Evrópumótinu í haglabyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. júlí 2016 22:50

2016emlonatoEvrópumeistaramótinu í haglabyssugreinunum sem haldið var í Lonato á Ítalíu liðna viku lauk í dag. Íslands átti þrjá keppendur í Skeet. Sigurður Unnar Hauksson varð í 44.sæti með 114 stig (21 22 23 23 25), Örn Valdimarsson í 55.sæti með 111 stig (25 20 22 24 20) og Hákon Þ. Svavarsson í 57.sæti með 110 stig (22 23 22 20 23). Í keppninni jöfnuðu tveir keppendur heimsmetið 125 af 125 stigum og eins bætti ítalska sveitin heimsmetið í liðakeppni með 371 stig. Nánari úrslit má sjá hérna.

AddThis Social Bookmark Button