Laugardagur, 16. maí 2015 19:01 |
Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði, með 613,2 stig, á Landsmóti STÍ í 50 metrum liggjandi en keppt var í fyrsta skipti úti, á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Vígðar voru nýju tölvubrautirnar frá SIUS sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun Júní. Í örðu sæti varð Valur Richter úr SÍ með 607,9 stig og í 3ja sæti hafnaði Ívar Már Valsson úr SÍ með 601,6 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.800,2 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1.796,3 stig, en sveitna skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes. Í kvennaflokki var einn keppandi, Jórunn Harðardóttir með 607,7 stig. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.
|