Ragnar Skanåker á Íslandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 23. júlí 2010 08:02
Einn þekktasti skotmaður allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður Svía, Ragnar Skanåker, er nú staddur hér á landi. Hann verður hér við þjálfun Ásgeirs Sigurgeirssonar næstu daga. Hann hefur verið honum innan handar undanfarið ár og mun fylgja honum eftir næstu misseri. Ragnar er fæddur árið 1934 en er í fullu fjöri ennþá. Hann vann til að mynda sænska meistaramótið í loftskammbyssu á síðasta ári. Hann hefur 4 sinnum staðið á verðlaunapalli Ólympíuleika í Frjálsri skammbyssu, vann gullið 1972, tvö silfur 1984 og 1988, og svo bronsverðlaun árið 1992. Hann tók samtals þátt í 7 ólympíuleikum og var boðið sérstaklega af Alþjóða Ólympíunefndinni að taka þátt í Aþenuleikunum 2004 en sænska nefndin heimilaði honum það ekki sökum slaks árangurs það ár. Hann hefur einnig unnið Heimsmeistaratitla í Loftskammbyssu árið 1983 og í Staðlaðri skammbyssu 1978 á nýju heimsmeti, 583 stig, sem enn stendur sem Evrópumet. Þess má einnig geta að sænska metið hans í Frjalsri skammbyssu, 583 stig, er tveimur stigum hærra en gildandi heimsmet.
AddThis Social Bookmark Button