll í dag.
Fréttin er tekin af vef STÍ.:
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í Loftskammbyssu í dag, Jórunn Harðardóttir í Loftskammbyssu og Loftriffli kvenna, Guðmundur Helgi Christensen í Loftriffli karla. Úrslitin eru komin á úrslitasíðuna og eins eru ljósmyndir komnar hér.

14. sept. 08.  Claudia von Kanitz í öðru sæti á þýska Meistaramótinu !
Claudia von Kanitz sem keppti hér á Reykjavík Open hafnaði í öðru sæti á Þýska meistaramótinu, á eftir Christine Brinker sem náði bronsinu á ólympíuleikunum í Peking. Úrslitin eru hérna.

22. águst 08.   Kvennamót í Skeet verður haldið í september.GKG_9226.JPG by Gummi Gísla.
Hér er linkur á kvennamótið í Skeet sem haldið verður 17. - 21 september nk., Ladies International Grand Prix

20. ágúst 08.   Opna Reykjavíkurmótið í Skeet var haldið um helgina 16. og 17. ágúst. GKG_9383.JPG by Gummi Gísla.
Mótið tókst í alla staði vel og lauk mótinu með grillveislu á sunnudeginum.
Myndin hér til vinstri er á Pétri Gunnarssyni SFS, sem sigraði á mótinu.
Tvær þýskar konur tóku þátt í mótinu, þær Hannelore Hildebrand og Claudia von Känitz. Myndirnar hér til hægri eru af þeim á skotvellinum, efri myndin er af Hellnlore og neðri myndin af Claudia. Linkar á heimasíður klúbbana þeirra eru hér, Klúbburinn hennar Hannelore og Klúbburinn hennar Claudia.
Eftirtaldir aðilar styrktu félagið við mótahaldið:
ÍBR, BYR, Brimborg, Ellingsen, Vesturröst, Hlað, Ísnes, Intersport, Ó. Johnson & Kaaber ehf. og sænska fyrirtækið Termo-Sweed.
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar þessum aðilum stuðningin

Mótið vakti töluverða athygli erlendis og væntum góðrar þátttöku erlendra keppenda strax á næsta ári. Úrslit mótsins eru hérna ( úrslit ) og eins er fjöldi ljósmynda hérna ( myndir )

 

19. ágúst 08.  Formaður félagsins í leyfi frá stjórnarstörfum um ótiltekin tíma.GKG_9211.JPG by Gummi Gísla.
Formaður félagsins, Hilmar Á. Ragnarsson, hefur óskað eftir ótímabundnu fríi frá stjórnarstörfum vegna anna. Var ósk hans samþykkt á stjórnarfundi og er varaformaður félagsins, Gunnar Þórarinsson, starfandi formaður. Formaðurinn vinnur m.a. við endurgerð félagsheimilana á skotsvæðinu á Álfsnesi.

16. ágúst 08.  Staðan í Reykjavík Open eftri fyrri keppnisdaginn.
Örn Valdimarsson SÍH er í fyrsta sæti með 66 stig af 75 mögulegum. Á eftir honum kemur Hákon Þ. Svavarsson SFS á 64 stigum og í þriðja sæti er Guðmann Jónasson MAV og Pétur Gunnarsson SFS, báðir á 62 stigum. Rigningaskúrir settu svip sinn á mótið í dag, en á morgun er samskonar veðri spáð en jafnvel minni vindi. Á morgun verða skotnir tveir keppnishringir og fara sex efstu keppendur í úrslit ( finale ) sem hefst kl. 13:00. Grillað veður í lok móts. Nánar um úrslit dagsins !

8. ágúst 08.  Opna Reykjavíkurmótið í SKEET verður haldið næstu helgi á Álfsnesi.
 Reykjavik Open in Olympic Skeet - August 16. - 17.  Information in english.
Fyrsta alþjóðamótið á Skeetvöllum félagsins á Álfsnesi verður haldið dagana 16. og 17. ágúst. Tvær þýskar keppniskonur hafa þegar staðfest þátttöku, en önnur þeirra er fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja. Mótið er opið og er öllum frjáls þátttaka.

8. ágúst 08.  Skotfélag Reykjavíkur býður uppá námskeið í HAGLABYSSU.
Námskeiðin byggja á grunnkennslu í Ólympísku Skeeti, sem er vinsælasta keppnisgreinin á landinu. Námskeiðin fara fram á mánudögum kl. 18-21 á skotsvæðinu á Álfsnesi og er kennari hinn margreyndi þjálfari Gunnar Sigurðsson. Ef einhverjar breytingar verða þá birtum við þær á heimasíðunni. Hafið samband og pantið tíma hjá honum í síma 892-9320. Námskeiðið er 1 klst og kostar kr. 1,500, en nemendur greiða svo fyrir leirdúfuhringinn og eins þurfa allir að taka með sér skot.
Námskeið fyrir lengra komna eru einnig farin í gang. Um er að ræða 6 tíma námskeið, 2 tímar í senn og kostar það kr. 25,000 með námsefni.  Menn geta slegið sér saman allt að fjórir í hóp og náð þannig niður kostnaðinum en þá dreifist fyrrnefnt gjald á alla í hópnum. Eins þurfa allir að taka með sér skot og annan búnað. Tímasetning er eftir samkomulagi við þjálfarann, sem er Gunnar Sigurðsson í síma 892-9320. Markmiðið með þessu námskeiði er að skotmenn nái ágætum tökum á SKEET skotfimi með haglabyssu, sem nýtist einnig frábærlega til æfinga fyrir veiðitímabilið.

7. ágúst 08.  Opið á Álfsnesi !
Opið á Álfsnesi frá mánudegi til föstudags frá kl. 12:00 til kl. 21:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 16:00 !
Þeir sem ætla að nýta sér aðstöðuna eru beðnir að kynna sér Umgengisreglur og Öryggisreglur sem gilda á riffilvellinum.
Æfingagjöld er að finna í gjaldskrá. Nánari upplýsingar gefur umsjónarmaður svæðisins í síma 690-5751

7. ágúst.   Félagsskírteini og æfingaskírteini !
Félagsskírteini eru afhent hjá umsjónarmanni á Álfsnesi í sumar.

7. ágúst 08.   Innanfélagsmót í Skeet !
Innanfélagsmót í Skeet verður haldið í sumar og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér reglurnar. Hér er á ferðinni nokkur nýbreyttni í mótahaldi sem gerir mönnum kleyft að taka þátt þegar hverjum og einum hentar. Mótið hefst 26. júní og því lýkur fyrstu vikuna í september.
Reglur mótsins eru hér: 
Innanfélagsmót í Skeet

3. ágúst 08.  Námskeið fyrir hreindýra-veiðimenn !
Vegna fjölda þátttakenda verður haldið aukanámskeið miðvikudaginn 6. ágúst !
Námskeiðið er fyrir þá sem ætla á hreindýraveiðar og verður haldið á skotsvæði félagsins á Álfsnesi kl: 18:00 til 21:00. Á námskeiðinu verður m.a. leiðbeint um val skotfæra, stillingu kíkja, skotið verður á sérstakar skotskífur og fólki leiðbeint um hreindýraveiðar almennt.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu.

30. júli 08. Aukanánskeið fyrir hreindýraveiði.
Ákveðið er að halda eitt nánskeið til viðbótar 6. ágúst nk. vegna fjölda þátttakenda. Hægt er að bóka sig á námskeiðið hjá Jóhanni Vilhjálmssyni á: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   

25. júlí 08. Lokað á riffilvelli nk. mánudag og þriðjudag.
Riffilvöllurinn verður lokaður á mánudag og þriðjudag vegna málningarvinnu. Gólfin í skotskýlinu verða máluð um helgina og ekki verður hægt að fara inná þau fyrr en á miðvikudag.

10. júlí 08.  Fullbókað á námskeið fyrir hreindýraveiðimenn á Álfsnesi.
Námskeið var haldið í gær fyrir þá sem ætla til hreindýraveiða og var farið yfir flesta þætti sem varðar veiðarnar. Fullbókað var á námskeiðið, alls 18 þátttakendur, og almenn ánægja með hvernig til tókst. Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn í næstu viku og er hægt að skrá sig á námskeiðið með tölvupósti: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  

6. júlí 08.  Námskeið fyrir hreindýraveiðimenn.
Haldin verða námskeið fyrir hreindýraveiðimenn á Álfsnesi á miðvikudagskvöldum í júlí. Námskeiðin eru endurgjaldslaus og eru allri þeir sem ætla sér að fara til hreindýraveiða hvattir til að kynna sér námskeiðin hér að ofan.

25. júní 08.  Innanfélagsmót í Skeet sem stendur yfir fram í september.
Tíu-daga inanfélags-mótaröð verður haldin næstu vikurnar á Álfsnesi og geta þátttakendur skáð sig á mótsstað eftir nánari reglum. Um er að ræða mót sem stendur fram í september og verða sex efstu menn boðaðir í úrslit í lok mótsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt, enda er hér á ferðinni óhefðbundin og skemmtileg aðferð við mótahald. Mótagjaldi er stillt mjög í hóf og verða verðlaun veitt í lok mótsins. Skráning fer fram hjá umsjónarmanni á svæðinu í hvert skipti sem skotið er. Sjá nánar um mótið í tilkynningum.

25. júní 08.  Riffilvöllurinn verður opnaður fyrir almennar æfingar 1. júlí nk.
Ákveðið hefur verið að opna riffilvöllinn fyrir almenna starfsemi um mánaðarmótin. Verið er að leggja síðustu hönd á nokkur verkefni til að klára aðstöðuna. Væntanlega verður unnið við nokkra verkþætti á næstunni og mun það ekki koma niður að starfsemini nema að litlu leiti. Ef einhver truflun verður á opnunartíma verður það tilkynnt hér á síðunni.

21. júní 08. Skotsvæðið Álfsnesi.
Einhverjar smá truflanir verða á starfsemi riffilvallar í næstu viku vegna framkvæmda. Vinsamlega hafið samband við umsjónarmann um opnunartíma riffilvallarins í síma 690-5751.

10. júní 08.  Nýtt símanúmer á Álfsnesi.
Umsjónarmaður á skotvöllum félagsins er með síma 690-5751. Næstu daga er verið að ljúka verklegum framkvæmdum við riffilsvæðið og er takmarkað opið vegna þeirra. Þeir sem hyggja á notkunn riffilsvæðisins geta haft samband við umsjónarmann til að kanna hvot það sé opið. Þessum framkvæmdum lýkur væntanlega í vikunni.

7. júní 08.  Landsmót STÍ í Skeet fór fram í dag á Álfsnesi.
Úrslit mótsins eru hér !

4. júní 08.  Landsmót STÍ í Skeet verður haldið á völlum félagsins laugardaginn 7. júní.
Alls 20 keppendur, í fjórum riðlum, taka þátt í mótinu sem haldið verður á Álfsnesi á laugardaginn. Keppt verður á tveimur völlum og hefst mótið kl 10:00. Mótið er haldið á einum degi og hefjast úrslit ( finale ) kl. 15:30. Vellir félagsins verða lokaðir þennan dag fyrir almennar æfingar.
Riðlaskipting og tímatafla keppenda er hér !

2. júní  08.  Takmörkuð opnun á riffilvelli næstu daga.
Opið verður næstu daga á riffilvelli í samráði við umsjónarmann vegna tafa við lagfæringu mana á riffilbraut. Á meðan unnið er við að klára manirnar á vellinum er riffilvöllurinn lokaður. Grafan sem er notuð við lagfæringarnar bilaði og tefst verkið um nokkra daga. Meðan á þessari framkvæmd stendur eru menn beðnir að hafa samband við umsjónarmann um notkun svæðisins. Ástæða fyrir hækkun og lagfæringu mana er m.a. hve mikið endamönin hefur sigið og einnig þarf að lagfæra manirnar á nokkrum stöðum undir sáningu. Nokkrar skemdir hafa orðið á mönunum í vetur vegna foks sem verið er að lagfæra. Meiningin er að sá í manirnar næstu daga og tyrfa viðkvæmustu staðina. Athugið að gjald fyrir félagsmenn á riffilvöll er kr 1.000- og utnanfélagsmenn er kr 2.000-. Sjá nánar Gjaldskrá.

28. maí 08. Opið er á tveimur Skeetvöllum á Álfsnesi.
Búið er opna Skeetvöll tvö og er nú skotið á tveimur völlum. Svæðið er opið alla daga vikunnar nema sunnudaga. Opnað verður á riffilvellinum í næstu viku, en möguleiki er á að opið verði á vellinum á laugardaginn kemur. Fylgist með tilkynningum um opnun riffilvallarins hér að ofan.

24. maí 08.  Félagsskírteinin eru tilbúin.
Félagsskirteini félagsins eru tilbúin og þeir sem greitt hafa árgjaldið fyrir árið 2008 eru beðnir að sækja þau til Kristjáns Umsjónarmanns á opnunartíma á Álfsnesi.
Athugið að félagsskirteinin verða tilbúin viku til tíu daga eftir að árgjaldið er greitt í banka. Þeir sem framvísa ekki félagsskirteini eða greiðslukvittun þurfa að greiða utanfélagsgjald fyrir æfingar.

24. maí 08.  Full opnun svæðisins er á næsta leiti.
Opið verður á Skeetvöllum félagsins í næstu viku milli 12:00 og 21:00. Ekki er enn ljóst venær verður hægt að auglýsa opnun riffilvallar, en það verður tilkynnt í næstu viku. Opnunin verður tilkynnt hér að ofan.

23. maí 08.  Starfsmaður félagsins tók til starfa í dag.
Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn, sem starfsmaður félagsins, á skotsvæðið á Álfsnesi. Hann hóf störf í dag. 
Reiknað er með að riffilvöllurinn verði opnaður eftir helgi, en Skeetvöllur verður opinn samkvæmt tilkynningum hér að ofan.
Stjórn félagsins minnir félagsmenn á að ganga frá greiðslu árgjalds og æfingagjalda. Félagsmenn þurfa að framvísa greiðslukvittunum til að geta nýtt sér aðstöðuna á öllum æfingasvæðum félagsins. Félagskirteini verða tilbúin fljótlega.

21. maí 08.  Er fyrsta merki Skotfélags Reykjavíkur loks komið í fram ?
Höskuldur Ragnarsson merkjasafnari kom með merki, sem hann á í safni sínu, til framkvæmdastjóra félagsins í dag og sýndi honum. Hér er um að ræða merki sem er dagssett 2. júní 1867. Lengi hafa verið til heimildir um fyrsta merki félagsins, en engir núverandi félagsmenn hafa séð merkið, svo vitað sé, eða geta lýst því. Merkið sem nú er í gildi er frá árinu 1950, eða frá þeim tíma þegar starfsemi félagsins var endurvakin eftir nokkurt hlé eftir stríðsárin. Merkið sem hér um ræðir er greinilega merkt félaginu og með dagssetningu, 2. júní 1867, sem gæti verið stofndagur félagsins. Nokkrar spurningar vakna við skoðun merkisins, s.s. dagssetningin, stjarnan á miðju merkinu ofl. Líklega er dagssetningin vegna stofnunar félagsins eins og áður sagði, en staðfest er að félagið var stofnað árið 1867. Hér er kanski áþreifanleg sönnun þess að félagið var stofnað þetta ár og að það hafi verið stofnað 2. júní. Stjarnan fyrir miðju merki vekur einnig forvitni, en hún getur einfaldlega verið skraut eða jafnvel að ein stjarna sé fyrir brons, tvær störnur fyrir silfur og þrjár fyrir gull, hver veit ? Hvað sem öllu líður þá er hér um merkilegan atburð að ræða. Merkið, sem Höskuldur kom með í dag, er um fjórir cm á breidd. Það virðist vera úr koparblöndu eins og sjá má á myndinni. Stjórn félgsins mun láta skoða merkið af fagmönnum og kanna uppruna þess eins og hægt er og einnig láta skoða hvort það verði gerð eftirmynd af því og jafnvel að merkið verði tekið í notkunn aftur að einhverju marki.
Svo má velta fyrir sér spurningunni um hvort 2. júní verði framvegis haldin hátíðlegur í félaginu með ýmsum uppákomum í tilefni dagsins ?
Til að sjá merkið betur þarf að smella á myndina hér að ofan.
Stjórn félagsins biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um merkið að hafa samband við stjórnina á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Stjórn félagsins þakkar Höskuldi Ragnarssyni fyrir að koma merkinu á framfæri.

18. maí 08.  Skotþing STÍ var haldið í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal í gær.
Nokkrar breytingar hafa orðið á skipan stjórnar sambandsins, en fréttin hér að neðan er tekin af  www.sti.is
Skotþingi er nú lokið. Þingstörf gengu eftir áætlun og var Halldór Axelsson einróma kjörinn formaður sambandsins. Fundargerð þingsins verður birt hér á síðunni innan skamms. Nokkrar myndir frá þinginu eru hérna. Axel Sölvasyni og Jóhannesi Christensen var veitt gullmerki sambandsins fyrir áratugastörf í þágu skotíþrótta. Jón S.Ólason flutti skýrslu stjórnar og Guðmundur Kr.Gíslason skýrði reikninga þess. Nokkrum aðilum var veitt viðurkenning fyrir sett Íslandsmet. Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ flutti þingheimi kveðjur stjórnar ÍSÍ og fór vinsamlegum orðum um starfsemi okkar.

17. maí 08. Christensen - mótið var haldið í Egilshöll 14. maí sl.
Christensen - mótið, sem haldið er í minningu Hans P Christensen, var haldið í Egilshöll 14. maí og var mótið fjölmennt. Mótið er haldið ár hvert af fjölskyldu Hans og var umgjörð þess glæsileg í alla staði. Veitingar voru með glæsilegasta móti, brauðtertur, rjómakökur ofl. var með kaffinu. Stjórn félagsins þakkar glæsilegt mót, veitingarnar og glæsileg verðlaun bæði til eignar og farandbikara.
Úrslit mótsins komu ekki sérstaklega á óvart, en Ásgeir Sigurgeirsson SR sigraði í Loftskammbyssu karla, Guðmundur Helgi Christensen  SR ( bróðir Hans )  sigraði í Loftriffli, en þar keptu bæði konur og karlar í sama flokki. Í öðru sæti í Loftrifflinum varð eiginkona Guðmundar Helga, Jórunn Harðardóttir SR. Þetta fólk hefur verið í fremstu röð keppenda í loftbyssugreinum sl. tímabil. Heiðrusfélagar SR, þeir Jóhannes Christensen og Axel Sölvason sáu um framkvæmd mótsins og dómgæslu. Þess má geta að Jóhannes Christensen er sá sem kom loftbyssugreinunum á landakortið hér heima á sínum tíma, en fþá höfðu flestir litla trú á að loftbyssan næði fótfestu hér á landi. Jóhannes átti ekki marga skoðanabræður fyrir rúmlega tuttugu árum í loftbyssumálum, en hans fræga þrautsegja hafði loks áhrif og menn fóru að leggja við hlustir og svo fór að menn fóru að huga að þessari grein, en staðan í dag segir allt sem segja þarf um framhaldið. Loftbyssugreinarnar njóta nú mikilla vinsælda hér á landi og er mikill uppgangur hjá félaginu í þeim um þessar mundir eins og sjá má af nýjum og nýjum Íslandsmetum bæði í Loftriffli og Loftskammbyssu.
Þau hjón, Edda Thorlacius og Sigurður Ísaksson, voru viðstödd mótið, en þau eru bæði vel kunn skotíþróttum. Þau, ásamt Jóhannesi og Axel ofl, æfðu og kepptu í riffilskotfimi á Hálogalandi í kringum 1958. Edda er fyrsta íslenska konan sem keppti á erlendri grund í skotíþrótt, en hún fór m.a. á Norðurlandamót bæði í Finnlandi og í Danmörku ásamt Sigurði, Axel Sölvasyni, Valdimari Magnússyni, Jósef Ólafssyni og Karli Ísleifssyni. Nokkrar myndir sem teknar voru á æfingum félagsins á Hálogalandi og í Leirdal frá þessum tímum eru hér á síðunni. Á myndinni hér að ofan er Edda að afhenda Ásgeiri verlaun og Jóhannes, til vinstri, og Axel eru í bakgrunni.
Nánar um úrslit mótsins. og  nokkrar myndir frá mótsstað

8. maí 08.  Ný gjaldskrá félagsins fyrir árið 2008 er komin út.
Ný gjaldsrá félagsins er hér.

4. maí 08.  Starfsmannamál Álfsness í burðarliðnum.

Félagið er í viðræðum við nokkra aðila um ráðningu starfsmanna til félagsins. Á það bæði við um Álfsnesið sem og Egilshöllina. Þau mál ættu að skýrast innan skamms en ekki verður opnað að fullu fyrr en ráðning starfsmanna liggur fyrir. Leitað er nokkurra leiða til fjármögnunar og er vonast til að Íþróttabandalagið komi þar að með rekstrarstyrkjum. Félagið hefur þegar hækkað árgjöld sín til að mæta auknum útgjöldum en mikið meira þarf til.

27. apríl 08. Ásgeir Sigurgeirsson, Íslandsmeistari í Loftskammbyssu, verður í viðtali á RÚV á morgun mánudag.
Í dag var tekið viðtal við Ásgeir Sigurgeirsson í Egilshöllinni.  Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður á RÚV tók það og mun það birtast í Helgarsportinu á dagskrá Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöldið 28.apríl eftir fréttir kl.22:00.

26. apríl 08.  Íslandsmótið í Enskri keppni ( English Match ) var haldið í dag.
GKG_7867.JPGMótið var haldið hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs í Digranesi. Guðmundur Helgi Christensen SR varð Íslandsmeistari í karlaflokki og Jórunn Harðardóttir SR í kvennaflokki.  Skúli Sigvaldason SFK sigraði í unglingaflokki. Arnfinnur Jónsson SFK varð í öðru sæti, aðeins einu stigi á eftir Guðmundi Helga og í þriðja sæti hafnaði Viðar Finnsson.
Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í liðakeppni, en sveit Skotíþróttafélags Kópavogs hafnaði í öðru sæti. Sveit SR skipuðu þau Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Helgi Christensen og Eyjólfur Óskarsson.
á
Úrslit dagsins eru hér  og nokkrar myndir frá mótsstað eru hér.


Myndin hér til vinstri er af þeim hjónum, Guðmundi Helga og Jórunni, sem bæði keppa fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
Þau keppa bæði með markrifflum frá Feinwerkbau model 2700. Rifflarnir eru báðir í álskeptum með sigtum frá framleiðanda rifflana. Í Enskri keppni, eða "60 skotum liggjandi" eins og hún er oftast kölluð hér heima, eru eingöngu notaðir sérstakir markrifflar í cal.22, eins og þeir sem td. sjást á myndinni. Skotið er á 50 metra færi og skotið er samtals 60 skotum í keppninni. Eingöngu er skotið með opnum sigtum, þ.e. svokölluðum gatasigtum án stækkunarglerja. Sjónaukar eru ekki leyfðir í þessari grein.  Hvert skot gefur mest 10 stig, þ.e. ef keppandi hittir í tíuna. Keppt er með sérstökum markskotum og í þetta sinn notuðu þau hjón keppnisskot frá Eley af gerðinni Tenex EPS.


25. apríl 08.  Opnunarmót Skotfélags Reykjavíkur 16 - 17 ágúst 2008

Formlegt opnunarmót skotvalla félagsins á Álfsnesi verður haldið 16.-17.ágúst 2008. Um er að ræða Opna Reykjavíkurmótið í Skeet. Mótið hefur verið auglýst víða og m.a. er mótið komið inná mótaskrá Evrópusambandsins en hana má sjá hérna: http://www.esc-shooting.org/info/calendar.htm og það er einning komið inn á dagskrá ISS
F: http://www.issf-shooting.org/update/calendar.asp#3
Jafnframt er verið að skoða möguleika á riffilmóti á sama tíma og mun það skýrast innan skamms.


24. apríl 08.  Úrslin úr Skeet-mótinu í Hafnafirði eru komin hér.

20. apríl 08.  Fyrsta Landsmót tímabilsins í Skeet fór fram á Iðavöllum í Hafnarfirði í gær.
Úrslit verða birt hér um leið og þau berast frá mótshaldara. Mótaskrá í Skeet 2008 er hér.

19. apríl 08.  Ásgeir Sigurgeirsson setur nýtt Íslandsmet í Loftskammbyssu karla, 579 stig án finale og með finale 677,4.
Ásgeir Sigurgeirsson úr SR setti nýtt Íslandsmet á Íslandsmótinu í Loftbyssugreinum, sem fram fór í Egilshöll í dag. Mótið er líklega það fjölmennasta frá upphafi í loftbyssugreinum á Íslandi, en á þriðja tug keppenda tók þátt. Árangur Ásgeirs í dag undirstrikar stórglæsilegan feril hans frá því hann hóf æfingar og keppni í unglingaflokki. Ásgeir keppir nú í karlaflokki og hefur marg sannað hæfni sína í íþróttinni, m.a. sigrað á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 7. júní 2007, þar sem hann fór heim með gullið. Þess má geta að Ásgeir skaut aðra hrinuna í mótinu  ( 10 skot ) með fullu húsi, eða samtals 100 stig, sem er einsdæmi í svo stóru móti á Íslandi.  Árangur Ásgeirs nægir honum til að tryggja sér rétt til þátttöku
í úrslitum á öllum stærstu mótunum á erlendri grund.
Í öðru sæti í loftbyssu karla var Þorsteinn Þ. Guðjónsson IFL, með 648,9 stig og í þriðja sæti var Guðmundur Kr. Gíslason SR með 633,1 stig.
Jórunn Harðardóttir SR sigraði í Loftskammbyssu kvenna með 455,9 stig og einnig í Loftriffli kvenna með 370 stig og Guðmundur Helgi Christensen SR sigraði í Loftriffli karla með 649,6 stig. Til upplýsinga þá keppa konur í 40stkota keppnum en karlar í 60skota keppnum. Hvert skot í keppni gefur mest 10stig, en í úrslitum ( finale ) geta keppendur skorað hæst 10,9 stig í hverju skoti.
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, var viðstödd verðlaunaafhendinguna í dag , sem vissulega sýnir að skótíþróttin og árangur keppenda hér heima og erlendis vekur athygli í forystu íþróttahreyfingarinnar. 
Myndin til hægri hér á síðunni er af keppendum mótsins í dag, en nokkra keppendur vantar á myndina. Líney, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, er lengst til vinstri á myndinni.
Myndir frá mótinu í dag !
Nánar um úrslit mótsins
.
 

18. mars 08.  Íslandsmótið í Loftbyssugreinum verður haldið á morgun, laugardag, í Egilshöll.
Íslandsmótið verður haldið í Egilshöll á morgun 19. apríl og hefst það kl. 10:00 á fyrri riðli og seinni riðillinn hefst kl 12:00. Nánar um riðlaskiptingu hér !

 

5. apríl 08.  Aðalfundarboð Skotfélags Reykjavíkur !
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 17. apríl kl. 20:00 í sal D á 3. hæð !

Æfingasvæði félagsins á Álfsnesi og í Egilshöll verða lokuð fimmtudaginn 17. apríl vegna aðalfundar félagsins.

Álfsnes, þessa viku verður lokað nema annað verði tilkynnt !
Þeir sem geta aðstoðað við að halda opnu næstu vikur vinsamlega hafi samband við stjórn á netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma framkvæmdastjóra, 893-1231.

17. apríl 08.  Aðalfundur félagsins fór fram í kvöld.
Stórn félagsins var endurkjörin og Jórunn Harðardóttir kemur ný inn í varastjórn. Tillaga stjórnar um hækkað árgjald var samþykkt samhljóða. Árgjald félagsins verður kr.: 12.000- og inntökugjald kr.: 4.000-. Nokkrar umræður voru á fundinum um starfsleyfi félasins á Álfsnesi og þá sérstaklega um hömlur á opnun svæðisins á sunnudögum. Endreginn vilji aðalfundar var að fá að stunda æfingar á sunnudögum, enda um frístundaiðkun að ræða sem einungis er hægt að stunda í frítíma fólks. Stjórn félagsins skipa eftirfarandi: Hilmar Árni Ragnarsson, formaður, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Vignir J. Jónasson, Gunnar Þórarinsson og í varastjórn sitja þau Jórunn Harðardóttir og Finnur Jóhannsson.


15. apríl 08.  Skotturnar á velli þrjú og fjögur komnir á sinn stað.
Í dag var lokið við að setja síðustu turnana á haglavellina á Álfsnesi. Þá er lokið við að setja turna á alla fjóra vellina og einungis eftir að tengja í þá rafmagn og setja upp kastvélarnar.  Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir m.a. Skeet og Nordisk Trap á völlunum og einnig æfinga- og kennsluaðstöðu fyrir byrjendur. Þessa dagana er verið að ganga frá mönunum umhverfis vellina og verður sáð í þær við fyrsta tækifæri.

15. apríl 08.  Opna Christensen mótinu hefur verið frestað.
Christensen-mótið sem halda átti 6. maí nk. hefur verið frestað til 14. maí.

13. apríl 08  Tvö Íslandsmót eru í gangi um helgina.
Um helgina er tvö Íslandsmót í gangi, í Staðlaðri Skammbyssu og Sportskammbyssu. Bæði mótin eru haldin í Digranesi.
Úrslit verða birt hér um leið og þau berast.

5. apríl 08.  Aðalfundur félagsins verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 17. apríl kl. 20:00 í sal E á 3. hæð !

5. apríl 08.  Starfsleyfi félagsins er komið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi !
Starfsleyfi félagsins barst stjórn í gær eftir langa bið.
 Starfsleyfi Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi

5. apríl 08.  Opnað verður nokkra daga á Álfsnesi í næstu viku, en formleg opnun svæðisins er ráðgerð ágúst.
Formlegt Opnunar-mót skotsvæðisins á Álfsnesi er á dagskrá 16. og 17. ágúst en þá verður haldið Opna Reykjavíkurmótið í Skeet.
Á mótið eru væntanlegar þýskar landsliðskonur í haglabyssugreinum og jafnvel einhverjir fleiri erlendir keppendur.
Dagskrá helgarinnar í ágúst verður auglýst síðar.

2. apríl 08.  Opnun svæðisins á Álfsnesi á næsta leiti.
Starfsleyfi fyrir skotsvæði félagsins á Álfsnesi liggur fyrir og er stefnt á að hafa opið samkvæmt því, en opið verður eftir aðstæðum fyrst um sinn. Hér fyrir neðan er 3.grein leyfisins sem kveður á um opnunartíma svæðisins:

3. gr.
Opnunartími athafnasvæðis
3.1   Opnunartími skal takmarkaður til að draga úr áhrifum af völdum hávaða. Þannig skulu skotæfingar heimilar skv. eftirfarandi:
    a. á veturna, frá 16. september til 14. apríl:
á virkum dögum frá kl. 12-20 og á laugardögum frá kl. 12-18. Heimilt er að rýmka opnunartíma ef fyrirkomulag skotkeppni krefst þess, þó má ekki hefja skotæfingar fyrr en eftir kl. 11 og ekki má nota skotsvæðið eftir kl. 20. Ef um skotkeppni er að ræða er heimilt að nota skotsvæðið innan sama tímaramma á sunnudögum.
    b. á sumrin, frá 15 apríl til 15. september:
á virkum dögum frá kl. 10-22 og á laugardögum frá kl. 10-18. Heimilt er að rýmka opnunartíma ef fyrirkomulag skotkeppni krefst þess.  Ekki má  hefja æfingar fyrr en kl 10 né nota skotsvæðið eftir kl.20 um helgar.  Ef um skotkeppni er að ræða er heimilt að nota skotsvæðið innan sama tímaramma á sunnudögum.
    c. ef ekki er hægt að æfa á laugardögum sökum veðurs þá er leyfilegt að æfa á  sunnudögum á sama tíma og hefði verið opið á  laugardegi.  Gildir þetta bæði fyrir  sumar og vetraropnun.

24. mars 08. Vídd styrkir Skotfélag Reykjavíkur með höfðinglegri gjöf.
Vídd í Bæjarlind 4, gaf á dögunum félaginu flísar á snyrtingu og ganga í félagsheimilinu á Álfsnesi. Lokið er við að leggja flísarnar á gólf og veggi sem gerir aðstöðuna stór glæsilega í alla staði. Hér til hægri er linkur á verslunina og þakkar stjórn félagsins glæsilegan stuðning við félagið.

21. mars 08.  Tilkynnt verður um opnun svæðisins á Álfsnesi næstu daga !
Skotsvæði félagsins hefur verið lokað með hliði og verður það opnað þegar starfsemi hefst. Gert er ráð fyrir að svæðið verði opnað fljótlega eftir páska, en opnunartími ræðst af því að unnt verði að manna vaktir á svæðinu. Stjórn félagsins hvetur þá sem vilja koma að æfingastjórnun að hafa samband sem fyrst.
Fyrst um sinn verða vaktir á svæðinu í sjálfboðavinnu og því áríðandi að félagsmenn gefi kost á sér fyrstu mánuðina til að halda svæðinu opnu, en síðar er ætlunin að ráða starfsfólk til að sjá um það verkefni.

20. mars 08.  Verðlagning Skotfélags Reykjavíkur fyrir tímabilið 2008.
Stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi 11. mars sl. eftirfarandi verðlagningu á æfingasvæðum félagsins.

19. mars 08.  Opnað verður á Álfsnesi eftir Páska.
Svæðið á Álfsnesi verður opnað á næstunni og verður opið eftir aðstæðum og veðurfari hverju sinni það sem eftir er af vetri. Tilkynning um opnun verður sett hér á síðuna eftir Páska.
Nú er verið að gera klárt á haglavöllum og riffilvelli til að hægt sé að hefja starfsemi. Öll jarðvegsvinna er á lokastigi, en nú er verið að fínklæða manir við haglavellina undir sáningu og setja jarðveg inn í haglavelli sem verða tyrfðir. Keyrt verður í bakstopp á riffilvelli fljótlega og battar kláraðir. Bílastæði og vegur fá lokaklæðningu þegar jarðvegsvinnu er lokið og bílastæðin verða völtuð. Girðing umhverfis svæðið verður lagfærð á næstunni og girt verður inn á riffilvöllinn til hliðar við skothúsið. 

10. mars 08. Ásgeir Sigurgeirsson SR er Bikarmeistari í Loftskammbyssu.
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Bikarmeistari. Bikarmótið í Loftskammbyssu fór fram á dögunum og eru úrslitin hér og myndir frá mótinu hérna.

29. feb. 08.  Lokað í Egilshöll á morgun laugardag.
Af óviðráðanlegum orsökum verður lokað á morgun í Egilshöll, en opið verður í næstu viku samkvæmt dagskrá.

29. feb. 08. Ásgeir Sigurgeirsson SR lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í Sviss í dag.
Ásgeir skaut samtals 563 stig. Sjá nánar frá mótinu hér  og  skífurnar hans hér.

25. feb. 08. Opnun skotsvæðisins á Álfsnesi á næsta leiti !
Nú styttist í að við getum opnað svæðið á Álfsnesi. Stefnt er að því að hafa opið einhverja dagparta á næstuvikum. Við munum birta nánari tímasetningar hér á vefnum.
Flísabúiðin Vídd styrkir Skotfélag Reykjavíkur
Flísabúðin Vídd í Bæjarlindinni í Kópavogi, gaf félaginu flísar á baðherbergið og viðbygginguna á Álfsnesi. Við þökkum eigendum Víddar kærlega fyrir stuðninginn.
Skotturnar á haglavelli númer þrú og fjögur tilbúnir.
Smíði turnanna á völl 3 og 4 er nú að ljúka og væntanlega verða þeir fluttir á haglasvæðið innan nokkurra daga.
Riffilvöllurinn er að verða tilbúinn.
Verið er að ljúka við smíði battanna á riffilvöllinn og verða þeir settir upp innan skamms.
Viðgerð og smíði félagsheimilisins er á lokastigi.
Viðgerð og smíði félagsheimilanna er nú í gangi. Verið er að mála stóra húsið að innan og búið er að flísaleggja ganga og hreinlætisaðstöðu.
Ásgeir Sigurgeirsson á Evrópumeistaramót í Sviss.
Loftskammbyssuskyttan okkar, Ásgeir Sigurgeirsson, er að fara til keppni á Evrópumeistaramótinu í Sviss. Hann keppir þar á föstudaginn kemur,29.feb.  Á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is , verður reynt að koma upplýsingum um árangurinn jafnóðum á framfæri en keppnin hefst kl.13:15 að íslenskum tíma.
Allsvenskan mótinu að ljúka.
Nú er keppni á sænska meistaramótinu í loftskammbyssu, Allsvenskan, að ljúka. Við erum þar með 2 lið í keppni og stendur A-liðið mjög vel að vígi og er að keppa um sigurinn í næstefstu deild. Úrslitin ættu að skýrast seinna í vikunni.
Keppnistímabilið í Skeet að hefjast.
Nú styttist í að keppnistímabilið í Skeet hefjist, en fyrsta Landsmót STÍ verður í Hafnarfirði 19.apríl. Við höldum svo okkar fyrsta mót á árinu þann 6.júní á Álfsnesi. Keppnismenn okkar þurfa því að fara að taka til við æfingar og verður þeim orðið það kleift um næstu helgi ef veður leyfir.

17. feb. 08 Ásgeir Sigurgeirsson setur nýtt íslandsmet í Loftskammbyssu Karla með 676,3 stig.
Landsmót STÍ í Loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll laugardaginn 16. feb.
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur gerði sér lítið fyrir og jafnaði Íslandsmetið í loftskammbyssu fyrir úrslit, 576 stig. Í úrslitunum (finalnum) gerði hann svo enn betur og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með alls 676,3 stig ! Hannes Tómasson sem átti fyrra metið hafnaðí í öðru sæti og svo Guðmundur Kr Gíslason í því þriðja.  Þetta er gott veganesti fyrir Ásgeir til Sviss en þar keppir hann á Evrópumeistaramótinu þann 29.febrúar n.k. úrslit komin hérna.Myndir frá mótinu eru einnig komnar hérna.

15. feb. 08.  Halldór Axelsson tekur við formennsku STÍ og Jón S. Ólason tekur sæti í stjórn.
Frétt af vef STÍ 5. febrúar sl.:
"Formaður STÍ, Steinar Einarsson hefur látið af störfum af persónulegum ástæðum. Varaformaðurinn, Halldór Axelsson, hefur tekið við stöðu hans sem formaður og jafnframt hefur Jón S.Ólason tekið sæti sem aðalmaður í stjórn STÍ, en hann var fyrsti varamaður. Stjórn STÍ vill notað þetta tækifæri og þakka Steinari fyrir frábært samstarf og óskar honum alls hins besta."

11. feb. 08.  Opnað í Egilshöll á morgun þriðjudaginn 12 feb.
Æfingar hefjas aftur á morgun eftir vatnsflóð í Egilshöll.

10. feb. 08.  Lokað í Egilshöll næstu daga !
Vegna vatnsflóða í Egilshöll verður ekki hægt að opna skotsalinn næstu daga. Ekki er vitað hvað mikið tjón hefur orðið hjá félaginu, en unnið er við að hreinsa salina og sótthreinsa. Auglýst verður hér á síðunni hvenær opnað verður á ný.

19. jan. 08 Landsmót Stí í loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll í dag.
Úrslit mótsins og myndir frá mótinu.  

1. jan. 08  Skotíþróttafólk ársins 2007 eru Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir, sem bæði keppa fyrir Skotfélag Reykjavíkur !
Þau voru valin sem Skotíþróttamenn ársins 2007 af STÍ.  Voru þeim veittar viðurkenningar í hófi sem haldið var á Grand Hótel 28. desember sl., þar sem lýst var kjöri Íþróttamans ársins.

SKOTÍÞRÓTTAKARL ÁRSINS 2007 ER : Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) Hann hafnaði í 34.sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sinni grein, Loftskammbyssu. Hann var þar aðeins 6 stigum frá því að komast í 8 manna úrslit. Hann náði þar jafnframt Ólympíulágmarkinu með glæsibrag, en það er 563 stig en Ásgeir náði 572 stigum af 600 mögulegum. Ásgeir tók einnig þátt í Smáþjóðaleikunum í Mónakó og gerði sér þar lítið fyrir og sigraði með glæsibrag. Ásgeir varð einnig Íslandsmeistari á árinu og sigraði á flestum þeim mótum sem hann tók þátt í. Hann jafnaði ennfremur áratugagamalt Íslandsmet í sinni grein, 576 stig. Ásgeir keppir fyrir Skotfélag Reykjavíkur

SKOTÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2007 ER : Jórunn Harðardóttir (f.1968) keppti í tveimur skotgreinum á Smáþjóðaleikunum í Mónakó, Loftriffli og Loftskammbyssu, en það er afar sjaldgæft að ná tökum á tveimur greinum í skotfimi. Hún náði bronsinu í Loftskammbyssunni. Jórunn varð einnig Íslandsmeistari í báðum þessum greinum á árinu. Hún setti glæsilegt Íslandsmet í Loftriffli á árinu, 579 stig. Jórunn keppir fyrir Skotfélag Reykjavíkur.

31. des. 07.  Skotfélag Reykjavíkur um áramót !
Staða félagsins verður að teljast mjög góð þrátt fyrir aðstöðuleysið fyrir útiskotreinarnar sl. 7 ár. Starfið í Egilshöll hefur gengið vel  undanfarin misseri og einnig það sem af er tímabilinu 2006 - 2007. Glæsilegur árangur hefur náðst hjá keppnisfólki félagsins í loftbyssugreinum, mörg íslandsmet hafa verið sett og jöfnuð, en árangur Jórunnar Harðardóttur og Ásgeirs Sigurgeirssonar, sem bæði eru úr SR, ber þar hæst enda þau bæði valin skotíþróttafólk ársins sem er að líða.
Stöðugt fjölgar þeim sem nýta sér aðstöðuna í Egilshöll og ganga í félagið og margt áhugafólk hefur nýtt sér 50 metra salinn til æfinga- og tómstundaskotfimi með cal .22 rifflum. Það skal enn og aftur ítekað hér að allir eru velkomnir í Egilshöllina og aðstaðan þar ekki eingöngu fyrir keppnisfólk, heldur einnig fyrir þá sem hafa gaman af skotfimi ýmiskonar.
Það hefur gengið á ýmsu varðandi uppbyggingu skotsvæðisins á Álfsnesi og er ekki ástæða til að rekja það frekar hér, enda er komið að endalokum framkvæmdana við svæðið og full ástæða til að líta með bjartsýni  fram á veginn, þar sem opnun svæðisins er á næsta leiti og loksins að koma aðstaða í Reykjavík til skotiðkunnar eftir langt hlé. Félagsfólk í SR hefur sýnt mikla biðlund og skilning á þeim langa tíma sem framkvæmdirnar hafa tekið og flestum er ljóst að stjórn félagsins réði ekki alltaf framkvæmdahraðanum við svæðið. Ótrúlega margir hafa sýnt félaginu hollustu með því að greiða árgjöldin þau ár sem þeir hinir sömu hafa ekki getað stundað æfingar á útisvæði félagsins og þakkar stjórn félagsins þeim aðilum stuðningin, sem vissulega hefur verið það bakland sem stjórnin hefur oft stuðst við á erfiðum tímum í öllum framkvæmdunum. Þetta fólk eru sannkallaðir heiðurfélagar SR.
Stjórn félagsins vinnur nú að því að undirbúa ráðningu starfsfólks til starfa við æfingastjórn og umsjón með svæðinu á Álfsnesi og í Egilshöll, en opnun svæðisins á Álfsnesi hefur ekki verið tímasett, en ljóst er að stutt er i opnun og verður hún auglýst hér á síðunni þegar að því kemur.
Stjórn félagsins óskar félagsfólki og velunnurum félagsins gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári
!

 

Skotmörk til útprentunar

Ísnes ehf.

TargetTalk Forum Index
Skotfimispjall um Ólympískar
 skotgreinar frá 10 metrum

 til 50 metra -
og allt þar á milli.

           

 


Loftmynd af Álfsnesi 19.08.07.


Fyrsta merki félagsins ?
Smellið á merkið til að skoða nánar.
Allar upplýsingar um merkið vel þegnar.
Stjórn félgsins.

 

 

 

 

 

AddThis Social Bookmark Button