Á landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Skeet, sem haldið var á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn, sigraði Örn Valdimarsson úr SR í karlaflokki með 114+12+11 stig. Annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 114+12+9 stig og þriðji Guðlaugur B. Magnússon úr SA með 105+13+13 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 308 stig en hana skipuðu Örn Valdimarsson, Sigurður U. Hauksson og Kjartan Ö. Kjartansson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 296 stig en hana skipa Guðmundur Pálsson, Karl F. Karlsson og Sigtryggur Á. Karlsson. Í þriðja sæti hafnaði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 284 stig en sveitina skipa Jakob Þ. Leifsson, Sigurður J. Sigurðsson og Aðalsteinn Svavarsson. í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 43+8+7/2 stig eftir bráðabana við Snjólaugu M. Jónsdóttur úr MAV með 48+8+7/1 stig. Árangur Snjólaugar í undankeppninni, 48 stig, er jafnframt jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. í þriðja sæti varð Helga Jóhannesdóttir úr SÍH með 38+12+10 stig.