Súperfinal fimmtudaginn 27.október í loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 18. október 2011 14:08

Nú er vetrarstarfið í Egilshöllinni hafið á fullu. Fyrsta innanfélagsmótið verður haldið fimmtudaginn 27.október kl. 20:00. Keppt verður í SÚPER-FÍNAL í loftskammbyssu. Fyrirkomulagið er einsog í venjulegum fínal en með útsláttarfyrirkomulagi, þannig að skotmaðurinn með lægsta skorið eftir hvert skot fellur úr leik. Þannig er haldið áfram þar til einn stendur uppi sem siguvegari. Áhorfendur eru hvattir til að klappa og kalla til að trufla skotmenn sem mest og gera þeim erfitt fyrir.

Loftbyssa

AddThis Social Bookmark Button