Föstudagur, 30. janúar 2015 12:05 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppti í loftskammbyssu á hinu gríðarsterka IWK-stórmóti í München í morgun og skoraði 581 stig.Hann hafnaði í 8.sæti en athyglisvert er að í final fóru menn sem skipa 3.,5.,10.,13.,20 og 36.sæti nýjasta Heimslista ISSF !! Ásgeir er sem stendur í 53.sæti á þeim lista. Hann keppir svo aftur á morgun í sömu grein. Hægt er að skoða úrslitin betur á þessari slóð.
|
|
Föstudagur, 30. janúar 2015 07:25 |
 Landsmót STÍ í 60 skotum liggjandi riffli verður haldið í Egilshöllinni á morgun.
|
Þriðjudagur, 27. janúar 2015 07:41 |
Landsmótin, sem frestað var í nóvember s.l., eru nú komin á dagskrá í Egilshöll sem hér segir:
28.febrúar Laugardag kl.10 Sportskammbyssa
1.mars Sunnudag kl.10 Gróf skammbyssa
|
Laugardagur, 24. janúar 2015 16:58 |
Skotfimi var nú með í fyrsta skipti á Reykjavíkurleikunum. Keppt var í loftbyssugreinunum í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni. Keppt var með nýjum skotbrautum sem félagið fékk fyrir stuttu síðan. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reylkjavíkur með 767,7 stig en í öðru sæti varð Thomas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs með 747,4 stig. Þriðji varð svo Ívar Ragnarsson úr Skotfélagi Kópavogs.
Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 374 stig sem er jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs með 357 stig og í því þriðja Andrea Ösp Karlsdóttir einnig úr Skotfélagi Kópavogs með 338 stig.
Í loftriffli karla sigraði sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,8 stig og Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð í öðru sæti með 537,6 stig. Þriðji varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SKotfélagi Reykjavíkur með 532,4 stig. Arnar H.Bjarnason úr Skotfélagi Kópavogs bætti eigið Íslandsmet í unglingaflokki og endaði á 480,8 stigum.
í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,6 stig en Jórunn Harðardóttir varð önnur með 393,2 stig.
Nokkrar myndir eru hérna.ÂÂ Nánari úrslit hérna.
|
Fimmtudagur, 22. janúar 2015 14:59 |
Stuttur þáttur á CNN með umfjöllun um Ásgeir Sigurgeirsson skammbyssuskyttu úr Skotfélagi Reykjavíkur. Einu sinni áður hefur CNN gert svipaðan þátt um íslenskan íþróttamann og varð það Ólafur Stefánsson handboltasnillingur sem þeir tóku þá tali. Það er greinilega tekið eftir skotmanninum okkar utan landssteinanna.
|
Miðvikudagur, 21. janúar 2015 14:54 |
Riðlaskipting RIG-mótsins á laugardaginn er komin hérna. Fyrri riðillinn hefst kl.09:00 og sá seinni kl.11:00. Reiknað er með að FINAL-keppnin í loftskammbyssu karla hefjist kl.13:30. Keppendur komast á sína braut hálftíma fyrir skottíma og mega hefja æfingaskot 15 mínútum fyrir upphaf riðils. Að loknu móti eru tilnefndir Skotkarl og Skotkona mótsins úr röðum beggja greina og ræður þar bestur árangur á alþjóðamælikvarða. Mótsstjórn sér um valið. Þau hljóta viðurkenningar sem veittar verða á lokahófi leikanna á sunnudagskvöldinu 25.janúar.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 128 af 293 |