Laugardagur, 02. apríl 2016 15:57 |
Íslandsmótinu í loftbyssugreinunum var að ljúka. Íslandsmeistarar urðu sem hér segir: Loftskammbyssa karla Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur,í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki Dagný Rut Sævarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs. Í Loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur, í kvennaflokki Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki kvenna Sigríður E. Gísladóttir úr Skotdeild KeflavíkurÂÂÂ á nýju Íslandsmeti og í unglingaflokki karla Richard B. Busching úr Skotdeild Keflavíkur. í liðakeppninni varð Skotíþróttafélag Kópavogs Íslandsmeistari í loftriffli karla, loftskammbyssu karla og kvenna en Skotfélag Reykjavíkur í loftriffli kvenna. Finna má eitthvað af myndum hérna.
|