Reykjavíkurleikarnir á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 20:51

rig2015_portSkotfimi verður nú í fyrsta skipti með á hinum árlegu Reykjavíkurleikum. Keppt verður í Loftskammbyssu og Loftriffli karla og kvenna. Keppnin fer fram í Egilshöllinni laugardaginn 24.janúar n.k. og hefst þá kl.09:00. Keppnisæfing skráðra keppenda er á föstudaginn 23.janúar kl. 14:00 til 18:00.
Lokaskráning fer nú fram og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 20.janúar með tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Reiknað er með að allir bestu skotmenn landsins mæti til leiks.
Upplýsingar eru á heimsíðu leikanna hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í Sport skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 17:22

2015 sport 123 18jan 2015 sportskb 18janLandsmót STÍ í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 552 stig. Í öðru sæti varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í þriðja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig með 508 stig en Þórður vann í bráðabana. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1509 stig en sveitina skipuðu Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Árni Þórisson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipa Kolbeinn Björgvinsson, Jórunn Harðardóttir og Þórhildur Jónasdóttir. Keppendur voru 11 talsins úr þremur félögum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í Grófri skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. janúar 2015 18:03

2015 grofbyssa 17jankarlstd2013Á landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu, sem haldið var í Digranesi í dag, sigraði Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 526 stig. Í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr SFK með 521 stig og í þriðja sæti Friðrik Goethe úr SFK með 515 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sportskammbyssa á sunnudag í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. janúar 2015 22:42

2015 sportbyssa 18novLandsmót í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Riðill 1 hefst kl. 10:00 og riðill 2 kl. 11:30 Keppnisæfing er á laugardaginn kl. 15:00 - 16:00.

 

Á laugardeginum er landsmót í Grófri skammbyssu sem haldið verður í Digranesi. 2015 grofbyssa 17janRiðlaskiptingin er hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttamenn ársins 2014 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 21:48

2015 skotmenn arsins 20142015 skotmenn arsins 2014 allirÁ hófi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Félags Íþróttafréttamanna var tilkynnt um val Íþróttamanns Ársins 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson. Jafnframt tilkynntu sérsamböndin um val þeirra á sínum íþróttamönnum.

Skotíþróttakarl Ársins er:  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis. Hann keppti víða erlendis á liðnu ári. Á Evrópumeistaramótinu í Moskvu í febrúar varð hann í 12.sæti í loftskammbyssu, á heimsbikarmótinu í Peking varð hann í 20.sæti í frjálsri skammbyssu og í 29.sæti í loftskammbyssu. Einnig sigraði hann tvíveigis á alþjóðamótinu InterShoot í Hollandi.
Á heimsbikarmótinu í Munchen endaði hann í 23.sæti í frjálsri skammbyssu og í 37.sæti í loftskammbyssu. Hann hefur þegar tryggt sér sæti á fyrstu Evrópuleikunum sem haldnir verða í Baku í Júní þar sem hann er í 24.sæti í frjálsri skammbyssu og í 28.sæti í loftskammbyssu á styrkleikalista Skotsambands Evrópu, en aðeins 30 bestu skotmenn Evrópu fá keppnisrétt á þeim.
Ásgeir náði Ólympíulágmarki (MQS) í tveimur greinum árinu, í loftskammbyssu 15 sinnum og í frjálsri skammbyssu 6 sinnum.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn bætti Íslandsmetið í 60 skotum liggjandi riffli á árinu.
Hún varð Íslandsmeistari ,0sffliggjandi ins komst hlda sem Skotí 60skota liggjandi riffli. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftskammbyssu.
Hún náði Ólympíulágmarki (MQS) í þremur greinum hérlendis á árinu, í loftskammbyssu 7 sinnum, í loftriffli 6 sinnum og í 60 skotum liggjandi riffli 2 sinnum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ólympíu-og heimsmeistarar í heimsókn Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 16:28

2015 petraniccoloegilshollimg_3819Þessa dagana eru tveir af bestu riffilskotmönnum í heiminum í dag í heimsókn á Íslandi. Þetta eru Ítalska parið Niccolo Campriani (f.1987) og Petra Zublasing (f.1989). Þau eru hér í einkaerindum við náttúruskoðun og afslöppun. Þau hafa þegar tryggt sér sæti á næstu Ólympíuleikum í Brasilíu. Niccolo vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 ásamt því að hafa unnið heimsbikarúrslitin nú í haust. Hann er sem stendur í 4.sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðu og loftriffli. Petra varð heimsmeistari í þrístöðu riffli á heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni í september s.l. Hún á einnig heimsmetið með úrslitum í þrístöðu riffli. Petra er í öðru sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðuriffli og loftriffli. Þau skoðuðu aðstöðu félagsins í Egilshöllinni í morgun ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni og leist ákaflega vel á það sem í boði er, enda búnaðurinn með þeim besta sem völ er á í dag. Kæmi ekki á óvart þó við sæjum þau aftur hér í heimsókn og þá með rifflana sína meðferðis.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>

Síða 129 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing