Föstudagur, 02. júlí 2010 14:07 |
Laugardaginn 17. Júli verður Hlað – Norma riffilskotkeppnin á velli Skotfélags Reykjavíkur. Keppnisfyrirkomulag er eftirfarandi:
- Keppnin hefst kl. 13.00 og er skráning í verslun Hlað Bíldshöfða, skráningarfrestur rennur út föstudaginn 16. Júli kl. 17.00.
- Lokaæfingardagur er fimmtudagurinn 15. Júli, leyfð verða testskot keppanda milli 10 – 12 á keppnisdag.
- Keppnisgjald er aðeins 1.000 kr sem greiðist við skráningu.
- Skotið verður á 100 m. fríhendis, ólar og skotjakkar ekki leyfðir og 300 m. af borði tvífætur, púðar og skotrest leyfileg.
- 10 skot á hvoru færi, tími 20 mínútum hvort.
- Einungis er leyfilegt að keppa með cal. 6,5 x 55 og 308 Win, og Norma-Diamond Line skotum, sem sagt allir með samskonar skot.
- Keppnisskotin eru seld með 20 % afslætti fram að móti og kostar sem dæmi 50 skota pakki, 6,5 x 55 Diamond Line, aðeins 7480 kr.
- Á fimmtudagskvöldið 15. Júli verða menn á riffilvelli SR til útskýringar á keppnisreglum og aðstoðar þeim sem hyggjast keppa.
Frábær verðlaun sem eru: 1. sæti Elgsveiðiferð á vegum Norma í Svíþjóð í September 2010 að verðmæti ómetanlegt* 2. sæti Gjafabréf í verslunum Hlað að verðmæti 15.000 kr. 3. sæti Norma Diamond Line riffilskot 50 stk. *Ef sigurvegari mótsins kemst ekki í veiðina stendur næsthæsta manni það til boða og svo koll af kolli, sem sagt það verður keppandi úr mótinu sem fer. Flugfar til Osló þarf vinningshafi að greiða allt annð er frítt, veiðin stendur í 3 – 4 daga.
|