Sunnudagur, 23. júní 2013 20:04 |
Unglingurinn frá Húsavík, Sigurður Unnar Hauksson (106), sigraði á landsmótinu eftir keppni við Hákon Þ. Svavarsson úr SFS sem var efstur eftir undankeppnina og jafnaði þar Íslandsmetið með 115 stig. Okkar maður Örn Valdimarsson (107) varð þriðji eftir harða keppni við annan SR-ing, Ellert Aðalsteinsson (104). Í fimmta sæti varð Jakob Þ. Leifsson (110) úr SÍH og í 6. sæti okkar maður Guðmundur Pálsson (103). Í liðakeppni sigraði A-sveit SR með 302 stig og sveit SA hafnaði í öðru sæti með 300 stig. SÍH varð svo í 3ja sæti með 294 stig.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir (32) úr SÍH, önnur varð Snjólaug M. Jónsdóttir (33) úr MAV, sem jafnaði Íslandsmetið og þriðja Anný B. Guðmundsdóttir (16) úr SÍH. Okkar dama, Dagný Hinriksdóttir (31), varð í fjórða sæti.
Nánari úrslit má sjá hér
|