Benchrest mót helgina 26 og 27 maí Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. maí 2012 13:32

SR heldur opið mót í Benchrest ( Score keppni ) helgina 26. og 27 maí. Skotið verður á 100, og 200 metrum, laugardaginn 26 maí og á 300 metrum, sunnudaginn 27. maí. Mæting í mótið á laugardeginum er kl 10:00 og á sunnudeginum kl 11:00. Skráning í mótið er á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og þarf skráningu að vera lokið miðvikudaginn 23. maí kl 12 á hádegi. Keppt verður í tveimur flokkum, HV (Heavy Varmint Class, rifflar allt að 6.123 kg) og HB (Heavy Benchrest Class, rifflar yfir 6.123kg).  Keppt verður samkvæmt reglum IBS. Mótagjald er kr. 2500. Mótið er gilt til meta og verður skráð hjá Stí.

AddThis Social Bookmark Button