Miðvikudagur, 29. maí 2013 09:05 |
Stelpurnar okkar voru að ljúka keppni í loftrifflinum og komust þær báðar í úrslit. Íris E.Einarsdóttir bætti um betur og setti nýtt Íslandsmet, 398,0 stig! Jórunn Harðardóttir skaut 394,8 stig. Þær urðu í 5. og 6.sæti í undankeppninni. Átta efstu komast áfram í finalinn þar sem skotinn er bráðabani og þar getur allt gerst. Finallinn hefst kl.10:30 að okkar tíma og má fylgjast með honum hérna. Í úrslitunum endaði Íris svo í fimmta sæti og Jórunn í því sjöunda. Annars mjög fínn árangur hjá þeim báðum og framar vonum. Engu munaði að Íris kæmist ofar því hún lenti í að taka bráðabana um að halda áfram í fjórða sæti en missti skot útí níu sem kostaði hana sætið.
|