Stjórn félagsins þakkar þeim fjölmörgu sem komu að starfinu á liðnu ári, svo og þeim einstaklingum sem náðu glæsilegum árangri í skotíþróttum og kepptu fyrir hönd félagsins. Það er fjallað um glæsileg afrek og árangur okkar fólks hér á síðunni og má lesa um þau hér að neðan.
Verkefnin á nýju ári munu einkennast af uppbyggingu skotíþróttarinnar eins og verið hefur undanfarin ár. Enn er mikið verk að vinna...
...á þeim vettvangi og mun árangur eingöngu nást með þátttöku almennra félagsmanna.
Það eru fjölmörg verk sem þarf að vinna, það þarf að efla félagslífið, efla ástundun skotgreina og fjölga æfingum í nokkrum skotgreinum, sem enn hefur ekki tekist að koma á fullt skrið. Þar verða einnig hinir almennu félagsmenn að leggjast á árar með þeim sem þegar sinna þeim þáttum í starfi félagsins, öðruvísi gerist ekkert.
Á borði stjórnar eru fjölmörg óunnin verk í uppbyggingu aðtöðunnar, frágangur ýmisskonar og viðhald á mannvirkjum og búnaði. Þessir liðir kosta mikla fjármuni og það mun taka einhvern tíma að leysa úr þeim öllum.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í félagsstarfinu, leggja af mörkum vinnu við hin ýmsu sjálfboðastörf, sem ávalt eru til staðar í íþróttafélögum, geta snúið sér til skrifstofu félagsins.
Allar upplýsingar um skrifstofuna eru að finna á heimasíðu félagsins og mun framkvæmdastjóri félagsins taka vel á móti öllum þeim sem vilja taka þátt í fjölmörgum verkefnum félagsins.
Stjórn félagsins þakkar félagsmönnum árið sem er að líða.
Gleðilegt nýtt ár !
|