Laugardagur, 24. september 2011 16:47 |
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur er kominn inná lista Alþjóða skotsambandsins ISSF yfir 150 bestu skotmenn í skeet-haglabyssu. Hann er þar í 82.sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk haglabyssuskytta kemst inná þennan lista. Frábært, til hamingju Öddi !!
Við eigum nú tvo skotmenn inná heimslistum ISSF en skammbyssuskyttan okkar, Ásgeir Sigurgeirsson er á listanum í bæði Loftskammbyssu, 63.sæti og Frjálsri skammbyssu, 41.sæti.
|