Jórunn og Elísabet Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. apríl 2024 20:02

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 232,2 stig (553), Rúnar Helgi Sigmarsson úr SKS varð annar með 224,6 stig (534) og þriðji varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 204,9 stig (550). Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 215,1 stig (551), Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 212,2 stig (516) og í þriðja sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 195,6 stig (493) en hún varð jafnframt Íslandsmeistari stúlkna. Íslandsmeistari drengja varð Adam Ingi Höybye Franksson. Í liðakeppni karla varð A-sveit Skotfélags Kópavogs(SFK) Íslandsmeistari, sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti og Sveit Skotdeildar Keflavíkur (SK) hlaut bronsið. Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) og sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ. 

Eitthvað af myndum eru svo hérna

 

Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir:

Íslandsmeistarar 2024
Karlaflokk Ívar Ragnarsson
Kvennaflokk Jórunn Harðardóttir
Drengir Adam Ingi Höybye Franksson
Stúlkur Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir
Meistarafl.karla Ívar Ragnarsson
1.fl.karla Jón Þór Sigurðsson
2.fl.karla Magnús Ragnarsson
3.fl.karla Rúnar Helgi Sigmarsson
0.fl.karla Vignir Þór Sigurjónsson
Meistarafl.kvenna Jórunn Harðardóttir
1.fl.kvenna Aðalheiður L. Guðmundsdóttir
0.fl.kvenna Guðbjörg Viðja Antonsdóttir
Lið karla Skotíþróttafélag Kópavogs
Lið kvenna Skotfélag Reykjavík
AddThis Social Bookmark Button