Í dag var haldið Landsmót STÍ í Egilshöllinni. Keppt var í Frjálsri skammbyssu á 50 metra færi. Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði með 556 stig. Annar varð Thomas Viderö úr SFK með 523 stig og í þriðja sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 486 stig. A-lið SR (Ásgeir,Jórunn og Guðmundur Helgi Christensen (478) sigraði liðakeppnina með 1,520 stig. Í öðru sætinu varð B-sveit SR (Guðmundur Kr. Gíslason (481), Karl Kristinsson (445) og Jón Á.Þórisson (412).