Landsmót í loftbyssugreinunum í Kópavogi um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. febrúar 2024 17:20

2024 ar6018feb123Landsmót STÍ í loftsbyssugreinunum fór fram í Kópavogi um helgina. Á laugardeginum var keppt í loftskammbyssu og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 553 stig og 9 x-tíur, Jórunn Harðardóttir varð önnur einnig með 553 stig en 6 x-tíur, og í þriðja sæti varð Bjarki Sigfússon úr SFK með 547 stig. Adam Ingi Höybye Franksson úr SFK fékk gullið í flokki unglinga með 512 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SFK með 1612 stig, sveit SR varð önnur með 1580 stig og sveit SK varð þriðja með 1548 stig.

Á sunnudeginum var keppt í loftriffli og sigraði Jórunn Harðardóttir, í öðru sæti varð Íris Eva Einarsdóttir og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen. Þau keppa öll fyrir SR. Nánari úrslit má svo finna á úrslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button