Á Landsmóti UMFÍ á Selfossi sigraði Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli með 589,1 stig og Jórunn Harðardóttir varð önnur með 582,3 stig. Í þriðja sæti varð svo Logi Benediktsson með 574,1 stig. Í Loftskammbyssu varð elsti keppandinn í skotfimi á landsmótinu, Guðmundur Kr Gíslason þriðji með 549 stig. Tómas Viderö sigraði með 563 stig og Bára Einarsdóttir önnur með 552 stig. Jórunn Harðardóttir varð fjórða með 544 stig og Kristína Sigurðardóttir með 543 stig. Í gær var keppni í enskum riffli flutt í Kópavog vegna veðurs á Selfossi. Þar varð Guðmundur Helgi Christensen þriðji með 606,2 stig. Jón Þór Sigurðsson sigraði með 611,0 stig og Stefán E. Jónsson varð annar með 610,5 stig. Fleiri myndir hérna.