Laugardagur, 22. september 2012 16:29 |
Eftir fyrri dag er staðan þessi á Íslandsmeistaramótinu í Benchrest HV 100+200m, sem fram fer á Álfsnesi. Valdimar Long er í forystu á 380 - Kjartan Friðriksson er í öðru sæti með 391 - Hjalti Stefánsson er í þriðja sæti með 430,7 - Arnfinnur Jónsson er í fjórða sæti með 445,3 - Bergur Arthúrsson er í fimmta sæti með 473,4 - og Hjörleifur Hilmarsson er í sjötta sæti með 474,1. Á morgun er seinni dagur mótsins og þá verður skotið á 200 metrum. Mótið hefst kl 12:00.
|