Félagið á afmæli í dag, 143 ára Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. júní 2010 08:00

Merki SR 2 juni 1867Félagið okkar er 143 ára í dag en það var stofnað 2.júní 1867. Einsog allir vita er félagið elsta íþróttafélag landsins. Í upphafi fóru æfingar félagsins fram við Tjörnina og var þar félagsheimilið. Skothúsvegur dregur nafn sitt af því. Margir helstu fyrirmenn bæjarins voru félagsmenn og mættu reglulega á æfingar. Þær voru haldnar á litlum tanga sem lá útí Tjörnina. Hér til hliðar er merki félagsins sem notað var í upphafi. Ýmsa hluti frá fyrstu árum þess má sjá á Þjóðminjasafninu. Myndir frá starfi félagsins á árum áður verða aðgengilegar hérna.

AddThis Social Bookmark Button