Laugardagur, 05. apríl 2014 20:59 |
 Jórunn Harðardóttir formaður Skotfélags Reykjavíkur setti í dag nýtt Íslandsmet á Íslandsmótinu í 60 skotum liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag. Skotserían hennar var sérlega glæsilega, 101,1-104,7-101,5-102,7-102,6-102,9 alls 615,5 stig. Þess má geta að Ólympíulágmarkið er 615,0 stig. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir með 601,7 stig. Í karlaflokki varð tónlistarmaðurinn Jón Þór Sigurðsson úr hljómsveitinni Diktu, Íslandsmeistari með 610,7 stig, annar varð margfaldur Íslandsmeistari Arnfinnur Jónsson með 610,2 stig og þriðji varð svo Stefán E. Jónsson með 607,2 stig. Í sveitakeppninni varð A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandmeistari. ÂÂ /gkg
|
|
Sunnudagur, 23. mars 2014 11:56 |
Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur var að ljúka keppni á spænska meistaramótinuÂÂ Copa del Rey,og jafnaði þar Íslandsmet Sigurþórs Jóhannessonar 115 af 125 mögulegum. Hann skaut 23-23-24-22-23. Â /gkg
|
Laugardagur, 22. mars 2014 21:27 |
 Vormót SR í skeet fór fram á Álfsnesi í dag. Skotnar voru 75 leirdúfur og sigraði Örn Valdimarsson með 65, annar varð Sigurður Unnar Hauksson með 63 og þriðji varð Kjartan Örn Kjartansson með 60 stig. Nánar á Facebook síðu félagsins. /gkg
|
Laugardagur, 22. mars 2014 16:47 |
  Á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag varð Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, með 525 stig, annar varð Friðrik Þ. Goethe með 514 stig og í 3ja sæti Eiríkur Ó. Jónsson úr Skotfélagi Kópavogs með 510 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,494 stig (Karl Kristinsson 525, Engilbert Runólfsson 495 og Kristína Sigurðardóttir 474). Í öðru sæti A-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,484 stig (Friðrik Þ.Goethe 514, Eiríkur Ó.Jónsson 510 og Emil Kárason 460). Í þriðja sæti varð svo sveit Skotfélags Akureyrar með 1,396 stig (Grétar M.Axelsson 509, Finnur Steingrímsson 454 og Guðlaugur B.Magnússon 433). Íslandsmeistarar í flokkum voru einnig krýndir en þeir eru í 2.flokki Karl Kristinsson úr SR, í 3.flokki Friðrik Þ.Goethe úr SFk og í 0.flokki Karl Einarsson úr SFK. Frekari upplýsingar og myndir komnar hérna. Nýtt 25.Mars  MYNDBAND Â /gkg
|
Miðvikudagur, 19. mars 2014 10:18 |
Metþátttaka er á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu sem fram fer í Egilshöllinni á laugardaginn. 27 keppendur eru skráðir til leiks frá fjórum félögum. Skotfélag Reykjavíkur er með 12 keppendur, Skotfélag Kópavogs með 9, Skotfélag Akureyrar með 5 og Skotdeild keflavíkur með 1 keppanda. Vegna þessa mikla fjölda mun fyrsti riðill hefjast kl. 09:00 og er gert ráð fyrir 1 klst og 15 mínútum á hvern riðil. Mótagjaldið er kr. 3,500 á Íslandsmótinu. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudaginn  /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 148 af 293 |