Fimmtudagur, 13. mars 2014 09:31 |
Á landsmóti STÍ í 60 skotum liggjandi riffli sem haldið var í Kópavogi á laugardaginn sigraði okkar maður, Guðmundur Helgi Christensen,ÂÂ í karlaflokki með 612,2 stig. Annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 611,7 stig og Stefán Eggert Jónsson úr SFK þriðji með 607,2 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,9 stig en önnur varð Bára Einarsdóttir SFK með 599,4 stig. Nánar á www.sti.is
|