Sunnudagur, 29. mars 2015 20:42 |
Á Íslandsmótinu í Grófri skammbyssu sem haldið var í Digranesi í dag sigraði Grétar M.Axelsson úr SA með 548 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 542 stig og í þriðja sæti Eiríkur Ó. Jónsson úr SFK með 517 stig.
Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,550 stig (Karl Kristinsson, Kolbeinn Björgvinsson og Engilbert Runólfsson), í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,526 stig (Sigurgeir Guðmundsson, Eiríkur Ó.Jónsson og Friðrik Goethe) og í þriðja sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,491 stig (Guðmundur T.Ólafsson,Ólafur Egilsson og Emil Kárason).
Eins urðu félagsmenn úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistarar í sínum flokki þeir Karl Kristinsson í 2.flokki og Kolbeinn Björgvinsson í 0.flokki
|