Miðvikudagur, 21. september 2022 09:44 |
 Heimsmeistaramótinu í bekkskotfimi á 50 metra færi (Bench Rest BR50) sem fór fram í Frakklandi undanfarna daga lauk í dag. Við áttum þar þrjá keppendur, Davíð B. Gígja varð í 55.sæti með 1483/71 stig, Egill Ragnarsson í 86.sæti með 1470/69 stig, og Kristberg Jónsson í 99.sæti með 1448/46 stig. Walter Botta frá Ítalíu varð heimsmeistari í einstaklingskeppninni en skorið hjá honum var 1498/114 stig, Pedro Serralheiro frá Portúgal varð annar með 1498/106 stig og þriðji varð Luis Pereira frá Portúgal með 1497/94 stig. Nánar hérna.
|