Föstudagur, 27. október 2023 16:26 |
Davíð Bragi Gígja sigraði í flokki Léttra riffla á alþjóða mótinu BR50 CUP in Hamminkeln í Þýskalandi í dag. Skorið hjá honum var 749/57x. Kristberg Jónsson hafnaði í 8.sæti með 747/45x og Egill Þ. Ragnarsson varð í 37.sæti með 727/33x. Árangur Davíðs er nýtt Íslandsmet í þeim flokki. Þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
|