Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur var að ljúka keppni á Heimsbikarmótinu í Suður Kóreu. Hann komst inní 8 manna úrslitin í þriðja sæti með 565 stig í Frjálsri skammbyssu (FP-Free pistol). Það er jöfnun á Íslandsmetinu sem hann á sjálfur síðan 2011. Þetta er besti árangur Ásgeirs og Íslendinga í Ólympískri skotfimi hingað til. Hann var í keppni við alla bestu skotmenn heims í þessari erfiðu grein þar sem allflestir af 84 keppendum mótsins eru atvinnumenn í greininni og allir í efstu 30 sætunum nema Ásgeir. Sjá má myndband frá úrslitunum hérna.