Íris Eva Einarsdóttir sigraði glæsilega í loftriffli kvenna eftir harða og spennandi keppni í “Final”. Íris Eva jók jafnt og þétt forskot sitt í síðustu skotum keppninnar og sýndi að hún er með stáltaugar. Þegar upp var staðið var munurinn á Írisi Evu og Carole Calmes frá Luxembourg 3.4 stig. Íris Eva náði 200,1 stigi í lokakeppninni en Calmes 196,7. Marilena Constantinou frá Kýpur varð í þriðja sæti með 176,8 stig