Fimmtudagur, 14. febrúar 2013 14:36 |
Við ætlum að gera tilraun til að hafa opið á skotsvæðinu á Álfsnesi eingöngu fyrir félagsmenn með greidd árgjöld, greidd ársæfingagjöld, greidd klippikort og haglabúnt þegar við á.
Nefndarmenn okkar munu taka þetta að sér og stýra, og eru fyrstu dagarnir þegar komnir á dagskrá.
Opið verður á morgun föstudaginn 15.febrúar á bæði hagla-og riffilsvæðinu frá kl. 13 til 18 og verður Gunnar Sigurðsson æfingastjóri.
Miðvikudaginn 20.febrúar verður riffilbaninn opinn frá kl.13 til 16 og er Hjálmar Ævarsson æfingastjóri. Svæðið opnar þann dag fyrir almennar æfingar kl.16.
Við reynum að bæta þessum æfingadögum inná opnunartímaplanið jafnóðum og þeir skýrast.
|