Skotíþróttamenn ársins 2012 Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. desember 2012 15:34

Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2012 :

Skotíþróttakarl Ársins er:   Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.

Hann sigraði á flestum þeim mótum sem hann keppti í á
árinu hérlendis. Hann varð bæði Íslands-og Bikarmeistari í sínum greinum. Hann
keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í London og varð þar í 14.sæti í
Loftskammbyssu og í 32.sæti Frjálsri skammbyssu. Hann tók þátt í fjölda
alþjóðlegra móta árinu. Hann varð meðal annars í öðru sæti á einu sterkasta
mótinu IWK í München í janúar. Einnig hafnaði hann í 22.sæti á
Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar og í 23.sæti á Heimsbikarmótinu í
München í lok maí.
Ásgeir er nú í lok desember í 21.sæti á heimslistanum
í Loftskammbyssunni og í 47.sæti í Frjálsri skammbyssu. Á Evrópulistanum er
hann í 14.sæti í Loftskammbyssu og í 29.sæti í Frjálsri skammbyssu.


Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.

Jórunn er jafnvíg á riffil og skammbyssu. Hún varð
Íslandsmeistari í Loftriffli, Loftskammbyssu, Staðlaðri skammbyssu og enskum
riffli. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftskammbyssu. Hún setti
Íslandsmet í Loftskammbyssu 374 stig og í enskum riffli með final 673,5 stig.
Einnig jafnaði hún Íslandsmetið í Loftriffli 383 stig.

AddThis Social Bookmark Button