Fréttir 2003 Skoða sem PDF skjal

13. des. 03.  Málningarvinnu í Egislhöll er lokið og vinna við ragmagn er í undirbúningi. Áætlað er að æfingar hefjist í byrjun janúar í loftbyssugreinum. Eins og áður hefur komið fram hafa orðið verulegar tafir á að starfssemin gæti hafist í nýrri aðstöðu félagsins í innigreinum. Stjón félagsins vonast til að ekki verði frekari tafir en þegar hafa orðið og að félagsmenn geti hafið æfingar í nýrri aðstöðu félagsins í Egilshöll á nýju ári í loftbyssugreinum.

1. des. 03  Riffilnámskeið á vegum STÍ hófst í dag í sal Skotfélags Kópavogs í Digranesi. Rune Sörlie frá Noregi sér um þjálfun á námskeiðinu, sem stendur í u.þ.b. eina viku. Námskeiðið er haldið á vegum STÍ. Myndirnar eru frá námskeiðinu, á fyrri myndinni er Rune við þjálfun og hluti þátttakenda á seinni myndinni.

1. des. 03  Framkvæmdir í Egilshöll hafa tafist um nokkrar vikur. Nú er málningarvinnu að mestu lokið og á næstunni mun hefjast vinna við að koma rafmagni inn í skotaðstöðuna. Ekki er komin dagssetning á það hvenær verður hægt að hefja starfssemi í Loftbyssugreinum, en ef allt gengur að óskum verður hæt að byrja fljótlega eftir jól.

26. nóv. 03.  Mótaskrá STÍ í innigreinum fyrir tímabilið 2003 - 2004 er komin á netið. sjá ww.sti.is

21. nóv 03.  STÍ auglýsir riffilnámskeið hjá Skotfélagi Kópavogs í byrjun desember. Þann 1.desember kemur til landsins norskur riffilþjálfari og mun Steinar Einarsson skipuleggja námskeið fyrir skotmenn vikuna 1.des til 5.des. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Skotfélags Kópavogs í Digranesi, Kópavogi.  Reiknað er með að kostnaður pr.þátttakanda verði  kr. 12,000 sem ber að greiða til STÍ við upphaf námskeiðsins. Nánari upplýsingar um tímasetningu verða sendar út og eins birtar á heimasíðu STÍ, www.sti.is strax og fjöldi þátttakenda verður ljós. Þátttökutilkynningar má senda til skrifstofu STÍ, á tölvupóst Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. '; document.write( '' ); document.write( addy_text83862 ); document.write( '<\/a>' ); //--> Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða á fax 5881488 Eða hafa samband við Steinar í gsm: 8921836

15. nóv. 03.  KR-ingar kepptu í skotfimi í Laugardalshöll í dag.   Árgangur 1969 í KR, "KR-69" keppti í ýmsum greinum, s.s. fótbolta og skotfimi með lotfrifflum í Laugardalshöll í dag. Tvö lið kepptu, svarta liðið og hvíta liðið. Hver keppandi skaut 5 skotum og munaði einungis 3 stigum á liðunum samanlagt. Sá sem skoraði best skaut 49 stig af 50 mögulegum. Guðmundur Kr. Gíslason stjórnarmaður SR sá um að aðstoða keppendur.
Nokkrar myndir frá keppninni í dag:

13. nóv. 03  Samningur Reykjavíkurborgar og Skotfélags Reykjavíkur um afnot SR af Álfsnesi var undirritaður í dag hjá Borgarverkfræðingi.
Með samningnum skuldbindur Reykjavíkurborg sig til að leggja 30 millijónir til uppbyggingar svæðisins á þessu ári. Skipulagningu svæðisins er lokið og er vinna við vegalagningu og girðingu umhverfis svæðið í gangi. Sjá nánar PDF mynd af skotsvæði SR.  Þegar vegalagningu lýkur verður hafist handa við framkvæmdir á skotsvæðinu.
Myndirnar eru teknar í dag við undirritun samningsins, á mynd til vinstri undirrita Hilmar Árni Ragnarsson formaður SR og Björn Ingi Sveinsson Borgarverkfræðingur samninginn. Á mynd til hægri eru Kjartan Friðriksson SR, Hilmar Árni Ragnarsson SR, Björn Ingi Sveinsson Borgarverkfræðingur, Magnús Haraldsson Umhverfis- og Tæknisvið  og Guðmundur Kr. Gíslason SR.

11. nóv. 03.  Borgarráð staðfesti í dag samning sem gerður hefur verið við Skotfélag Reykjavíkur um afnot af norð-vesturhorni Álfsness undir skotsvæði félagsins. Nánar er greint frá staðfestingu samningsins á vef borgarinnar  www.rvk.is.  Undirritun  samningsins fer fram fljótlega.  Sjá nánar PDF mynd af skotsvæði SR.

10. nóv. 03  Nokkrar tafir hafa orðið á að framkvæmdir félagsins við inniaðstöðuna gæti hafist. Vonast stjórn félagsins til að félagsmenn geti hafið æfingar í loftbyssugreinum fljótlega, en tímasetning er enn óljós. Gert hafði verið ráð fyrir að málningarvinnu yrði lokið um þessar mundir, en vegna forfalla hefur það verk tafist. Enn eru rafmagnsmálin ófrágengin og verður ekki hægt að hefjast handa við að koma loftbyssuaðstöðunni í gang fyrr en það er komið í lag. Nánar verður greint frá gangi mála næstu daga.

8. nóv 03.  Skotþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið í dag í Íþróttamiðstöðinni laugardal. Eitt fjölmennasta Skotþing Stí var haldið í dag og var mikill samhugur á þinginu. Forseti Íþrótta- og Ólimpíusambands Íslands, Ellet B. Schram ávarpaði þingið og tók fram m.a. að hann hefði ekki áður séð svona fjölmennt skotþing. Í skýrslu stjórnar og gjaldkera kom m.a. fram að fjárhagur sambandsins væri komin í gott horf eftir mikla erfiðleika undanfarin misseri. Formaður sambandsins, Jón S. Ólason var endurkjörinn ásamt gjaldkera, Guðmundi Kr. Gíslasyni og varaformanni, Steinari Einarssyni. Tveir nýjir menn tóku sæti í stjórn STÍ, þeir Kjartan Friðriksson og Halldór Axelsson. Nánar á heimasíðu STÍ.....
Á myndinni til vinstri er nýkjörin stjórn STÍ: Frá vinstri Halldór Axelsson, Jón S. Ólason, Steinar Einarson, Guðmundur Kr. Gíslason og Kjartan Friðriksson. Á myndinni til hægri ávarpar Ellert B. Schram þingið.
   

29. okt 03.  Samningur um afnot Skotfélags Reykjavíkur af 750m2 skotaðstöðu í Egilshöll var undirritaður í kvöld. Samningurinn er þríhliða, þ.e. milli Reykjavíkurborgar, ÍTR og Skotfélags Reykjavíkur. Borgarstjóri, Þórólfur Árnason, Ómar Einarsson framkvæmdarstjóri ÍTR og Hilmar Árni Ragnarsson formaður Skotfélags Reykjavíkur undirrituðu samninginn.
Myndin eru frá undirritun samningsins.
 

15. okt. 03.  Innaðstaða félagsins í Egilshöll verður máluð á næstu dögum og væntanlega verður gengið frá rafmagni inn í rými félagsins, a.m.k. loftbyssuaðstöðuna fljótlega. Eins og áður hefur komið fram hafa tafir orðið á að félagið gæti hafið starfssemi í loftbyssu eins og ráðgert hafði verið, vegna framkvæmda byggingaraðila inni í rými SR. Enn er eftir að ganga frá rafmagni og ýmsu því tengdu til að hægt verði að hefja starfssemi á fullum krafti. Vonast er til að ekki dragist mikið lengur að koma loftbyssunni í gang, en greint verður frá því hér um leið og málin skýrast.

10. okt 03.  Samningur milli SR og Borgarinnar fer fyrir Borgarráð á næstu dögum. Í dag var samningur um afnot SR af Álfsnesi samþykktur af stjórn SR og embætti Borgarverkfræðings. Á næstu dögum verður hann lagður fyrir Borgarráð til samþykktar. Nú þegar er hafin vinna við kostnaðaráætlun við framkvæmdir inni á svæðinu. Eins og fram hefur komið hefjas framkvæmdir við veg og girðingu um næstu mánaðarmót og verður hafist handa við framkvæmdir á svæðinu strax og vegalagningu lýkur. Sjá nánar mynd af skipulagi svæðisins.

5. okt 03.  STÍ sendir skotmenn á dómaranámskeið til Osló í haglabyssu- og skammbyssugreinum. Stjórn STÍ hefur ákveðið að námskeiðið mun verða á kostnað þess nema hvað félög þátttakenda þurfa að greiða kr. 10.000 fyrir hvern þáttakanda síns félags. Farið verður föstudaginn 24 okt. nk og komið til landsins aftur 27. okt.
Þátttakendur eru: Í haglabyssu:  Alfreð K. Alfreðsson SR, Ívar Erlendsson SÍH,  Áki H. Garðarsson SA og  Ingimundur Sigurmundsson SFS. Í skammbyssu: Guðmundur Kr.Gíslason SR, Steinar Einarsson SFK, Steindór H.Grímarsson SFK,  Ingibjörg Ásgeirsdóttir ÍFL og Jóhann Norðfjörð SFS.

5. okt 03 Reglugerðabók ISSF er til sölu hjá STÍ.  ISSF reglugerðarbókin með nýjustu breytingum fæst á kr. 2,500 á skrifstofu STÍ, en eins er hægt að sækja bókina á pdf-formi af heimasíðu ISSF.  Það er nauðsynlegt fyrir alla þá sem stunda skotíþróttir að eiga bókina og þekkja reglur íþróttarinnar.

2. okt 03.  Framkvæmdir við veg og girðingu umhverfis skotsvæðið á Álfsnesi eru á næsta leiti. Framkvæmdir við veginn og girðinguna umhverfis skotsvæðið á Álfsnesi eru á áætlun um mánaðarmótin okt / nóv nk. Búið er að velja verktaka til verksins.

30. sept 03Breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um skotvopn sem tóku gildi 10. sept sl. Meðal annars er lágmarksaldur unglinga færður niður í 15 ár og unglingar geta nú æft og keppt með cal.22 riffli, en þeir höfðu eingöngu leyfi til æfinga og keppni með loftbyssum og haglabyssum áður. nánar um breytingarnar.

28. sept 03.  Væntanlega verður hægt að hefja æfingar í loftbyssugreinum í október. Gert hafði verið ráð fyrir að opna loftbyssuaðstöðu SR í Egilshöll 1. okt nk., en einhverjar tafir verða á því að starfssemin geti hafist. Iðnarðamenn eru u.þ.b. að leggja síðustu hönd á pípulagnir, ísetningu hurða, frágangs rafmagns inn í aðstöðuna ofl. Þegar því er lokið verður hægt að ganga frá aðstöðunni fyrir alls 16 brautir í loftbyssu og hefja æfingar. Nákvæm dagssetning liggur ekki fyrir. Þegar æfingar eru hafnar í loftbyssugreinum er enn mikil vinna framundan við að koma ýmsum búnaði fyrir í húsnæðinu s.s. skotbrautum í 50metra sal ofl.

25. sept. 03  Skeytið - fréttabréf félagsins hefur ekki komið út síðustu misseri. Væntanlega verður það gefið út aftur innan tíðar, þ.e. þegar framkvæmdir félagsins komast á lokastig og tími gefst til. Hér er Skeytið frá júlí 1999 á PDF formi til fróðleiks og upplýsinga: SKEYTIÐ - 1. tbl. 132. árg. júlí 1999.

24. sept 03. Samningur um afnot félagsmanna Skotreynar af væntanlegum riffilvelli SR á Álfsnesi var undirritaður miðvikudaginn 22 sept sl. Samningurinn veitir félagsmönnum í Skotreyn með greidd árgjöld í sínu félagi aðgang að riffilvelli félagsins á almennar æfingar gegn sama gjaldi og félagsmenn í SR greiða hverju sinni. Samningurinn milli félagana var skilyrði borgaryfirvalda fyrir úthlutun svæðisins á Álfsnesi. Í framhaldi af samningi félagana mun borgin gera samning við SR um afnot af svæðinu á Álfsnesi.
Nú þegar hefur verið gengið frá útboði í vegalagningu inn á svæði SR og girðingu umhverfis það.
Stjórn félagsins vonast til að framkvæmdir við undirstöður félagsheimilisins geti hafist innan tíðar og einnig jarðvegsvinna við skotvelli.
Á myndinni eru: Guðmundur Kr. Gíslason framkvæmdastjóri SR, t.v. og Þorsteinn Gunnarsson formaður Skotreynar, t.h. eftir undirritun samningsins.

16. sept 03.  Lyklar að inniaðstöðu félagsins í Egilshöll voru afhentir í dag ! Framkvæmdarstjóri Egilshallarinnar afhenti stjórn SR lykla að inniaðstöðunni í dag. Á næstunni verður hafist handa við að koma loftbyssu - aðstöðu félagsins í gang og er stefnt að því að hefja æfingar í loftbyssugreinum um næstu mánaðarmót. Mikil vinna er framundan í aðstöðu félagsins, td. málningarvinna, uppsetning skotborða, skotbrauta, frágangur rafmagns ofl. Aðstaðan fyrir púðurgreinarnar, þ.e. 25 - og 50 metra salurinn verður tekin í notkun síðar.

14. sept. 03. Hilmar Árnason SR hefur lokið keppni í SKEET á Kýpur á 107 af 125 mögulegum. Hilmar skaut fyrsta dag mótsins 21 + 21, annan daginn 21 og þriðja daginn 23 + 21. sjá nánar fréttir 12.sept...

13. sept 03  Stjórn STÍ auglýsir dómaranámskeið í skotíþróttum 24 - 26 okt nk. í Osló. Félagsmenn SR sem áhuga hafa á að starfa sem dómarar í skotíþróttum og afla sér réttinda sem slíkir, eru hvattir til að tilkynna þátttöku til stjórnar SR á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   Nánari upplýsingar á heimasíðu STÍ fréttir / dómaranámskeið Skráningafrestur er til 18. sept. nk.

12.sept 03.  Heimsmeistaramót í haglabyssugreinum á Kýpur, "ISSF Shotgun World Championships Nicosia 10 - 17 September 2003" Hilmar Árnason SR er að keppa þessa dagana á Heimsmeistaramótinu í haglabyssu sem haldið er á Kýpur. Á fyrsta degi skaut hann tvo hringi, þann fyrsta á 21 dúfu af 25 og þann seinni á  21 dúfum af 25. Þetta er ágætlega gert hjá Hilmari sem er þarna einn og óstuddur. Á morgun, föstudag  verða skotnir 2 hringir og svo á laugardaginn síðasti hringur ásamt því að 6 manna úrslit fara fram. Keppendur í Skeet - greininni eru um 260 talsins á mótinu en einnig er keppt í Trap og Double Trap. Nánari upplýsingar um mótið munu fást í gegnum heimasíðu ESC, en tengill á hana er neðarlega  til vinstri á forsíðu sr.is. ISSF verður með beina útsendingu frá öllum úrslitum (  finale ) á netinu á ISSFNEWS.com

5. sept 03.  Páll Guðmundsson úr Skotfélagi Keflavíkur er látinn.
Páll lést við veiðiskap í Grenlæk föstudaginn, 29.ágúst 2003. Hann var jarðsunginn 5.september.
Páll setti m.a. Íslandsmet í Skeet á Landsmóti STÍ í Þorlákshöfn þann 4.júní 1994,  þar sem hann skaut 112 + 23 í final.
( 22+25+21+20+24 + 23 alls 135 )
 


15. ágúst 03. 
Samningagerð félagsins og borgarinar komnar á fullt skrið eftir sumarleyfi.
Uppkast af samningi um afnot SR af Álfsnesi liggur fyrir og er búist við að samningar um skotsvæðið verði undirritaðir á næstunni. í kjölfarið verður hafist handa við framkvæmdir á svæðinu.
Inniaðstaða félagsins opnuð 1. okt ! Framkvæmdir við inniaðstöðu félagsins í Egislhöll ganga samkvæmt áætlun. Ráðgert er að hefja starfssemi í loftbyssu - greinum 1. okt nk. Starfssemi hefst í öðrum greinum nokkru síðar.

2. júlí 03.  Skotsvæðið á Álfsnesi samþykkt í Borgarráði. Framkvæmdir eru að hefjast við veg inn á svæðið og girðingu umhverfis það. Unnið er að undirbúningi jarðvegsvinnu fyrir skotvelli félagsins. Teikningar af skotvöllum félagsins liggja fyrir og er búist við að framkvæmdir hefjist fljótlega. Samningagerð félagsins við borgina um afnot af svæðinu á Álfsnesi er á lokastigi. Nánar um samþykktir borgarinnar hér fyrir neðan:

12.júní 2003  Fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar :

1.      Skotæfingasvæði í Álfsnesi.

2003050182

Lagt fram á ný bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 15. maí 2003

ásamt umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 12. júní 2003.

            Nefndin samþykkti umsögnina með 5 samhljóða atkvæðum.
 
24.júní 2003 Fundur Skipulags- og byggingarnefndar :
Umsókn nr. 20358 (04.1)
2. Skotfélag Reykjavíkur, og Skotveiðifélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Álfsnes
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að staðsetningu skotæfingasvæðis
á Álfsnesi dags. 18.12.02, breytt 21.04.03. Einnig lögð fram bókun umhverfis- og
heilbrigðisnefndar frá 12.06.03.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

 
1.júlí 2003  Fundur Borgarráðs 1.júlí 2003:
Liður 12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m.,
sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um tillögu að staðsetningu
skotæfingasvæðis á Álfsnesi. 99050276
Samþykkt.

22. júní 03. Skotreyn opnar á ný æfingasvæðið í Miðmundardal. Stjórn Skotreynar hefur boðið félagsmönnum Skotfélags Reykjavíkur að stunda æfingar í Miðmundardal á sama verði og félagsmönnum þeirra. Nánar upplýsingar um æfingatíma á heimasíðu Skotreynar...

21. júní 03.  Skotsvæðið á Álfsnesi fyrir borgarráð 1. júlí. Seinkun hefur orðið á afgreiðslu skotsvæðisins hjá nefndum borgarinnar og væntanlega fer málið fyrir borgarráð 1. júlí nk. Erindið verðrður tekið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd 25.06. og síðan fer það fyrir Borgarráð 01.07. Gatnamálastofa er að undirbúa vegalagningu ( gera tillögu um veg ) inn á svæðið, og mun vinna að því í trausti þess að erindið afgreiðist á þessum tveimur fundum framundan.

 Fundargerð Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 9.maí 2003 !
36.03 Skotfélag Reykjavíkur, og Skotveiðifélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Álfsnes
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að staðsetningu skotæfingasvæðis á Álfsnesi dags. 18.12.02, breytt 21.04.03.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
 
Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar 14.maí 2003 !
Umsókn nr. 20358 (04.1)
7.
        Skotfélag Reykjavíkur, og Skotveiðifélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Álfsnes
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að staðsetningu skotæfingasvæðis á Álfsnesi dags. 18.12.02, breytt 21.04.03.
Málinu vísað til umsagnar umhverfis-og heilbrigðisnefndar.

Ívar Pálsson vék af fundi við afgreiðslu málsins, Sigríður Þórisdóttir tók við fundarritun.

 
Fundargerð Umhverfis og heilbrigðisnefndar 22.maí 2003 !   
1.  Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðfélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Álfsnes.  2003050182

Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 15. maí 2003.

            Björn Axelsson, Skipulags- og byggingarsviði, kom á fundinn.

Nefndin samþykkti með 5 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umsagnar Umhverfis og heilbrigðisstofu.

29. maí 03.  Seinkun á afgreiðslu borgarinnar á skotsvæðinu á Álfsnesi. Einhver seinkun verður á að væntanlegt skotsvæði verði tekið til afgreiðslu hjá nefndum borgarinnar. Áætlað hafði verið að borgarráð afgreiddi málið 27. maí sl. en það mun tefjast um a.m.k. tvær vikur.

Endanleg teikning af væntanlegu skotsvæði SR: ( sjá nánar fréttir 17. apríl 03 )


12. maí 03. Skotsvæðið fyrir nefndir borgarinnar í lok mánaðarins. Einhverjar tafir verða á afgreiðslu skotsvæðisins hjá Borginni frá því sem áður var ætlað. Skipulag skotsvæðisins fer fyrir nefndir borgarinnar á næstunni, Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið fyrir 21. maí, Umhverfis- og tækninefnd fjallar um málið 22. maí og loks mun Borgarráð taka málið fyrir 27. maí. Samningagerð við félagið er í gangi þessa dagana og er gert ráð fyrir að þeir verði tilbúnir fljótlega eftir að málið kemur ú Borgarráði. Enn er ekki ljóst hvenær verklegar framkvæmdir hefjast, en það mun skýrast um mánaðarmótin.

8. maí 03. Tillagan um skotsvæði á Álfsnesi verður lögð fyrir Borgarráð þriðjudaginn 13. maí. Nánari fréttir í næstu viku.

17. apríl 03. Endanleg teikning af skotsvæðinu á Álfsnesi frá Borgarskipulagi. Hér fyrir neðan er teikning sem Borgarskipulag gerði af svæðinu á Álfsnesi. a) er svæði vélhjólamanna, b) er svæði Skotfélags Reykjavíkur og c) er svæði Skotreynar. Á svæði SR (b) er b-1 riffilvöllur, b-2 er bílastæði og félagsheimili og b-3 eru haglavellir. Á svæði Skotreynar (c) er c-2 bílastæði og félagsheimili og c-1 haglavellir. Á myndinni eru teiknuð öryggissvæði umhverfis haglavellina ( bogadregnar punktalínur í skotlínu ), vegur inn á svæðin og lengst til hægri er væntanleg Sundabraut teiknuð með tveimur punktalínum frá suðri til norðurs. Gula punktalínan afmarkar svæðin og er gert ráð fyrir girðingu umhverfis skotsvæðin.

14. apríl 03. Endanleg niðurstaða á landamerkjum skotsvæðisins á Álfsnesi liggur fyrir. Borgarskipulag hefur samþykkt landamörk svæðisins og verður það lagt fyrir borgrráð eftir páska. Áætlað er að samningur verði gerður um svæðið í kjölfarið.

2. apríl 03. Inniaðstaða félagsins í Egilshöll tilbúin í haust. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsins í innigreinum geti hafist í haust í öllum geinum. Á næstunni verður sett upp kúlugildra í 50 metra salnum og húsnæðið málað. Loftræstingin er komin upp og væntanlega verður farið í að ganga frá rafmagni innan tíðar. Innréttingar, hurðir og fleira er einnig á dagskrá á næstunni. Loftbrautir félagsins í Laugardalshöll og annar búnaður verður fluttar upp í Egilshöll þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Hér fyrir neðan eru nýjustu myndir úr skotaðstöðunni í Egilshöll. Myndirnar eru teknar í lok mars.

14. mars 03. Samningagerð borgarinnar og Skotfélags Reykjavíkur undirbúningi. Í undibúningi eru samningar við borgaryfirvöld um skotsvæðið á Álfsnesi. Stjórn SR leggur áherslu á að klára samningana sem fyrst til að tefja ekki lengur en þegar er orðið að framkvæmdir á svæðinu geti hafist.

6. mars 03. Skipulag skotsvæðis á Álfsnesi liggur fyrir í grófum dráttum. Samkomulag sem Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn gerðu um skiptingu svæðisins, og samþykkt var á fundi Borgarverkfræðings og ÍTR 17. feb. sl., hefur verið útfært hjá Borgarverkfræðingi.  Á myndinni hér til vinstri má sjá útlínur svæðana og girðingu umhverfis þau. Svæði merkt b) er svæði Skotfélags Reykjavíkur, e) er öryggissvæði milli skotsvæðanna, c) er svæði fyrir Skotreyn og a) er svæði ætlað vélhjólamönnum. Á svæði Skotfélags Reykjavíkur b) er merkt b1) fyrir 500 metra riffilvöll, b2) bílastæði og félagsheimili og b3) rými fyrir fjóra haglavelli. Stjórn Skotfélags Reykjavíkur á enn eftir að ljúka samningagerð um svæðið við borgina og ÍTR, ásamt nánari útfærslum innan og utan svæðisins.

27. feb. 03. Úti - og inniskotsvæði félagsins í undirbúningi. Hjá embætti Borgarverkfræðings er unnið að undirbúningi svæðisins á Álfsnesi samkvæmt tillögum sem samþykktar voru hjá Borgarverkfræðingi og ÍTR 17. feb. sl. Reiknað er með að fundur um samning um landið undir skotsvæðið verði boðaður næstu daga. Áætlað er að varið verði 30 milljónum til framkvæmda á svæðinu í ár. Stjórn SR leggur áherslu á að undirbúningi verði hraðað til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst og starfssemi félagsins geti hafist í vor á Álfsnesi.
Samningurinn um inniaðstöðu félagsins tekur gildi 1. apríl nk. Nú þegar hefur stjórn lokið við hönnun inniaðstöðunnar og er þegar byrjað að undirbúa smíði skotgildru í 50 metra salnum og undirbúningur hafin við önnur verk.

17. feb 03.  Á fundi í dag hjá Borgarverkfræðingi var ákveðið að Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn fengu svæði undir skotvelli á Álfsnesi. Fundur var haldin í dag með forsvarsmönum skotfélagana, Skotfélags Reykjavíkur og Skotreyn, formanni ÍTR, og embættismönnum borgarverkfræðings.
Tillögur félagana um staðsetinigu og legu svæðana voru samþykktar og er búist við að næstu skref verði að teikna skotvellina inn á svæðið ásamt undirbúningi við vegalagningu, girðingu ofl.
Á fundinum var áhersla lögð á að vinnu við uppbyggingu vallana verði hraðað eftir fremsta megni og búist er við að framkvæmdir geti hafist fljótlega. Teikning af svæðinu verður birt hér um leið og hún liggur fyrir.

14.feb. 03.  Ákvörðun um að Skotfélagi Reykjavíkur og Skotreyn verði úthlutað svæðum á Álfsnesi verður væntanlega tekin nk. mánudag.  Fundur með forsvarsmönnum félagana, ÍTR og Borgarverkfræðingi verður haldin nk. mánudag. Þar mun væntanlega verða tekin ákvörðun um að úthluta skotfélögunum svæði fyrir skotvelli. Samkomulag er milli Skotfélags Reykjavíkur og Skotreynar um skiptingu á svæðinu og verða félögin áfram rekin sitt í hvoru lagi á tveimur samliggjandi svæðum. Stjórnir félagana hafa undanfarið fundað um ýmis atriði, s.s. öryggissvæði umhverfis skotvellina, vegastæði, girðingar og skipulag skotvallana. Frumdrög að svæðinu hafa verið samþykkt af stjórnum félagana og verða þau lögð fyrir fundinn á mánudag.

12. feb. 03. Skotsvæði á Álfsnesi að verða að veruleika ! Allar líkur benda til að skotsvæði á Álfsnesi sé að verða að veruleika. Þessa dagana er unnið að því að ljúka frumdrögum að útiskotsvæði félagsins á Álfsnesi. Drögin verða lögð fyrir Borgarverkfræðing og ÍTR nk. mánudag. Í næsta nágrenni við SR verða Vélhjólaíþróttafélag Reykjavíkur og SKOTREYN með æfingasvæði. Stjórn SR mun boða til félagsfundar þegar niðurstöður liggja fyrir.

7. feb. 03. Styttist í niðurstöðu um útiskotsvæði SR á Álfsnesi ?
Fundur um útisvæðamál SR á Álfsnesi verður haldin mánudagin 10 feb. hjá borgarverkfræðingi. Fréttir af fundinum og niðurstöðu hans verða birtar á fréttir sr.is þriðjudaginn 11. feb. Stjórn SR stefnir að því haldin verði alþjóðamót á svæðinu í ýmsum greinum skotíþrótta í náinni framtíð. Til að hægt verði að halda slík mót á svæðinu verður að tryggja að svæðið verði hannað sem skotíþróttasvæði með það fyrir augum að Íslendingar geti tekið þátt í alþjóða mótahaldi í skotíþróttum. Stjórn SR hefur þegar látið hanna svæðið með tilliti til þess. Mikil vinna, gagnaöflun og tæknivinna við skotvallagerð hefur farið fram sl. átta ár á vegum SR. Borgarskipulag vann einnig ýmsar skýrslur ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum um sama efni. Skýrslurnar sem fylla a.m.k. tvær möppur eru í vörslu embættis borgarverkfræðings.

23. jan 03. Væntanlegt útiskotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Hér fyrir neðan eru nokkrar ljósmyndir frá væntanlegu skotsvæði SR og umhverfi þess á Álfsnesi. Stjórn SR er í viðræðum við borgaryfirvöld um útisvæðið á Álfsnesi og væntanlega koma nánari fréttir af gangi mála á næstunni.Á Álfsnesi er
gert er ráð fyrir 500 metra riffil- og skammbyssubraut og fjölbreyttri aðstöðu fyrir haglabyssur, s.s. Skeetvöllum, Sportingvöllum og Trapvöllum. Á væntanlegu útisvæði SR verður boðið uppá aðstöðu til skotæfinga fyrir hinn almenna borgara sem stundar skotíþróttir sem tómstundargaman, fyrir þá sem vilja æfa sig fyrir veiðar ýmiskonar og loks keppnismenn í ýmsum skotíþróttum. Gert er ráð fyrir aðstöðu til mótahalds, s.s. Landsmót í öllum greinum skotíþrótta sem stundaðar eru á Íslandi, Smáþjóðaleika og önnur stærri mót sem haldin eru í nágrannalöndum okkar.

10. jan 03. Tímamót í sögu Skotfélag Reykjavíkur - félagið fær framtíðar - inniaðstöðu í Egilshöll !
Samningur um inniaðstöðu Skotfélags Reykjavíkur var undirritaður í dag við hátíðlega athöfn.
Einn mesti einstaki viðburður í sögu félagsins varð í dag, föstudag 10. janúar, þegar samningur um inniaðstöðu félagsins var undirritaður af borgarstjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og eigendum Egilshallar. Um er að ræða viðbótarsamning um æfingaraðstöðu fyrir ýmsar íþróttagreinar, þar á meðal inniaðstöðu fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Búist er við að æfingar geti hafist af fullum krafti í haust í nýrri og glæsilegri inniaðstöðu félagsins.
Nokkarar myndir frá undirskrift samningsins:

Frá undirritun samningsins í Egilshöll 10. janúar 2003.

AddThis Social Bookmark Button