Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur
Fyrri keppnishelgi Reykjavíkurleikana lauk með mikilli hátíð í Laugardalshöll þar sem hópur íþróttafólks og Sirkus Ísland var með glæsilega sýningu. Þá flutti hljómsveit hússins og söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir einnig lag leikanna, What we are. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, ávarpaði gesti fyrir hönd Reykjavíkurborgar og afhendi besta íþróttafólkinu í hverri grein viðurkenningu ásamt Ingvari Sverrissyni formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þessi voru best/stigahæst í hverri íþróttagrein:
Bogfimi Guðjón Einarsson, Ísland og Kelea Quinn, Kanada Frjálsar íþróttir Robert Williams Gracewill, Bandaríkjunum og Aníta Hinriksdóttir, Ísland Badminton unglinga Davíð Bjarni Björnsson, Ísland og Arna Karen Jóhannsdóttir, Ísland Listhlaup á skautum Wayne Wing Yin Chung, Hong Kong og Camilla Gjersem, Noregur Íslensk Glíma Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Ísland og Marín Laufey Davíðsdóttir, Ísland Júdó Franck Vernez, Frakkland og Viard Gwanaelle, Frakkland Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson, Ísland og Jórunn Harðardóttir, Ísland Sund Viktor B Bromer, Danmörk og Mie Østergaard Nielsen, Danmörk Skvass Matthieu Huin, Frakkland
Næst á dagskrá Reykjavíkurleikanna er cyclocross hjólreiðakeppni sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal á þriðjudagskvöld. Á fimmtudag hefst svo keppni í badminton og keilu en um næstu helgi verður als keppt í 12 íþróttagreinum. Dagskrá og nánari upplýsingar er þægilegt að skoða á m.rig.is.
|