Á Landsmóti STÍ í haglabyssu-skeet í dag setti Árný G. Jónsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet 33 stig og sigraði jafnframt í kvennaflokki. Önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH og þriðja Dagný H. Hinriksdóttir. Þær kepptu í final samkvæmt nýju reglunum í fyrsta skipti. Í karlaflokki er staðan þannig eftir fyrri keppnisdag að Akureyringurinn Guðlaugur Bragi Magnússon leiðir með 66 stig, en fast á hæla hans koma Hákon Þ. Svavarsson frá Selfossi og unglingurinn Sigurður Unnar Hauksson báðir með 65 stig. Grétar M. Axelsson úr SA og okkar maður Stefán Gísli Örlygsson koma næstir með 63 stig og annar SR-ingur er sjötti, Örn Valdimarsson með 61 stig. Keppni hefst að nýju í fyrramálið en þá eru skotnir 2 hringir og 6 efstu fara í final, sem hefst kl.14:30. Myndir frá mótinu í dag eru komnar hérna.