Mánudagur, 25. janúar 2010 17:29 |
Mennta-og menningarmálaráðherra var að tilkynna okkur að félagið fái engan styrk úr Íþróttasjóði
þetta árið. Við sóttum um styrk m.a.til að auðvelda unglingum að stunda skotfimi hjá okkur og eins til uppbyggingar á nýjum tækjabúnaði ofl. Við gefumst ekki upp en tökum okkur bara lengri tíma í uppbyggingu félagsins. Við erum orðin öllu vön eftir baráttuna s.l. 15 ár og gefumst ekki upp frekar en fyrri daginn. Hér að neðan má sjá afrit bréfsins til okkar: Skotfélag Reykjavíkur 104 Reykjavík Reykjavík 20. janúar 2010 Tilv.: MMR09090550/4.9.1-
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur, að fengnum tillögum Íþróttanefndar, ákveðið úthlutun framlaga úr Íþróttasjóði á árinu 2010. Er hér um að ræða verkefni á vegum íþróttafélaga, samtaka þeirra og einstaklinga, sbr. 8. gr. laga nr. 64/1998. Því miður reyndist ekki unnt að verða við umsókn yðar að þessu sinni.
Fyrir hönd ráðherra
Óskar Þór Ármannsson
Valgerður Þ. Bjarnadóttir
|