Miðvikudagur, 15. apríl 2015 11:25 |
Riðlaskipting Íslandsmótsins í Staðlaðri skammbyssu sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn 18.apríl er komin hérna. Alls eru 17 keppendur skráðir til leiks. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.18:00 - 19:30

|
|
Sunnudagur, 12. apríl 2015 08:52 |
Ásgeir Sigurgeirsson lauk í nótt keppni í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í Changwon í S-Kóreu. Hann endaði 15.-23.sæti með 579 stig en 581 stig þurfti til að ná inn í átta manna úrslit.
|
Föstudagur, 10. apríl 2015 13:13 |
Vegna slæmrar verðurspár verður lokað á skotsvæðinu á Álfsnesi á morgun laugardag en samkvæmt heimild í starfsleyfi flytjum við opnunina fram á SUNNUDAG kl.12-18
|
Föstudagur, 10. apríl 2015 07:24 |
Ásgeir Sigurgeirsson var að ljúka undankeppninni í frjálsri skammbyssu í Kóreu. Hann flaug áfram í aðalkeppnina með fínu skori, 560 stig. Þess má geta að Íslandsmet hans er 565 stig. Aðalkeppnin fer svo fram á morgun.
|
Laugardagur, 04. apríl 2015 18:17 |
 Örn Valdimarsson úr SR sigraði á Páskamóti SR í skeet sem haldið var á Álfsnesi í dag. Hann endaði með 107 stig. Í öðru sæti varð Guðmann Jónasson úr MAV með 95 stig og í þriðja sæti Karl F. Karlsson úr SR með 87 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 121 af 293 |