Mánudagur, 04. maí 2009 11:37 |
Á þingi Skotíþróttasmbands Íslands 2. maí var Jóhannes Christensen sæmdur gullmerki ÍSÍ
vegna starfa hans í þágu skotíþróttarinnar á Íslandi. Friðrik Einarsson úr framkvæmdanefnd ÍSÍ sæmdi hann merkinu. Jóhannes var einn að þeim kraftmiklu félagsmönnum sem endurvöktu starfsemi félagsins 1950. Hann hefur unnið allar götur síðan að uppbyggingu skotíþróttarinnar og komið víða við í þeim efnum. Jóhannes hefur verið gríðarlega ötull í gegnum tíðina við dómgæslu, þjálfun ýmiskonar, félagstörf, trúnaðarstörf fyrir skotíþróttina og ekki hvað síst að hann var helsti frumkvöðullinn í að koma loftbyssugreinunum á legg hér heima. Þá sæmdi Friðrik þá Guðmund Kr. Gíslason og Halldór Axelsson silfurmerki ÍSÍ vegna starfa þeirra í þágu skotíþróttarinnar. Friðrik tók sérstaklega fram á þinginu hvað þeir félagar hafa unnið mikilvæg störf við framgang skotíþróttarinnar hér heima og erlendis. Hann gat þess einnig að öll samskipti við þá hafi verið sérstaklega góð og árangursrík og að þeir hafi alla tíð átt mjög gott samstarf við ÍSÍ.
|