Jón Þór sigraði í riffilkeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. febrúar 2014 17:54

jontorsigriffill
 2014 riffill 60sk 1febÁ landsmóti STÍ í 60 skotum liggjandi riffli, sem haldið var í Digranesi í dag sigraði Jóns Þór Sigurðsson úr SFK með 618,1 stig. Í öðru sæti varð Arnfinnur A. Jónsson SFK með 608,0 stig (24x+42-10) og í 3ja sæti Viðar Finnsson SFK með 608,0 stig (24x+39-10). Guðmundur H. Christensen úr SR varð í 5.sæti með 606,0 stig og Þorsteinn Bjarnarson SR í 13.sæti með 568,7 stig. Í kvennakeppninni sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 607,4 stig en Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 606,3 stig. Í liðakeppninni sigraði A-lið SFK með 1.833,9 stig sem er jafnframt nýtt Íslandsmet (Jón Þ.Sigurðsson 618,1,Arnfinnur Jónsson 608,0,Stefán E. Jónsson 607,8). A-sveit Skotfélags ísafjarðar lenti í 2.sæti með 1.751,5 stig (Guðmundur Valdimarsson 595,8, Ívar M.Valsson 581,2, Valur Richter 574,5).

AddThis Social Bookmark Button