Kvennasveitin á nýju Íslandsmeti í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 31. maí 2014 20:39

sr alid kv 310514Á Landsmóti STÍ í Þorlákshöfn í dag í, haglabyssu skeet, setti kvennasveit okkar nýtt Íslandsmet 98 stig. Í sveitinni voru Eva Skaftadóttir (34), Árný Jónsdóttir (34) og Dagný Hinriksdóttir (30). Í öðru sæti varð sveit SÍH á sama skori en sveitina þeirra skip

2014 123 310514

uðu þær Helga Jóhannsdóttir (44), Guðbjörg Konráðsdóttir (29) og Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir (25).Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH (Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar) með 44 stig af 75 mögulegum. Í öðru sæti varð Eva Ósk Skaftadóttir úr SR (Skotfélagi Reykjavíkur) með 24 stig og í 3ja sæti varð Árný G. Jónsdóttir úr SR einnig með 34 stig. Í fjórða sæti varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV (Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi) einnig með 34 stig, en þæpr þjár skutu bráðabana um 2. til 4.sætið.

Karlarnir skjóta einnig á morgun en eftir þrjá hringi í dag, er Hákon Þ. Svavarsson úr SFS (Skotíþróttafélagi Suðurlands) efstur með 66/75, annar er Kjartan Ö.Kjartansson úr SR og þriðji er Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA (Skotfélagi Akureyrar) með 62 stig. Fjórði er Örn Valdimarsson úr SR með 61 stig, fimmti er Guðmann Jónsasson úr MAV með 60 stig og sjötti er unglingurinn Sigurður Unnar Hauksson úr SR með 58 stig. Keppnin í karlaflokki heldur svo áfram í fyrramálið og hefst þá kl.10:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur SR Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 27. maí 2014 09:59

Aðalfundur félagsins verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 4.júní kl.19:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

AddThis Social Bookmark Button
 
Big Bore - mót Hlað sunnudaginn 25. maí ! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 19. maí 2014 16:45

Big Bore - mótið verður haldið sunnudaginn 25. Maí kl. 12 á riffilvelli Skotfélags Reykjavíkur Álfsnesi.
10 skot fríhendis á 100 metrum með riffli yfir 8 mm hlaupvídd. Skràning i Hlað Bíldshöfða 12 fyrir 22. Maí. VEGLEG VERÐLAUN. Úrslitin eru á Hlað-síðunni...

AddThis Social Bookmark Button
 
Benchrest -æfing fimmtudaginn nk. Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 19. maí 2014 13:05

Reglulegar Benchrest-æfingar (centerfire) eru að byjrja á Álfsnesi. Fyrsta reglulega æfing SR verður á fimmtudaginn 22. maí kl 19:00 til 22:00. Æfingar verða haldnar á fimmtudögum í sumar á þessum tíma og má gera ráð fyrir ýmiskonar æfingakeppnum á æfingatímum, sem verða ákveðnar á staðnum á hverri æfingu eftir atvikum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ellert endaði með 114 stig Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 19. maí 2014 08:41

elli mai 2012Heimsbikarmótinu í Kazakhstan er að ljúka og endaði Ellert Aðalsteinsson í 47.sæti með 114 stig,(22-23-22-23-24) aðeins einu stigi frá Íslandsmetinu. Efstu 6 skotmennirnir fara í úrslit sem hefjast kl.09:45 að íslenskum tíma.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skeet mótinu á Álfsnesi er lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. maí 2014 20:41

2014 skeet 1805 day2 012014 skeet 1805 day2 022014 1805 skeet alid sr2014 1805 skeet blid sr2014 1805 skeet 123ka

 

 

 

 

2014 1805 skeet linuverdir

2014 1805 skeet flokkar2014 1805 skeet allir

A-liðið okkar varð í öðru sæti á landsmóti STÍ í dag með 293 enA-sveit SÍH sigraði með 295 stig. Sveitina okkar skipuðu Örn Valdimarsson (102), en hann varð jafnframt í 3ja sæti í einstaklingskeppninni, eftir bráðabana við Stefán G.Örlyggson úr SKA og okkar mann Kjartan Ö. Kjartansson, Sigurður U.Hauksson (97) og Guðmundur Pálsson (94). Í þriðja sæti varð B-sveit SR með 279 stig en hana skipuðu Gunnar Sigurðsson (80), Kjartan Ö.Kjartansson (102) og Þorgeir M. Þórgeirsson (97). Í einstaklingskeppninni sigraði Sigurþór Jóhannesson úr SÍH með 112 stig, annar varð Grétar M. Axelsson úr SA með 104 stig og Örn Valdimarsson úr SR með 102 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>

Síða 142 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing