Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:41 |
Keppt verður í 50 metra keppninni 60skot liggjandi með cal.22lr rifflum á Álfsnesi á laugardaginn. Notaðar verða nýju SIUS tölvugræjurnar sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Keppni hefst kl.10:00, en keppendur eru 10 talsins þannig að aðeins er keppt í einum riðli. Lokað verður fyrir aðra skotfimi í riffilskýlinu á meðan keppni stendur yfir og þar til búnaðurinn hefur verið tekinn niður eftir keppnina.
|