Staðan eftir fyrri dag SR OPEN Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 29. ágúst 2015 21:40

2015 rvikurmeistari kv dagny hinriksd2015 bikarmeistari kv helga joh2015 sropen dag1Dagný H. Hinriksdóttir er Reykjavíkurmeistari kvenna í skeet eftir fyrri daginn á SR Open sem haldið er á Álfsnesi um helgina. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð Bikarmeistari kvenna í skeet 2015. Í opna flokknum er Sigurður Unnar Hauksson efstur með 70 stig, Örn Valdimarsson er annar með 69 stig og í þriðja sæti er Pétur T. Gunnarsson með 66 stig. Keppnin heldur áfram á morgun. Nokkrar myndir frá keppni dagsins verða aðgengilegar hérna.

Staðan í karlaflokki til Bikarmeistara STÍ er þannig fyrir Bikarmótið að efstur er Grétar M. Axelsson úr SA með 45 stig, annar er Örn Valdimarsson úr SR með 43 stig, þriðji er Guðlaugur B. Magnússon úr SA með 41 stig og í fjórða til fimmta sæti eru Hákon Þ.Svavarsson úr SFS og Sigurður U. Hauksson úr SR með 40 stig. Skotmenn safna stigum yfir keppnistímabilið þannig að fyrir 1.sæti fá menn 15 stig, 14 stig fyrir annað og svo koll af kolli. Þrjú bestu mót tímabilsins telja að viðbættu Bikarmótinu.

AddThis Social Bookmark Button