Sunnudagur, 01. maí 2016 16:05 |
Síða 1 af 2  Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50m liggjandi riffli þegar hann skoraði 623,7 stig á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 30. apríl. Þessi árangur Jóns Þórs dugði honum að sjálfsögðu til Íslandsmeistaratitils í karlaflokki en Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 615,5 stig. Guðmundur Helgi varð jafnframt Bikarmeistari keppnistímabilsins.
|