Miðvikudagur, 01. janúar 2014 12:50 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins gæfu og góðs gengis á nýju ári. Stjórnin þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn í starfinu á gamla árinu og enn og aftur má geta þess að ekki verða unnin mörg afrek á sviði skotíþróttarinnar ef sjálfboðastarfs nyti ekki við. Sama er að segja um uppbyggingu starfsins í heild, hvort það er í þjálfun og leiðbeiningum í íþróttinni eða uppbyggingu og viðhaldi aðstöðunnar. Mörg afrek hafa verið unnin á sviði skotíþróttarinnar á árinu sem er að kveðja. Þau afrek verða ekki tíunduð hér enda hefur þeim verið gerð góð skil hér á síðunni að undanförnu. Stjórn félagsins hvetur þá sem vilja taka þátt í starfinu, með einhversskonar sjálfboðastarfi á nýju ári, að hafa samband við skrifstofu félagsins og eða starfsfólk félagsins á æfingasvæðum.
Gleðilegt nýtt ár, Stjórn Skotfélags Reykjavíkur.
|