31. des. 04. Áramótahugleiðing í lok ársins 2004, sem líklega verður minnst sem tímamóta í sögu skotíþrótta í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðunnar í Egilshöll og framkvæmda við útiskotsvæðið á Álfsnesi. Stærsti viðburður í sögu Skotfélags Reykjavíkur og skotíþrótta á íslandi frá upphafi, átti sér stað á árinu 2004, þegar skotíþróttaaðstaðan í Egilshöl var tekin í notkun. Nú er verið að leggja síðustu hönd á aðstöðuna, en framkvæmdir hafa gengið vonum framar og er þar að þakka framtaki félagsmanna sem hafa lagt nótt við dag að koma starfssemini í gang. Enn eru eftir ýmis verkefni til að fullklára aðstöðuna, en væntanlega mun sjá fyrir endan á þeim framkvæmdum á næstu mánuðum. Nú er unnið við að koma útiskotsvæðinu á Álfsnesi í gagnið og hefur stjórn félagsins væntanlega tryggt fjármagn til að klára skotsvæðin. Lögð verður áhersla á að koma húsakosti félagsins á grunna í janúar og tengja rafmagn og vatn í þau. Á sama tíma verða framkvæmdir við haglavellina í fullum gangi og mun stjórn félagsins leggja áherslu á að félagsmenn geti hafið æfingar sem fyrst í Skeet. Framkvæmdir við riffilvöllin verða einnig í fullum gangi og þegar er búið að grófjafna riffilbrautina, en eftir er að hanna og smíða skotskýlið ásamt öryggismönum umhverfis riffilbrautina. Vegurinn inn á svæðið er að verða tilbúinn, vatnslagnir eru komnar inn á svæðið ásamt rafmagni. Mikil vinna er framundan við frágang ýmiskonar, enda er stefnan að gera svæðið umhverfisvænt og reiknað er með að nota grjót og annan jarðveg á svæðinu við frágang, til að raska sem minnst umhverfinu. Sáð verður grasfræi í manir og riffilvöll ásamt ýmsum gróðri til skjóls og fegrunar svæðisins. Húsum félagsins verður þannig komið fyrir að þau myndi skjól fyrir félagsmenn á góðviðrisdögum þar sem hægt verður að grilla og vera með ýmsar uppákomur í tengslum við skotíþróttina. Stjórn félagsins vonast til að félagsmenn leggist á árar með stjórn á nýju ári, til að koma elsta íþróttafélagi landsins aftur í fremstu röð skotfélaga í landinu, með þáttöku í uppbyggingu félagsins, bæði í Egilshöll og á Álfsnesi. Unglingastarf í félaginu verður umfangsmikið næstu misseri, en stjórn félagsins hefur þegar undirbúið unglingastarf sem lagt verður af stað með þegar aðstaðan verður tilbúin, en nú þegar hafa nokkrir unglingar látið að sér kveða í innigreinum í Egilshöll. Lágmarks aldur þeirra sem mega stunda skotíþróttir hefur verið lækkaður í 15 ár, sem gerir félaginu kleift að sinna unglingum enn betur en áður hefur þekkst í skotíþróttum á íslandi. Þá er stjórn félagsins er með í undirbúningi stefnu fyrir afreksskotíþróttafólk, sem verður kynnt síðar. Stjórn félagsins stefnir á m.a. að hefja samskipti við erlend skotfélög, sem væntanlega verða boðin til landsins til keppni á næstu misserum. Stjórn bindur miklar vonir við erlendu samskiptin, sem gefa íslendingum kost á að keppa við erlenda skotmenn hér heima og erlendis. Það er skoðun stjórnar að slík stefna muni skila íslenskum afreksskotmönnum mikilli reynslu, sem mun nýtast skotíþróttinni til framtíðar í auknum árangri og þekkingu á íþróttinni hér heima og erlendis. Eins og áður hefur komið fram er árið 2004 mesta framfrarár Skotfélags Reykjavíkur síðan félagið var stofnað árið 1867. Aðstaðan í Egilshöll og framkvæmdirnar á Álfsnesi eiga eftir að undirstrika þá staðreynd þegar fram líða stundir. Skotsvæðið á Álfsnesi á eftir að marka tímamót í sögu skotíþróttarinnar á íslandi í haglagreinum þegar teknir verða í notkun þrír Skeetvellir ásamt Trap og Sportingvöllum á svæðinu. Riffilvöllur félagsins verður einn sinnar tegundar á landinu, en nokkrar nýjungar verða á honum, m.a. skotskýlinu og skotbananum með tilliti til öryggis og aðstöðu fyrir skotmenn. Á Álfsnesi eru að rísa skotvellir þar sem verða haldin stórmót í skotþíþróttum í framtíðinni. Haglavellir félagsins eru þannig hannaðir að þeir verða löglegir fyrir alþjóðamót bæði í Skeet og Trap. Riffilvöllurinn verður einnig hannaður með það fyrir augum að íslendingar geti haldið erlend mót í flestum riffil og skammbyssugreinum. Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn á árinu og vonast eftir áframhaldandi samstarfi á næstu árum við uppbyggingu á aðstöðu félagsins og skotíþróttarinnar. Þá óskar Stjórn Skotfélags Reykjavíkur félagsmönnum, velunnurum félagsins og áhugafólki um skotíþróttir gleðilegs nýs árs og friðar á komandi ári. 29. des. 04. Frétt frá STÍ í kvöld. Íþróttafólk ársins 2004 hjá Skotíþróttasambandi Íslands var valið í kvöld. Skotíþróttakona ársins 2004 er Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Jórunn sigraði í flestum keppnum ársins í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli. Hún varð Íslandsmeistari í báðum greinum og eins hlaut hún Bikarmeistaratitil í þeim báðum. Hún setti Íslandsmet í Loftriffli og eins sigraði hún á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki en þar keppti hún í almennum flokki við karlana. Skotíþróttakarl ársins 2004 er Hannes Tómasson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Hannes sigraði á öllum þeim mótum sem hann tók þátt í á árinu. Hann varð Íslandsmeistari í Loftskammbyssu og einnig varð hann Bikarmeistari í sömu grein. Hannes er afar fjölhæfur í skammbyssugreinunum og hefur verið yfirburðamaður í þeim um árabil. Myndin til vinstri er tekin á skotsvæði félagsins á Álfsnesi og meðfylgjandi eru teikningar af svæðinu eins og það mun líta út í framtíðinni. Teikning nr. 1 Teikning nr. 2 Teikning nr. 3 Lögð verður áhersla á að skotsvæðið verði sem umhverfisvænst og stefnt er að því jarðvegur, grjót og gróður á svæðinu verði nýttur í uppbyggingu nánasta umhverfi skotvalla og húsakosts félagsins. 28. des. 04. Framkvæmdir eru hafnar við skotsvæðið á Álfsnesi eftir jólafrí. Unnið er við skolplagnir, girðingu og rafmagn milli jóla og nýárs. Framkvæmdir verða síðan settar á fulla ferð strax eftir áramót. 23. des . 04. Nýr lyfja - bannlisti tekur gildi 1. janúrar 2005. Skotíþróttafólk er hvatt til að kynna sér listan. Athygli er vakin á því að nýr listi alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar ( WADA ) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi 1. janúar 2005. Listann er að finna, ásamt leiðbeiningum um hvernig sækja má um undanþágur, á lyfjavef ÍSÍ. Sérstök athygli er vakin á nýjum aðferðum við að sækja um undanþágur. 12. des. 04. Arnfinnur Jónsson SFK sigraði á Landsmóti STÍ í Digranesi í gær í Enskum Riffli ( 60 skot liggjandi ). Arnfinnur skaut 579 stig af 600 mögulegum, í öðru sæti var Eyjólfur Óskarsson SR á 578 stigum og í þriðja sæti var Carl J. Eiríksson SÍB einnig á 578 stigum. Skúli Sigvaldason SFK ( mynd til hægri ) keppti í unglingaflokki og skaut hann samtals 547 stig í mótinu. Skúli skaut að meðaltali yfir 91 stig á skífu ( 10 skota sería ) sem telst góður árangur hjá unglingi. Mikill áhugi er að vakna hjá unglingum á skotíþróttum með tilkomu lækkunar hámarksaldurs í 15 ár. Mikil áhersla verður lögð á unglingastarfið á næstunni hjá skotfélögunum í landinu og væntanlega mun unglingum fjölga hratt sem taka þátt í keppnum á Landsmótum STÍ á næstu árum. úrslit mótsins 9. des. 04. Framkvæmdir við skotsvæðið á Álfsnesi eru að komast á fulla ferð og væntanlega verður svæðið opnað í vor ! Á fundi sínum í dag afgreiddi Borgarráð erindi Skotfélags Reykjavíkur og Borgarverkfræðings, um viðbótarfjárveitingar til uppbyggingar á skotæfingasvæði félagsins á Álfsnesi, til meðferðar við gerð 3ja ára fjárhagsáætlunar. Með þessu er Reykjavíkurborg að koma til móts við þarfir félagsins um aukin hraða við uppbyggingu svæðisins. Væntanlega getur þetta þýtt að félgið geti opnað svæðið á vordögum með starfssemi á riffil - og haglavöllum. Á fundi sínum þann 7. des. sl. samþykkti Byggingafulltrúi teikningarnar að félagsheimilunum og mun því verða hægt að hefja framkvæmdir á næstu dögum við húsgrunnana. Rafmagn er komið á svæðið og verður lögð árhersla á tengja húsin sem fyrst til að koma hita á þau. Stjórn félagsins mun leggja áherslu á að flýta framkvæmdum eins og kostur er til að tryggja það að félagsmenn geti nú loks hafið æfingar í útiskotgreinum á vordögum. 7. des. 04. Söguleg stund í Egilshöll þegar fyrsta mótið í 50 metra salnum var haldið í kvöld. Landsmót STÍ í Fríbyssu var haldið í kvöld í nýrri aðstöðu SR í Egilshöll. Nýji búnaðurinn, sem ber skotmörkin út á 50 metra eftir brautum í loftinu, kom vonum framar vel út og eru bundnar miklar vonir við að mótahald gangi betur í framtíðinni en áður hefur þekkst á Íslandi. Þetta eru tímamót í skotíþróttum á hér á landi, en hingað til hafa menn þurft að ganga út á 50 metra færið til að skipta um skotmörk eftir hver 5 - 10 skot, eftir því í hvaða grein var verið að keppa í hverju sinni. Þetta fyrirkomulag tafði mótahald og hafði truflandi áhrif á keppendur. Nú geta keppendur skotið án tillits til þess hvað aðrir keppendur eru að skjóta hratt eða hægt, sem er gríðarleg hagræðing í mótahaldinu og truflar ekki keppendur, sem skjóta á misjöfnum hraða eins og gengur. Enn á eftir að fullklára salinn, s.s. setja upp skotbása og ýmsan frágang, þannig að ekki verður hægt að stunda allar skotgreinar að svo stöddu í salnum, en stefn er að því að hann verði tilbúinn fljótlega í byrjun nýs árs. Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar skotíþróttafólki til hamingju með þessa nýju og glæsilegu aðstöðu og vonast til að sjá sem flesta í Egilshöll á næstunni. Á Landsmótinu í kvöld sigraði Jónas Hafsteinsson ÍFL á 508 stigum af 600 mögulegum. Hannes Tómasson SR varð í öðru sæti á 500 stigum og Gylfi Ægisson SFK hafnaði í þriðja sæti á 482 stigum. Myndin er tekin af keppendum kvöldsins, frá vinstri efri röð: Hannes, Jónas og Gylfi, neðri röð, Guðmundur, Steindór og Tómas. úrslit kvöldsins og myndir 2. des. 04 Landsmót STÍ í Loftskammbyssu var haldið í kvöld í Egilshöll. Jónas Hafsteinsson ÍFL sigraði á 561 stigi af 600 mögulegum. Ásgeir Sigurgeirsson SR sem keppir í unglingaflokki skaut yfir 1. flokks árangri karla í annað sinn á tímabilinu, en hann skaut 549 stig 16. nóv. sl. þegar hann setti Íslandsmet í unglingaflokki í Loftskammbyssu. Ásgeir skaut samtals 542 stig í kvöld af 600 mögulegum. nánari úrslit mótsins... 28. nóv. 04. Nýjar breytingar ISSF tilkyntar 16. nóv. sl. sjá breytingar sem taka gildi 1. janúar 2005 23. nóv. 04. Carl J. Eiríksson SÍB sigraði á Landsmóti STÍ í Enskum Riffli og Guðjón F. Eiðsson SFK sigraði í Staðlaðri Skammbyssu. Mótin fóru fram um helgina í Digranesi hjá Skotfélagi Kópavogs. 17. nóv. 04. Framkvæmdir á Álfsnesi við skotsvæði félagins í fullum gangi. Grafið hefur verið fyrir húsgrunnum félagsheimilanna, en eftir er að fylla í þá og þjappa s.k. púða svo hægt verði að byrja á grunninum, en sú framkvæmd fer fram næstu daga. Rafmagnsstrengurinn verið grafinn niður og verið er að fylla uppí skurðinn sem hann liggur í og er sú framkvæmd á lokastigi. Athygli eftirlitsmanna hefur verið vakin á því að vegurinn sé ekki ásættanlegur því yfirborðið er mjög gróft og ekki hæft fólksbílum. Eins er lítill sem enginn halli á honum og því mun vatn sitja í honum, en vaninn er að vatnshalli sé á öllum vegum í dag. Ræsi vantar undir veginn en frá því verður gengið síðar. Jafnframt á eftir að ganga frá girðingu, en í það verður farið um leið og veður og aðstæður leyfa. Byggingafulltrúi mun ganga frá leyfi til handa SR til að hefja vinnu við grunna húsana á fundi sem haldinn verður 23. nóvember n.k. nema eitthvað óvænt komi uppá. Erindi félagsins um viðbótarfjármagn til að ljúka hinum ýmsu framkvæmdum við svæðið er til umsagnar hjá Borgarverkfræðingi og verður það tekið fyrir á fundi Borgarráðs á næstunni. Með erindinu fylgir kostnaðaráætlun, sem unnin var á vegum Gatnamálastjóra. 17. nóv. 04. Landsmót STÍ í loftriffil fór fram í Egilshöll í kvöld. Helgi Christensen SR sigraði á góðu skori, samtals 554 stigum af 600 mögulegum. Jórunn Harðardóttir SR keppti ein kvenna og skaut hún samtals 345stig af 400 mögulegum. nánar úrslit mótsins og myndir frá mótinu Myndin til hægri er tekin af Helga á mótinu í kvöld. 16. nóv 04. Ásgeir Sigurgeirsson SR setti Íslandsmet í Unglingaflokki í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ, sem fram fór í Egilshöll í kvöld. Ásgeir skaut sig jafnframt upp í 1. flokk karla á samtals 549 stigum af 600 mögulegum. Hannes Tómasson sigraði á mótinu í kvöld með 559 stig af 600 mögulegum í karlaflokki, í öðru sæti var Ásgeir Sigurgeirsson á 549 stigum og Jónas Hafsteinsson ÍFL hafnaði í þriðja sæti með 543 stig. Aðeins tvær konur kepptu að þessu sinni og sigraði Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki á 349 stigum af 400 mögulegum, en Ingibjörg Ásgeirsdóttir var aðeins þremur stigum á eftir henni á 346 stigum. Myndin til vinstri er tekin af Ásgeiri í kvöld. úrslit dagsins og myndir frá mótinu 13. nóv. 04. Í Egilshöll ganga framkvæmdir vel og er stutt í að starfsemin hefjist í 50 metra salnum í riffil - og skammbyssugreinum. Framkvæmdir við smíði veggjar inní langa riffilsalinn eru í fullum gangi og er stefnt að því að frágangi við salinn ljúki í næstu viku. Fer þá að styttast í að starfseminn komist á fullt skrið í innigreinum eftir langt hlé, eða frá því að félaginu var gert að hverfa úr Baldurshaga árið 1995 með aðstöðuna. Síðan, eða í nær 10 ár, hefur félagið ekki haft aðstöðu undir riffil - og skammbyssugreinarnar (enskan riffil,staðlaða-frí - og sport-skammbyssu) fyrr en nú. Er þá bara eftir að ljúka framkvæmdum við Álfsnesið og verður þá félagið komið með fullkomna aðstöðu í öllum þeim greinum sem iðkaðar eru hérlendis. Myndirnar eru úr Egilshöllinni fyrr í dag. 12. nóv. 04. Framkvæmdir á Álfsnesi ganga hægt, en þokast í áfram. Verktaki lauk í dag við vegaframkvæmdir á svæðinu. Ekki var hægt að ljúka við girðingu vegna mikillar aurbleytu. Sama sagan er með raflögnina en framkvæmdir við hana liggja niðri vegna mikils vatns í skurði sem hýsa skal rafstrenginn. Beðið er eftir að vatnið sjatni og verður þá lokið við að leggja strenginn. Á myndunum má sjá ummerki á svæðinu við þessar framkvæmdir ásamt húsakosti félagsins sem unnið er við að koma á steyptan grunn. 30. okt 04. Teikningar af útiskotsvæði Skotfélags Reykjvíkur á Álfsnesi eru tilbúnar. Arkitektar félagsins hafa skilað teikningum af skotsvæðinu á Álfsnesi. Stjórn félagsins vonast til að framkvæmdir fari nú loks á fullt skrið eftir endalausar tafir vegna ýmisa mála sem upp hafa komið í sambandi við skipulagsmál og leyfisveitingar varðandi svæðið. Eins og margoft hefur komið fram hér á síðunni er stefnt á að koma húsunum á framtíðar grunna, setja rafmagn á húsin og koma hita á þau fyrir veturinn. Einnig mun stjórn félagsins leggja höfuð áherslu að að koma starfssemi haglavalla félagsins í gang svo fljótt sem auðið er. Reiknað er með að framkvæmdir við riffilvöllinn dragist eitthvað frá því sem áður hafði verið ætlað, en það fer einfaldlega eftir fjármagni sem fæst í það verk hvenær þeim framkvæmdurm lýkur. Þær 30 mill. sem ætlaðar eru til að koma svæðinu í sama horf og það var í Leirdal munu ekki duga í til að koma öllu svæðinu í gang í einum áfanga. Stjórn félagsins vinnur nú að því að forgangsraða framkvæmdum á svæðinu með tilliti til þess að nýta fjárveitinguna sem best, auk þess að finna leiðir til fjármögnunar á framhaldinu. Meðfylgjandi eru teikningar á pdf - formi af svæðinu eins og það kemur til með að líta út í framtíðinni á Álfsnesi. Teikning nr. 1 Teikning nr. 2 Teikning nr. 3 28. okt. 04. Mótaskrá STÍ í innigreinum er komin út. nánar á www.sti.is 26. okt 04. Rafmagn væntanlegt á næstunni ! Hús félagsins eru enn á bráðabirgðastað á Álfsnesinu en vonandi tekst að setja þau niður á steypta grunna innan skamms, en það er í höndum Borgarverkfræðings að koma því til leiðar. Einnig eru þau óupphituð þar sem rafmagn er ekki enn komið á svæðið og því afar brýnt að klára þá þætti hið allra fyrsta. Það er í verkhring Orkuveitunnar að koma rafmagni til okkar. Afar brýnt er að koma hita á húsin svo ekki verði frekara tjón á þeim. 20. okt 04. "Reiknilíkan um feril riffilkúlna" Athyglisvert reiknilíkan um ferla riffilkúlna, sem gefur kost á að reikna flugferil riffilkúlna út frá ýmsum forsendum. 18. okt 04. Stjórn Félagsins hefur áhyggjur af húsunum á Álfsnesi, en nokkur dráttur hefur orðið á að framkvæmdir hefjist við grunna þeirra. Félagshúsin hafa staðið af sér rokið síðasta sólahringinn og standa sem fastast á Álfsnesinu. Vonandi tekst að setja þau niður á steypta grunna innan skamms, en það er í höndum Borgarverkfræðings að koma því til leiðar. Hér fyrir neðan getur að líta ljósmynd tekna af húsunum úr Grafarvogi fyrr í kvöld. 15. okt 04. Málin þokast áfram á Álfsnesi. Hér fyrir neðan er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 13. október sl. varðandi staðsetningu húsakosts félagsins á Álfsnesi. Eins og greint hefur verið frá eru húsin komin á Álfsnes á bráðabirgðar - undistöður og verður lögð áhersla á að koma húsunum á varanlegan stað fyrir veturinn. Nokkur smáatriði þarf að uppfylla varðandi teikningu á húsunum, s.s. teikna ræstingarkompu og aðgengi fyrir fatlaða. Framkvæmdir eru að fara í gang á svæðinu og verður lögð áhersla á að koma haglavöllum félagsins í gang sem fyrst, ásamt því að festa húsin á grunna eins og áður sagði. Umsókn nr. 30272 (00.01.000.0 00) 600269-2919 Skotfélag Reykjavíkur Engjavegi 6 104 Reykjavík 14. Álfsnes 125650, félagsheimili Sótt er um leyfi til þess að byggja félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur á lóð félagsins á norðanverðu Álfsnesi. Um er að ræða tvö flutningshús úr timbri sem áður stóðu við Sporhamra í Grafarvogi, útliti húsanna er breytt og húsin tengd saman með viðbyggingu úr gleri. Stærð: Félagsheimili (matshl. 02) 1. hæð 230,5 ferm. og 652,0 rúmm. Gjald kr. 5.400 + 35.208 Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa 14. okt 04. Stjórn STÍ kynnir breytingar á reglum í SKEET sem taka gildi 1 janúar 2005. þýðing á helstu breytingunum 3.okt. 04. Stjórn STÍ hefur ákveðið eina breytingu á flokkastaðlinum í SKEET. Breytingin er sú að 1.flokks árangur er nú 105 stig en var áður 103 stig. nánar á www.sti.is 2.okt. 04. Skotíþróttir í Reykjavík á tímamótum ! Reykvíkingar fá nú loks aðstöðu til inniæfinga í skotíþróttum í nýrri aðstöðu í Egilshöll eftir rúmlega 10 ára aðstöðuleysi. Einnig verður tekið í notkunn nýtt útiskotsvæði á Álfsnesi næsta vor. Í Egilshöll er að rísa fullkomnasta inniaðstaða fyrir skotíþróttir á landinu. Nú er verið að ljúka við að setja upp brautir í 50 metra salnum. Í salnum verða sex brautir af nýjustu gerð, sem flytja skotmörkin út á þau færi sem skotið er á hverju sinni. Brautirnar virka þannirg að skotmaður þarf ekki að fara fram í salinn til að skipta um skotmörk, hann einfaldlega sendir skotmarkið fram í sal eftir braut í loftinu, síðan er skotmarkið sent til baka með einum takka. Þetta kerfi gerir það að verkum að hægt verður að æfa fleiri en eina skotgrein á sama tíma án þess að það valdi truflun fyrir aðra skotmenn. Hægt verður að senda skotmörkin á þrjú mismunandi færi fram salinn. Skotið verður úr sérstökum skotbásum sem staðsettir erum á skotlínu og einnig verða tekin í notkunn sérstök skotborð, sem eru í mittishæð fyrir liggjandi skotfimi. Þetta er nýjung á Íslandi, en áður þurftu skotmenn að leggjast á gólfið á mottu. Helstu greinarnar sem stundaðar verða í 50 metra salnum verða m.a. riffilgreinar, liggjandi og þríþraut á 50 metrum, Frjáls Skammbyssa á 50 metrum og skammbyssugreinar á 25 metrum. Opnun salarins verður auglýst síðar hér á síðunni og á æfingum í Egilshöll. Æfingar í loftbyssugreinum hefjast á mánudag í Egilshöll. Æfingarnar verða með samskonar sniði og á síðasta tímabili, nema nú verða sérstakar æfingar fyrir byrjendur. Byrjendaæfingar verða á mánudögum og er þeim sem áhuga hafa á að kynnst íþróttinni bent á að hafa samband við æfingastjóra á staðnum. Fastar almennar æfingar verða alla virka daga frá kl. 19:00 til 21:00. Sérstök byrjendanámskeið verða haldin í vetur, þar sem byrjendum verður kend undirstöðuatriðin í skotíþróttinni og fleira tengt henni. Námskeiðin verða kynnt síðar hér á síðunni og á æfingarstað. Samkvæmt skotvopnalögum er aldurtakmark til iðkunnar skotíþrótta 15 ár og miðast aldurtakmarkið við að viðkomandi verði 15 ára á árinu. Útiskotsvæði Skotfélags Reykjavíkur verður tekið í notkunn næsta vor. Borgarverkfræðingsembættið reiknar með því að framkvæmdir hefjist á fullum krafti næstu daga og er mikill skilningur hjá embættinu á að ljúka verkinu sem fyrst. Lögð verður áhersla á að koma húsum félagsins á grunna sem allra fyrst og ljúka framkvæmdum við undirbyggingu skotvalla. Stefnt er að því að verktaki ljúki þeim framkvæmdum sem hægt er fyrir þær fjárveitingar sem veitt hefur verið í skotsvæði félagsins á árinu. 1. okt. 04. Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Andorra í byrjun júní á næsta ári. sjá frétt á www.sti.is 19. sept 04. Æfingar í Loftbyssugreinum hefjast í Egilshöll mánudaginn 4. október nk. Uppsetning skotbrauta í púðursalnum er á lokastigi og er stutt í að starfssemi hefjist í salnum. Myndin til hægri er tekin í púðursalnum fyrir nokkrum dögum. Fleiri myndir úr Egilshöll... 18. sept 04. Félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur voru flutt frá Egilshöllinni í morgun á framtíðar útsivæðið félagsins á Álfsnesi. Gengu flutningarnir vel og án áfalla. Húsin voru sett niður til bráðabirgða með leyfi Reykjavíkurborgar. Væntanlega fara þau á sökkla innan fárra vikna en byggingarleyfi eru nú loks að renna í gegnum borgarkerfið. Frekari framkvæmdir á svæðinu eru að fara í gang eftir langt hlé, en ýmsar tafir hafa orðið á ferlinu vegna leyfismála og ýmsum skilyrðum sem þarf að uppfylla hjá borginni. Nokkarar myndir frá flutningunum í morgun.... 18. ágúst 04. Bikarmeistaramót STÍ í SKEET fór fram dagana 14. og 15. ágúst sl. Örn Valdimarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar sigraði á mótinu og náði jafnframt Bikarmeistaratitlinum. Í öðru sæti varð Sigurþór Jóhannsson SÍH og í því þriðja Hákon Þ. Svavarsson ÍSA. Myndin til hægri er tekin á mótsstað. úrslit mótsins... 28. júlí 04. Staða skotmanna í SKEET fyrir Bikarmeistaramótið, sem fer fram 14. og 15. ágúst nk. á Iðavöllum ( SÍH ) ! 27. júli 04. Nú er keppnistímabilinu að ljúka í skotfimi og því við hæfi að líta yfir uppskeru ársins á Íslansmeistaratitlum til SR-manna: 1. Loftskammbyssa karla: Hannes Tómasson 2. Loftskammbyssa karla, liðakeppni : A-lið SR Hannes Tómasson, Guðmundur Kr Gíslason, Gunnar Þ. Hallbergsson 3. Loftskammbyssa kvenna: Jórunn Harðardóttir 4. Loftskammbyssa unglinga: Ásgeir Sigurgeirsson 5. Loftriffill kvenna: Jórunn Harðardóttir 6. Loftriffill unglinga: Vignir Sigurðsson 7. Skeet-haglabyssa karla: Hilmar Árnason Keppnismenn okkar hafa ekki keppt í fleiri greinum vegna aðstöðuleysis en nú er að rætast þar úr bæði með tilkomu Egishallar sem og útisvæðisins á Álfsnesi, en þar styttist í að hægt verði að opna að nýju eftir 4 ára aðstöðuleysis félagsins í útigreinum. 25. júlí 04. Hilmar Árnason SR er Íslandsmeistari í SKEET árið 2004. Íslandsmeistaramótið í SKEET var haldið á Akureyri um helgina. Keppnin var afar hörð og varð að útkljá baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með bráðabana. Hilmar Árnason úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði að lokum eftir bráðabana við Friðþór Sigurmundsson og Hákon Þ. Svavarsson. Hlaut hann alls 137 stig (114+23). Í unglingaflokki varð Ólafur Ö.Hansen úr SÍH meistari og í liðakeppninni varð sveit SÍH sigurvegari. Árangur Hilmars Árnasonar SR í mótinu, en hann skaut meistaraflokksárangur 114 af 125, er einkar athyglisverður vegna vallarleysis Skotfélagsins í Reykjavík, en hann hefur orðið að stunda æfingar undanfarin 4 ár í Þorlákshöfn. Hilmar varð einnig Íslandsmeistari í SKEET árið 2001. Þrátt fyrir aðstöðuleysi félagsmanna SR hafa SR - menn langt frá því lagt árar í bát, enda sýnir árangur Hilmars að með nýrri aðstöðu á Álfsnesi mun íþróttin eiga bjarta framtíð. Myndin til vinstri er af Hilmlari á SKEET móti. Hilmar notar keppnisbyssu af gerðinni Beretta DT 10 og skot af gerðinni Gamebore. úrslit mótsins... 17. júlí 04. Flokkameistaramót STÍ var haldið í dag í Þorlákshöfn, á velli SFS. Hilmar Árnason SR sigraði á mótinu í dag, með 126 stig samtals. úrslit dagsins... og myndir dagsins... 16. júlí 04. Kona sigraði karlana á Loftriffilmóti ! Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Loftrifflimóti á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um síðustu helgi. Á mótinu var Jórunn eina konan sem tók þátt í loftrifflinum og gerði hún sér lítið fyrir og sigraði alla karlana. Jórunn keppti í 60 skota keppni, sem er karlakeppni, en konur keppa venjulega í 40 skota keppni. Jórunn skaut samtals 636,8 stig. sem tryggði henni fyrsta sætið. Næsti keppandi í annað sæti var með 633,5 stig. Enn og aftur sýnir Jórunn afburðar skotfimi og sannar svo ekki verður um villst, að konur eiga fullt erindi í skotíþróttina og ekki síður en karlar. Myndin til hægri er tekin af Jórunni á mótsstað um síðustu helgi. 15. júlí 04. Flokkameistaramót STÍ í SKEET verður haldið á einum degi í Þorlákshöfn 17. júlí nk. nánar riðlaskipting og tímasetningar... 12. júlí 04. Flokkameistaramót STÍ, sem halda átti á Álfsnesi um næstu helgi, verður haldið í Þorlákshöfn á völlum Skotíþróttafélags Suðurlands, SFS. Skotfélag Reykjavíkur hefur leigt velli SFS til þessa mótahalds vegna seinkunar á framkvæmdum við velli félagsins á Álfsnesi. Nánar um mótið næstu daga. 11. júlí 04. Keppendur ÍBR sigra í öllum greinum skotfimi á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki með samtals 83 stig. SR menn, sem keppa fyrir ÍBR, eru í fyrstu sætum í öllum greinum skotfimi sem keppt var í á Landsmóti UMFÍ. Jórunn Harðardóttir sigraði í Loftriffli, Gunnar Þór Hallbergsson sigraði í Loftskammbyssu, Hilmar Árnason sigraði í SKEET og Eyjólfur Óskarsson sigraði í Enskum Riffli ( 60sk. liggjandi ) Úrslit Loftgreinar. Úrslit SKEET. Úrslit Enskur Riffill ( 60skot liggjandi ) Heildar stigafjöldi félaga á Landsmóti UMFÍ 2004. Myndir frá mótinu... 7. júlí 04. Ævar Leo Sveinsson SR sigrarði á Landsmóti STÍ í SKEET, sem haldið var í Þorlákshöfn 26. júní sl. úrslit mótsins ! 13. júní 04. Framtíð Skotfélags Reykjavíkur er tryggð til framtíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi ! Á árinu 2003 hóf félagið starfsemi í innigreinum í nýju skothúsi í Egilshöll í Grafarvogi. Þar mun verða aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta, sem stundaðar eru innanhúss. Aðstaðan í Egilshöll verður fullkláruð á næstu mánuðum og verður þar aðstaða til að stunda æfingar og keppnir í skotgreinum frá 25 - 50 metrum og í loftbyssugreinum á 10 metrum. Inniaðstaða félagsins verður sú glæsilegasta á landinu, enda er þetta í fyrsta skiptið í langri sögu skotíþrótta á Íslandi, sem inniaðstaða er hönnuð utan um skotíþróttir innanhúss. Mikill áhugi er á skotíþróttini í Reykjavík og væntir stjórn félagsins mikillar ásóknar í Egilshöll á næstu misserum. Þá mun félagið einnig hefja starfssemi á nýju útiskotsvæði á Álfsnesi á næstunni. Þar verður aðstaða fyrir skammbyssu, riffla og haglabyssugreinar. Stjórn félagsins stefnir á að á Álfsnesi rísi skotsvæði, þar sem haldin verða alþjóðamót í ýmsum greinum skotíþrótta framtíðinni. Lögð er áhersla á að koma starfssemi á hagslavöllum félagsins í gang hið fyrsta, enda er Landsmót í Skeet á dagskrá á Álfsnesi um miðjan júlí nk. Stjórn SR. 13. júní 04. Landsmót í Skeet var haldið í dag í Hafnarfirði. Ellert Aðalsteinsson SÍH sigraði með 123 stigum samtals. Í öðru sæti á jafnmörgum stigum varð Örn Valdimarsson SÍH og Sigþór Jóhannesson SÍH hafnaði í þriðja sæti með 117 stig. úrslit dagsins 10. júní 04. Álfsnes í dag. Nokkrar myndir sem teknar voru í dag af framkvæmdum við riffil - og haglavelli félagsins ! 10. júní 04. Landsmót STÍ, sem halda átti á Akranesi 12. og 13. júní nk. hefur verið fært til Hafnarfjarðar. Mótið verður haldið á tveimur dögum. Ath. breytta tímatöflu: nánar 6. júní 04. Fyrsta skóflustungan að nýju skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi ! Framkvæmdir við skotvelli félagsins eru loks hafnar - fyrsta mótið í SKEET er á dagskrá á Álfsnesi helgina 17. og 18. júlí nk. en það er Flokkameistaramót íslands. Ekkert hefur komið fram sem hindrar að mótið verði haldið á réttum tíma og vonar stjórn SR að það standist. Myndin er tekin 26. maí sl. 5. júní 04. Skotkeppni Landsmóts UMFÍ, sem verður haldið á Sauðárkróki 8 til 11 júlí í sumar: Fimmtudagur 8.júlí Æfingar í loftbyssu í Reiðhöllinni og í skeet á skotvelli Ósmann. Föstudagur 9.júlí kl. 09:00 Skeet keppni hefst, 75 dúfur á skotvelli Ósmann. Æfing í loftbyssum í Reiðhöllinni kl. 16:00 Laugardagur 10.júlí kl. 09:00 loftskammbyssa og loftriffill keppni í Reiðhöllinni. Á sama tíma 50 dúfur í skeet og svo úrslit(final) en þó ekki á sama tíma og í loftbyssugreinum. Æfing í 60sk liggjandi á skotvelli Ósmann strax eftir úrslit í Skeet. Sunnudagur 11.júlí kl. 09:00 60sk liggjandi riffill á skotvelli Ósmann Þessi dagskrá getur breyst lítilsháttar þegar nær dregur, en í meginatriðum stendur hún. Allar nánari upplýsingar um mótið ættu að liggja fyrir hjá héraðssamböndunum og ungmennafélögunum en eins veitir undirritaður allar þær upplýsingar sem liggja fyrir hjá STÍ. Heimasíða mótsins er hérna: www.umfi.is/landsmot/ 4. júní 04. Ævar Leo Sveinsson SR sigraði á Landsmóti STÍ í SKEET, sem haldið var hjá Skotfélagi Suðurlands 29. maí sl. með 107+20 stigum. Myndin er tekin af Ævari á mótsstað. nánar úrslit mótsins... 14. maí 04. Frétt frá STÍ: www.sti.is Tilkynning frá stjórn STÍ um val í Landslið ofl. " Stjórn STÍ vill árétta að auk landsmóta STÍ, koma öll erlend mót sem sérsambönd viðkomandi lands viðurkenna til meta og flokka hjá sér, til greina við val á mót eins og Norðurlandamót, Heimsbikarmót ISSF, Evrópumót osfrv. Eins eru þau mót hæf til íslenskra meta sem og flokka. Eins er rétt að geta þess að lokatilkynning á keppendum á NM í Osló er 1.júní 2004. STÍ er þó að reyna að fá að draga að velja keppendur til 15.júní. Það mun skýrast á næstu dögum hvort það tekst. Frá skrifstofu STÍ Guðmundur Kr Gíslason Gsm: 893 1231 LANDSMÓT UMFÍ 8.-11.júlí 2004 Stjórn STÍ hefur samþykkt að aflétta ströngustu skilyrðum við félagaskipti til þess að sem flestir geti keppt á mótinu. Felst þetta í því að félagaskiptagjald er fellt niður, ef tilkynnt eru keppnisréttarskipti þannig að skráð er úr félaginu þann 7.júlí og samtímis óskað eftir endurskráningu í fyrra félag þann 12.júlí 2004. Ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt er fylgt venjulegum keppnisréttarskiptum skv. Reglum STÍ. Skráning á Landsmótið er í gegnum viðkomandi héraðssamband eða ungmennafélag. Hámarksfjöldi keppenda er 4 í hverja grein. Ekki er keppt sérstaklega í kvennaflokki. Greinar sem keppt er í eru eftirtaldar: a) 60sk liggjandi riffill cal.22 b) Skeet c) Loftskammbyssa d) Loftriffill Dagskrá keppninnar liggur fyrir hjá héraðssamböndum eða á heimasíðu mótsins, www.umfi.is/landsmot/ " 9. maí 04. Fysta landsmót STÍ í Skeet var haldið um helgina. Ellert Aðalsteinsson náði lágmarki STÍ til þátttöku á NM í Osló í sumar og varð þar með áttundi skotmaðurinn sem hefur náð lagmarki til þess móts í öllum skotgreinum. Hann var jafnframt tveimur stigum yfir ÓL-lágmarki, sem stjórn STÍ hefur sett sem skilyrði til þess að geta fengið keppnisheimild á stóru ISSF og ESC mótunum í sumar. nánar úrslit mótsins 8. maí 04. Minningarmót um Hans Pétur Christensen fór fram í dag í Egilshöll. Alls tóku átta keppendur þátt að þessu sinni. Mótið er haldið í minningu Hans P. Christensen, sem er flestum kunnur fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Hann sat m.a. í stjórn SR í nokkur ár. Keppt var í Loftskammbyssu og Loftriffli. Konur og karlar keppa í þessu móti, sem haldið er árlega, á jafnréttisgrundvelli, þ.e. konur og karlar keppa saman í 60 skota keppni. Mikið er rætt um það þessa dagana að breyta keppni í loftbyssugreinum í jafnréttiskeppni, þannig að karlar og konur keppi saman í einum flokki. Það er skoðun flestra um þessar mundir að það skipti ekki máli hvort kona eða karl taki í gikkinn, árangur keppenda fer ekki eftir kyni viðkomandi einstaklings, heldur æfingu og ástundun viðkomandi. Hannes Tómasson sigraði í loftskammbyssu með 561 stigi, Guðmundur Kr. Gíslason varð í öðru sæti með 556 stig og Gunnar Hallbergsson hafnaði í þriðja sæti með 543 stig. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir með 556 stig, í öðru sæti var Guðmundur H. Christensen með 551 stig og í þriðja sæti var Gunnar Þ. Hallbergsson með 492 stig. Lengst til vinstri í efri röð á mynd er Jóhannes Christensen mótsstjóri dagsins, faðir Hans P. Christensen, næst honum er Jórunn og síðan koma þeir Hannes og Guðmundur Helgi. Í miðröð er Ásgeir, Gunnar, Guðrún og Vignir, en á fremst myndinni er Guðmundur Kristinn. nánar úrslit dagsins... 1. maí 04. Hannes Tómasson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Bikarmeistari í Loftskammbyssu karla, Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur í Loftriffli karla og Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Bikarmeistari bæði í Loftskammbyssu sem og Loftriffli kvenna. Einnig náði hún enn einu sinni Ólympíulágmarki í Loftriffli kvenna, 375 stig. nánar úrslit dagsins 25. apríl 04. Mótaskrá STÍ í SKEET / tímabilið 2004. 24. apríl 04. Íslandsmótið í Loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll í dag. Jórunn Harðardóttir er íslandsmeistari í loftskammbyssu - og loftriffli kvenna. Jórunn náði ÓL - lágmarki í loftskammbyssu kvenna. Hannes Tómassonn SR er íslandsmeistari í loftskammbyssu karla, Jónas Bjargmundarsson er íslandsmeistari í loftriffli karla, Vignir Sigurðsson er íslandameistari í loftriffli unglinga í karla flokki og Ásgeir Sigurgeirsson er íslandsmeistari í loftskammbyssu unglinga í karlaflokki. Myndin til vinstri er af þremur efstu mönnum í flokki karla í loftskammbyssu: Gunnar Þór hallbergsson, Hannes Tómasson og Guðmundur Kr. Gíslason sem allir keppa fyrir Skotfélagi Reykjavíkur. Myndin til hægri er af íslandsmeisturum í loftbyssugreinum 2004. Í efri röð: Hannes Tómasson SR, Jórunn Harðardóttir SR, Jónas Bjargmundarson SFK og í neðri röð eru Ásgeir Sigurgeirsson SR og Vignir Sigurðsson SR. Skotfélag Reykjavíkur eignaðist fimm íslandsmeistaratitla í loftbyssugreinum í dag ! Úrslit íslandsmeistaramótsins í dag. 22. apríl 04. Staðan til Bikarmeistara í Staðlaðri Skammbyssu og keppendaskrá fyrir Bikarmótið á sunnudaginn 25. apríl nk, skv innkomnum skráningum til STÍ. Staða skotmanna til Bikarsmeistara og keppendaskrá 25. apríl 2004 18. apríl 04. Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinum fór fram lagardaginn 17. apríl sl. Hannes Tómasson SR er Reykjavíkurmeistari í karlaflokki og Jórunn Harðardóttir SR í kvennaflokki í loftskammbyssu. Jórunn er einnig Reykjavíkurmeistari í loftriffli kvenna. Guðmundur Helgi Christensen er Reykjavíkurmeistari í loftriffli karla. Myndin til vinstri er tekin af verðlaunahöfum mótsins ásamt formanni félagsins, Hilmari Ragnarssyni. nánar úrslit 28 mars 04. Skotíþróttin er í sókn í Reykjavík eftir nokkura ára aðstöðuleysi. Um helgina var haldið Landsmót Skotíþróttasambandsins í Loftbyssugreinum í Egilshöll í Reykjavík. Loftbyssugreinarnar eiga nú vaxandi fylgi að fagna í ljósi þess að nú geta íþróttafélögin hafið æfingar með unglingum allt niðurí 15 ára aldur. Á næstu árum er ljóst að mikil aukning verður í iðkendafjölda og hefur hin nýja aðstaða Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöll þar gríðarlegt gildi. Reykjavíkurborg hefur þarna komið til móts við íþróttahreyfinguna með myndarlegum hætti og eiga borgaryfirvöld hrós skilið fyrir það framtak. Aðstaða Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöll er nú smátt og smátt að taka á sig framtíðarmynd og batnar aðstaðan með degi hverjum. Reiknað er með að hún verði fullbúin fyrir næsta haust en þó verður hægt að hefja æfingar í flestum innigreinum á næstu vikum. Aðstaðan til Loftbyssuæfinga er nú orðin mjög góð og eru þegar komnar 10 brautir en aðrar 6 verða settar upp innan skamms. 27. mars 04 Nýtt Íslandsmet og Ólympíulágmark í Loftriffli kvenna á Landsmóti STÍ í Egilshöll í dag. Jórunn Harðardóttir SR gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet og Ól-lágmark í dag þegar hún skaut samtals 375 stig ( 95-95-93-92 ) og bætti fyrra metið sem hún setti sjálf á síðasta móti um 2 stig. Jórunn sigraði einnig í keppni kvenna í loftskammbyssu með samtals 351 stig, í öðru sæti varð Kristína Sigurðardóttir ÍFL með 346 stig og í þríðja sæti varð Guðrún Ó. Barðadóttir SR með 308 stig. Hannes Tómasson SR sigraði í keppni karla í loftskammbyssu með 558 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Kr. Gíslason SR með 545 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson SKÓ með 530 stig. Í flokki karla í loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen SR með 549 stig, í öðru sæti varð Jónas F. Bjargmundarson SFK með 535 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson SKÓ með 513 stig. Nánar úrslit dagsins... 27. mars. 04. Breytingar á FINALE í Skeet sem taka gildi á næsta ISSF móti í Aþenu ! nánar... 26. mars 04.Teiknivinnu við Skotvelli félagsins er á lokastigi. Á myndinni má sjá staðsetningu haglavallana á Álfsnesi. Hugmynd arkitekta er að fella skotvelli félagsins sem mest inn í landslagið á svæðinu og nýta grjót og gróður svæðisins við uppbyggingu þess. Gert er ráð fyrir grasbala aftan við vellina ásamt áhorfendastúku. Endanleg útfærsla og skipulag svæðisins í heild mun liggja fyrir fljótlega. 7. mars. 04. Skotfélag Reykjavíkur fékk heimsókn 15 kvenna, sem starfa hjá AX-Hugbúnaðarhúsinu sl. föstudag. Konurnar fengu stutta kynningu á loftriffilskotfimi...nánar fréttir... 21. feb. 04. Nýtt íslandsmet var sett á fyrsta Landsmóti STÍ sem haldið er í nýrri aðstöðu félagsins í Egilshöll í dag. Jórunn Harðardóttir SR setti Íslandsmet í Loftriffli kvenna með 372 stig. af 400 mögulegum, sem er aðeins tveimur stigum frá ÓL-lágmarki. Góð byrjun í nýrri og glæsilegri aðstöðu félagsins. Fyrsta mótið fór fram í nýrri aðstöðu félagsins í Egilshöll í dag. Alls voru skráðir tuttugu keppendur til keppni...nánar ... 14. feb. 04. Mótaskrá STÍ í Haglagreinum fyrir 2004 er komin út. nánar... Stjórn STÍ tilkynnir lágmörk fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Osló, 30. júí til 5. júlí í sumar... nánar á heimasíðu STÍ. Nýr lyfjalisti ÍSÍ tekur gildi. Skotíþróttafólk er hvatt til að kynna sér breytingarnar... nánar lyfjalisti... Guðmundur Kr. Gíslason SR er skotmaður ársins 2003. Guðmundur er Íslandsmeistari og Bikarmeistari í Loftskammbyssu. Hann náði þeim glæsilega árangri að ná 4. sæti á Smáþjóðaleikunum á Möltu sl. sumar í sömu grein. Guðmundur hefur verið í fremstu röð þeirra sem keppa í loftskammbyssu um árabil. Eyjólfur Óskarsson SR flokkameistari í 1. flokki í Enskum Riffli. ( 60 skot liggjandi ) Eyjólfur skoraði 584 stig sem er aðeins 3 stigum frá meistaraflokks árangri. 10. júní 04. Álfsnes í dag. Nokkrar myndir sem teknar voru í dag af framkvæmdum við riffil - og haglavelli félagsins ! 10. júní 04. Landsmót STÍ, sem halda átti á Akranesi 12. og 13. júní nk. hefur verið fært til Hafnarfjarðar. Mótið verður haldið á tveimur dögum. Ath. breytta tímatöflu: nánar 6. júní 04. Fyrsta skóflustungan að nýju skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi ! Framkvæmdir við skotvelli félagsins eru loks hafnar - fyrsta mótið í SKEET er á dagskrá á Álfsnesi helgina 17. og 18. júlí nk. en það er Flokkameistaramót íslands. Ekkert hefur komið fram sem hindrar að mótið verði haldið á réttum tíma og vonar stjórn SR að það standist. Myndin er tekin 26. maí sl. 5. júní 04. Skotkeppni Landsmóts UMFÍ, sem verður haldið á Sauðárkróki 8 til 11 júlí í sumar: Fimmtudagur 8.júlí Æfingar í loftbyssu í Reiðhöllinni og í skeet á skotvelli Ósmann. Föstudagur 9.júlí kl. 09:00 Skeet keppni hefst, 75 dúfur á skotvelli Ósmann. Æfing í loftbyssum í Reiðhöllinni kl. 16:00 Laugardagur 10.júlí kl. 09:00 loftskammbyssa og loftriffill keppni í Reiðhöllinni. Á sama tíma 50 dúfur í skeet og svo úrslit(final) en þó ekki á sama tíma og í loftbyssugreinum. Æfing í 60sk liggjandi á skotvelli Ósmann strax eftir úrslit í Skeet. Sunnudagur 11.júlí kl. 09:00 60sk liggjandi riffill á skotvelli Ósmann Þessi dagskrá getur breyst lítilsháttar þegar nær dregur, en í meginatriðum stendur hún. Allar nánari upplýsingar um mótið ættu að liggja fyrir hjá héraðssamböndunum og ungmennafélögunum en eins veitir undirritaður allar þær upplýsingar sem liggja fyrir hjá STÍ. Heimasíða mótsins er hérna: www.umfi.is/landsmot/ 4. júní 04. Ævar Leo Sveinsson SR sigraði á Landsmóti STÍ í SKEET, sem haldið var hjá Skotfélagi Suðurlands 29. maí sl. með 107+20 stigum. Myndin er tekin af Ævari á mótsstað. nánar úrslit mótsins... 14. maí 04. Frétt frá STÍ: www.sti.is Tilkynning frá stjórn STÍ um val í Landslið ofl. " Stjórn STÍ vill árétta að auk landsmóta STÍ, koma öll erlend mót sem sérsambönd viðkomandi lands viðurkenna til meta og flokka hjá sér, til greina við val á mót eins og Norðurlandamót, Heimsbikarmót ISSF, Evrópumót osfrv. Eins eru þau mót hæf til íslenskra meta sem og flokka. Eins er rétt að geta þess að lokatilkynning á keppendum á NM í Osló er 1.júní 2004. STÍ er þó að reyna að fá að draga að velja keppendur til 15.júní. Það mun skýrast á næstu dögum hvort það tekst. Frá skrifstofu STÍ Guðmundur Kr Gíslason Gsm: 893 1231 LANDSMÓT UMFÍ 8.-11.júlí 2004 Stjórn STÍ hefur samþykkt að aflétta ströngustu skilyrðum við félagaskipti til þess að sem flestir geti keppt á mótinu. Felst þetta í því að félagaskiptagjald er fellt niður, ef tilkynnt eru keppnisréttarskipti þannig að skráð er úr félaginu þann 7.júlí og samtímis óskað eftir endurskráningu í fyrra félag þann 12.júlí 2004. Ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt er fylgt venjulegum keppnisréttarskiptum skv. Reglum STÍ. Skráning á Landsmótið er í gegnum viðkomandi héraðssamband eða ungmennafélag. Hámarksfjöldi keppenda er 4 í hverja grein. Ekki er keppt sérstaklega í kvennaflokki. Greinar sem keppt er í eru eftirtaldar: a) 60sk liggjandi riffill cal.22 b) Skeet c) Loftskammbyssa d) Loftriffill Dagskrá keppninnar liggur fyrir hjá héraðssamböndum eða á heimasíðu mótsins, www.umfi.is/landsmot/ " 9. maí 04. Fysta landsmót STÍ í Skeet var haldið um helgina. Ellert Aðalsteinsson náði lágmarki STÍ til þátttöku á NM í Osló í sumar og varð þar með áttundi skotmaðurinn sem hefur náð lagmarki til þess móts í öllum skotgreinum. Hann var jafnframt tveimur stigum yfir ÓL-lágmarki, sem stjórn STÍ hefur sett sem skilyrði til þess að geta fengið keppnisheimild á stóru ISSF og ESC mótunum í sumar. nánar úrslit mótsins Æfingatímabilinu í Egilshöll er lokið - nánar síðar ! Unglingar 15 ára og eldri geta nú hafið æfingar með loftriffli undir eftirliti æfingastjóra, eftir breytingar á reglugerð skotvopnalaga. Í haust er stefnt að því að æfingar hefjist á fullum krafti í kúlugreinum á 25 og 50 metrum. 8. maí 04. Minningarmót um Hans Pétur Christensen fór fram í dag í Egilshöll. Alls tóku átta keppendur þátt að þessu sinni. Mótið er haldið í minningu Hans P. Christensen, sem er flestum kunnur fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Hann sat m.a. í stjórn SR í nokkur ár. Keppt var í Loftskammbyssu og Loftriffli. Konur og karlar keppa í þessu móti, sem haldið er árlega, á jafnréttisgrundvelli, þ.e. konur og karlar keppa saman í 60 skota keppni. Mikið er rætt um það þessa dagana að breyta keppni í loftbyssugreinum í jafnréttiskeppni, þannig að karlar og konur keppi saman í einum flokki. Það er skoðun flestra um þessar mundir að það skipti ekki máli hvort kona eða karl taki í gikkinn, árangur keppenda fer ekki eftir kyni viðkomandi einstaklings, heldur æfingu og ástundun viðkomandi. Hannes Tómasson sigraði í loftskammbyssu með 561 stigi, Guðmundur Kr. Gíslason varð í öðru sæti með 556 stig og Gunnar Hallbergsson hafnaði í þriðja sæti með 543 stig. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir með 556 stig, í öðru sæti var Guðmundur H. Christensen með 551 stig og í þriðja sæti var Gunnar Þ. Hallbergsson með 492 stig. Lengst til vinstri í efri röð á mynd er Jóhannes Christensen mótsstjóri dagsins, faðir Hans P. Christensen, næst honum er Jórunn og síðan koma þeir Hannes og Guðmundur Helgi. Í miðröð er Ásgeir, Gunnar, Guðrún og Vignir, en á fremst myndinni er Guðmundur Kristinn. nánar úrslit dagsins... 1. maí 04. Hannes Tómasson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Bikarmeistari í Loftskammbyssu karla, Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur í Loftriffli karla og Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Bikarmeistari bæði í Loftskammbyssu sem og Loftriffli kvenna. Einnig náði hún enn einu sinni Ólympíulágmarki í Loftriffli kvenna, 375 stig. nánar úrslit dagsins 25. apríl 04. Mótaskrá STÍ í SKEET / tímabilið 2004. 24. apríl 04. Íslandsmótið í Loftbyssugreinum var haldið í Egilshöll í dag. Jórunn Harðardóttir er íslandsmeistari í loftskammbyssu - og loftriffli kvenna. Jórunn náði ÓL - lágmarki í loftskammbyssu kvenna. Hannes Tómassonn SR er íslandsmeistari í loftskammbyssu karla, Jónas Bjargmundarsson er íslandsmeistari í loftriffli karla, Vignir Sigurðsson er íslandameistari í loftriffli unglinga í karla flokki og Ásgeir Sigurgeirsson er íslandsmeistari í loftskammbyssu unglinga í karlaflokki. Myndin til vinstri er af þremur efstu mönnum í flokki karla í loftskammbyssu: Gunnar Þór hallbergsson, Hannes Tómasson og Guðmundur Kr. Gíslason sem allir keppa fyrir Skotfélagi Reykjavíkur. Myndin til hægri er af íslandsmeisturum í loftbyssugreinum 2004. Í efri röð: Hannes Tómasson SR, Jórunn Harðardóttir SR, Jónas Bjargmundarson SFK og í neðri röð eru Ásgeir Sigurgeirsson SR og Vignir Sigurðsson SR. Skotfélag Reykjavíkur eignaðist fimm íslandsmeistaratitla í loftbyssugreinum í dag ! Úrslit íslandsmeistaramótsins í dag. 22. apríl 04. Staðan til Bikarmeistara í Staðlaðri Skammbyssu og keppendaskrá fyrir Bikarmótið á sunnudaginn 25. apríl nk, skv innkomnum skráningum til STÍ. Staða skotmanna til Bikarsmeistara og keppendaskrá 25. apríl 2004 18. apríl 04. Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinum fór fram lagardaginn 17. apríl sl. Hannes Tómasson SR er Reykjavíkurmeistari í karlaflokki og Jórunn Harðardóttir SR í kvennaflokki í loftskammbyssu. Jórunn er einnig Reykjavíkurmeistari í loftriffli kvenna. Guðmundur Helgi Christensen er Reykjavíkurmeistari í loftriffli karla. Myndin til vinstri er tekin af verðlaunahöfum mótsins ásamt formanni félagsins, Hilmari Ragnarssyni. nánar úrslit 28 mars 04. Skotíþróttin er í sókn í Reykjavík eftir nokkura ára aðstöðuleysi. Um helgina var haldið Landsmót Skotíþróttasambandsins í Loftbyssugreinum í Egilshöll í Reykjavík. Loftbyssugreinarnar eiga nú vaxandi fylgi að fagna í ljósi þess að nú geta íþróttafélögin hafið æfingar með unglingum allt niðurí 15 ára aldur. Á næstu árum er ljóst að mikil aukning verður í iðkendafjölda og hefur hin nýja aðstaða Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöll þar gríðarlegt gildi. Reykjavíkurborg hefur þarna komið til móts við íþróttahreyfinguna með myndarlegum hætti og eiga borgaryfirvöld hrós skilið fyrir það framtak. Aðstaða Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöll er nú smátt og smátt að taka á sig framtíðarmynd og batnar aðstaðan með degi hverjum. Reiknað er með að hún verði fullbúin fyrir næsta haust en þó verður hægt að hefja æfingar í flestum innigreinum á næstu vikum. Aðstaðan til Loftbyssuæfinga er nú orðin mjög góð og eru þegar komnar 10 brautir en aðrar 6 verða settar upp innan skamms. 27. mars 04 Nýtt Íslandsmet og Ólympíulágmark í Loftriffli kvenna á Landsmóti STÍ í Egilshöll í dag. Jórunn Harðardóttir SR gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet og Ól-lágmark í dag þegar hún skaut samtals 375 stig ( 95-95-93-92 ) og bætti fyrra metið sem hún setti sjálf á síðasta móti um 2 stig. Jórunn sigraði einnig í keppni kvenna í loftskammbyssu með samtals 351 stig, í öðru sæti varð Kristína Sigurðardóttir ÍFL með 346 stig og í þríðja sæti varð Guðrún Ó. Barðadóttir SR með 308 stig. Hannes Tómasson SR sigraði í keppni karla í loftskammbyssu með 558 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Kr. Gíslason SR með 545 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson SKÓ með 530 stig. Í flokki karla í loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen SR með 549 stig, í öðru sæti varð Jónas F. Bjargmundarson SFK með 535 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson SKÓ með 513 stig. Nánar úrslit dagsins... 27. mars. 04. Breytingar á FINALE í Skeet sem taka gildi á næsta ISSF móti í Aþenu ! nánar... 26. mars 04.Teiknivinnu við Skotvelli félagsins er á lokastigi. Á myndinni má sjá staðsetningu haglavallana á Álfsnesi. Hugmynd arkitekta er að fella skotvelli félagsins sem mest inn í landslagið á svæðinu og nýta grjót og gróður svæðisins við uppbyggingu þess. Gert er ráð fyrir grasbala aftan við vellina ásamt áhorfendastúku. Endanleg útfærsla og skipulag svæðisins í heild mun liggja fyrir fljótlega. 7. mars. 04. Skotfélag Reykjavíkur fékk heimsókn 15 kvenna, sem starfa hjá AX-Hugbúnaðarhúsinu sl. föstudag. Konurnar fengu stutta kynningu á loftriffilskotfimi...nánar fréttir... 21. feb. 04. Nýtt íslandsmet var sett á fyrsta Landsmóti STÍ sem haldið er í nýrri aðstöðu félagsins í Egilshöll í dag. Jórunn Harðardóttir SR setti Íslandsmet í Loftriffli kvenna með 372 stig. af 400 mögulegum, sem er aðeins tveimur stigum frá ÓL-lágmarki. Góð byrjun í nýrri og glæsilegri aðstöðu félagsins. Fyrsta mótið fór fram í nýrri aðstöðu félagsins í Egilshöll í dag. Alls voru skráðir tuttugu keppendur til keppni...nánar ... 14. feb. 04. Mótaskrá STÍ í Haglagreinum fyrir 2004 er komin út. nánar... Stjórn STÍ tilkynnir lágmörk fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Osló, 30. júí til 5. júlí í sumar... nánar á heimasíðu STÍ. Nýr lyfjalisti ÍSÍ tekur gildi. Skotíþróttafólk er hvatt til að kynna sér breytingarnar... nánar lyfjalisti... Guðmundur Kr. Gíslason SR er skotmaður ársins 2003. Guðmundur er Íslandsmeistari og Bikarmeistari í Loftskammbyssu. Hann náði þeim glæsilega árangri að ná 4. sæti á Smáþjóðaleikunum á Möltu sl. sumar í sömu grein. Guðmundur hefur verið í fremstu röð þeirra sem keppa í loftskammbyssu um árabil. Eyjólfur Óskarsson SR flokkameistari í 1. flokki í Enskum Riffli. ( 60 skot liggjandi ) Eyjólfur skoraði 584 stig sem er aðeins 3 stigum frá meistaraflokks árangri. 18. mars 04. Skotíþróttafélag Suðurlands heldur mót í SKEET 27. mars nk. "Hjá Skotíþróttafélagi Suðurlands verður haldið mót í skeet 27. mars klukkan 10. Skotnar verða 125 dúfur á einum degi. Mótsgjald er 2500 kr. ALLIR ERU VELKOMNIR. Er verið að starta tímabilinu með þessu móti og æfingar hefjast svo hjá SFS. 30. mars. Skráning er hjá: Gunnari e-mail:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða Sveinbirni e-mail:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
" 7. mars. 04. Skotfélag Reykjavíkur fékk heimsókn 15 kvenna, sem starfa hjá AX-Hugbúnaðarhúsinu sl. föstudag. Konurnar fengu stutta kynningu á loftriffilskotfimi og kepptu þær sín á milli með loftriflum í leiðinni. Júlía sigraði, Lilija varð í öðru sæti og Sigrún í því þriðja. Konurnar sýndu frábæran árangur og hittni þeirra var með ólíkindum, þar sem engin þeirra hafði tekið í gikk á riffli áður. Það er greinilegt að víða leynast efnilegar skyttur. 6. mars. 04 Teiknivinnu við skotsvæði félagsins á Álfsnesi er að ljúka. Framkvæmdum við svæðið hefur enn seinkað frá því sem áætlað hafði verið ( sjá fréttir 25. jan 04. ) og er enn ekki ljóst hvenær félagið getur hafið starfssemi á svæðinu. Stjórn félagsins hefur ekki fengið haldbærar skýringar á seinkun framkvæmda við girðingu og veg ofl. Væntanlega munu málin skýrast í næstu viku. 15. feb. 04. Æfingar hefjast í Egilshöll á morgun 16. feb í loftbyssugreinum. Æfingatími frá 19:00 til 21:00 alla daga vikunnar. Lokið hefur verið við að setja upp 10 loftbyssubrautir af 16. Unnið hefur verið við að koma loftbyssuaðstöðunni í gagnið fyrir næsta landsmót, sem er Flokkameistaramót í loftgreinum, sem verður haldið um næstu helgi. Félsgsmenn SR hafa því einungis viku til æfinga í þetta sinn, en félagsmenn SR fá nú loks aðtöðu til æfinga í innigreinum eftir langt hlé. Áfram verður unnið við frágang ýmiskonar í aðstöðunni, s.s. koma fyrir ljósum, setja hurðir í snyrtingu og skrifstofu osfv. Ákveðið hefur verið að hraða framkvæmdum við "púðursalinn" eins og unnt er. Þar á eftir að koma upp kúlugildru, setja upp brautir og lýsingu m.a. Í Egilshöll er glæsileg veitingasala á hæðinni fyrir ofan skotsalinn, sem er opin til miðnættis alla daga vikunnar. Góð snyrting er á sömu hæð og skotsalurinn, en snyrtiaðstaða félagsins er ekki tilbúin. Myndin er tekin í dag í Egilshöll. 8. feb. 04. Uppsetning loftbyssu-aðstöðunnar í Egilshöll er hafin. Eftir miklar tafir við framkvæmdir í Egilshöll er uppsetning loftbyssu-brauta hafin og vinna við rafmagn í fullum gangi. Enn er óljóst hvenær æfingar hefjast. Nokkrar myndir frá Egislhöll: 25. jan. 04. Skotsvæði félagsins á Álfsnesi á teikniborðinu. Framkvæmdir við veg, girðingu, bílastæði og jöfnun skotsvæðana er að hefjast. Girðing umhverfis svæðið verður fullgerð í febrúar. Verklok vinnu við veg og bílastæði ásamt jarðvegsvinnu fyrir félagsheimili, haglavelli og riffilbraut verður lokið í maí. Byrjað verður á að koma Skeet-völlum félagsins í gang, en á sama tíma verður unnið að undirbúningi riffilvallar, þ.e. riffilbrautin verður fullgerð með jarðýtu og skotskýli reist í kjölfarið. Ráðgert er að reisa Trap - og Sportingvelli sem fyrst. Nú er verið að teikna húsakost félagsins inn á svæðið og mun sú vinna taka nokkrar vikur. Stjórn félagsins er að semja um ýmis atriði varðandi svæðið, s.s. vatnslögn, rafmagn ofl. sem væntanlega verður lagt um leið og vegur er lagður inn á svæðið. 16. jan. 04. Nýtt skotfélag hefur verið stofnað á Akureyri og mun það verða gjaldgengt innan STÍ á næstu mánuðum. Nýja félagið heitir Íþróttaskotfélag Akureyrar og er skammstöfun félagsins ÍSA. Félagið hefur jafnframt opnað heimasíðu sem er full af fróðleik og ber að lofa það framtak ( www.skotfimi.is ) Stjórn félagsins skipa : Laurent F. Somers formaður, Jóhann Norðfjörð, Einar Guðmann, Sigurður Reynir Sverrisson, og Gísli Hjörleifsson. Félagið hefur þegar fengið aðstöðu fyrir Loftbyssugreinar og mun hefja starfsemi í þeim greinum á næstunni. 14. jan. 04. Stjórn STÍ tilkynnir lágmörk fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Osló, 30. júí til 5. júlí í sumar... nánar á heimasíðu STÍ. 14. jan. 04. Nýr lyfjalisti ÍSÍ tekur gildi. Skotíþróttafólk er hvatt til að kynna sér breytingarnar... nánar lyfjalisti... 14. jan. 04. Fyrirhuguðu Landsmóti í Loftbyssu-greinum, sem halda átti samkvæmt mótaskrá 17. janúar í Egilshöll, hefur verið frestað um óákveðin tíma. Mótið verður haldið stuttu eftir að loftbyssuaðstaða félagsins kemst í gagnið. Nú er unnið við að koma rafmagni á salinn eftir tafir sem urðu m.a. vegna bilurar í drenlögn, sem orsakaði leka inn í sali félagsins. Nú er búið að lagfæra bilunina, málningarvinnu er lokið og eins og áður sagði er unnið við rafmagn og að koma loftbyssu-aðstöðunni í gang. 7. jan. 04. Opnun skotaðstöðunnar í Egilshöll hefur seinkað frá því sem áætlað var. Þar kemur til m.a. að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn hjá verktökum af ýmsum ástæðum. Áætlað hafði verið að hefja æfingar í loftbyssugreinum 1. okt. sl. Skotfélag Reykjavíkur er með landsmót á dagskrá 17. jan. nk. í loftbyssugreinum. Gera má ráð fyrir að mótinu verði frestað þar til aðstaðan er tilbúin, ef ekki tekst að klára fyrir mótið. Verið er að vinna við rafmagn, frágang ýmiskonar og væntanlega verður skotbrautum komið upp fljótlega. Málningarvinnu er að mestu lokið. 5. jan. 04. Nýr vefur um skotíþróttir hóf göngu sína um áramótin. " Þann 1. janúar sl. var settur í loftið vefurinn www.skotfimi.is Settur hefur verið á laggirnar nýr vefur – www.skotfimi.is – sem eins og nafnið ber með sér er ætlaður öllum áhugamönnum um skotfimi. Vefurinn hefur þá ritstjórnarstefnu að fyrst og fremst er fjallað um skotfimi og þjálfun hennar sem íþróttagrein. Auk þess að færa fréttir af því markverðasta sem er að gerast í heimi skotíþrótta hér á landi er að finna greinar um sálfræði og þjálfunartækni í skotfimi. Það er hið nýstofnaða Íþróttaskotfélag Akureyrar sem stendur á bak við vefinn, en engu að síður þjónar skotfimi.is skotmönnum á landsvísu. Vefstjórar skotfimi.is
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
" 1. jan. 04. Skotíþróttamaður / kona ársins 2003, þau Guðmundur Kr. Gíslason SR og Ingibjörg Ásgeirsdóttir ÍFL, voru valin í hófi ÍSÍ 30. des. sl. Þau Guðmundur og Ingibjörg stunda bæði æfingar og keppni í loftskammbyssu. Ingibjörg er m.a. Íslandsmeistari og Bikarmeistari í Loftskammbyssu 2003. Einnig varð hún í sjöunda sæti á Smáþjóðaleikunum á Möltu sl. sumar. Guðmundur er m.a. Íslandsmeistari og Bikarmeistari í Loftskammbyssu 2003 og náði hann fjórða sæti á Smáþjóðaleikunum á Möltu sl. sumar. nánar á heimasíðu ÍSÍ.
|