Föstudagur, 31. maí 2013 08:58 |
Báðar stelpurnar okkar komust í úrslit í loftskammbyssunni rétt í þessu. Jórunn Harðardóttir er í fjórða sæti með 360 stig og Kristína Sigurðardóttir í áttunda sæti með 353 stig. Úrslit átta efstu hefjast kl.10:00 að íslenskum tíma og verður gaman að fylgjast með þeim þar, því þar skjóta þær fyrst sex skotum og síðan örðum tveimurog fellur þá sú neðsta út. Þar næst önnur tvö skot og neðsta dettur út og svo koll af kolli þar til ein stendur uppi sem sigurvegari. Kristína endaði í 5.sæti en Jórunn gerði sér lítið fyrir og landaði silfurverðlaunum með glæsibrag eftir harða keppni við Eleanor Bezzina frá Möltu sem skoraði 191,2 stig gegn 187,6 stigum Jórunnar !! Frábært til hamingju stelpur með frábæran árangur.
|